Erlent

Miklar raskanir á flugi vegna snjós og þoku í Eng­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Gul veðurviðvörun var í gildi fyrir Skotland, London og suðvesturhluta Englands í nótt. Myndin er úr safni.
Gul veðurviðvörun var í gildi fyrir Skotland, London og suðvesturhluta Englands í nótt. Myndin er úr safni. EPA

Miklar raskanir hafa orðið á flugi á stærstu flugvöllum Englands vegna veðurs en kuldakast gengur nú yfir Bretlandseyjar.

Öllu flugi var aflýst á Stansted flugvelli í gærkvöldi og fjölda ferða frestað á Gatwick og risavellinum Heathrow. Segir í frétt BBC að fimmtíu flugferðum hafi verið frestað á Heathrow í gær vegna þoku.

Gul veðurviðvörun var í gildi fyrir Skotland, London og suðvesturhluta Englands í nótt og er búist við áframhaldandi ísingu, snjókomu og frostþoku.

Lestarferðir hafa einnig farið úr skorðum á svæðinu og bílstjórar eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát eftir að fjöldi árekstra varð á þjóðvegum landsins í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×