Boltinn sem „hönd guðs“ snerti og dómarinn ætlar nú að græða á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2022 11:30 Túnismaðurinn Ali Bin Nasser með boltann fyrir leikinn fræga á meðan fyrirliðarnir Diego Maradona og Peter Shilton heilsast fyrir leikinn. Getty/Peter Robinson/ Diego Maradona skoraði tvö af frægustu mörkum fótboltasögunnar í sama leiknum fyrir meira en 36 árum síðan. Nú er boltinn sem notaður var í leiknum til sölu og seljandinn er sjálfur dómari leiksins. Leikur Argentínumanna og Englendinga í átta liða úrslitum HM í Mexíkó 1986 fær nánast sérkafla í HM-sögunni en þar skoraði Argentínumaðurinn tvö ótrúleg mörk. Argentínumenn unnu leikinn 2-1 og fóru síðan alla leið og urðu heimsmeistarar í fótbolta. Diego Maradona gerði eftir þessa keppni tilkall til þess að vera besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið. Fyrra markið skoraði hann með því að komast upp með að slá boltann yfir Peter Shilton í marki Englendinga en það síðara skoraði hann með því að sóla sig í gegnum ensku vörnina frá miðju. Fyrst algjört svindl og svo algjör snilli. Mörgum þykir þessar fjórar mínútur lýsa Maradona kannski best. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) En af hverju erum við að rifja þetta upp núna? Jú dómari leiksins, Túnismaðurinn Ali Bin Nasser, gerði þarna stór mistök og ætti með réttu aldrei að græða á þeim. Þannig enda hlutirnir þó ekki fyrir umræddan dómara. Laumaðist í burtu með boltann Það vissi enginn hvað varð um bolta leiksins en Ali Bin Nasser virðist hafa laumast með hann í burtu á meðan allir voru að horfa á Maradona félaga fagna eða niðurlúta Englendinga ganga af velli. Bin Nasser hefur nú komið fram með þennan bolta svo mörgum áratugum síðar og hefur sett hann á uppboð þar sem stefnan er sett á það að fá fyrir hann að minnsta kosti þrjár milljónir punda eða 494 milljónir íslenskra króna. Bin Nasser segir að það sé kominn tími að sýna heiminum boltann og að hann vonaðist til þess að kaupandinn myndi hafa hann til sýnis fyrir almenning. Hendir línuverðinum undir rútuna Bin Nasser heldur því líka fram að mistökin hafi ekki verið hans heldur línuvarðarins. „Ég sá atvikið ekki almennilega. Leikmennirnir tveir, Shilton og Maradona, snéru bakinu í mig. Eins og stóð í fyrirmælum FIFA fyrir mótið þá horfði ég til línuvarðarins í þessari stöðu til að staðfesta markið. Hann hljóp til baka að miðlínunni og gaf það til kynna að markið væri gilt,“ sagði Ali Bin Nasser. „Í lok leiksins þá sagði Bobby Robson, þjálfari enska liðsins, við mig: Þú stóðst þig vel en línuvörðurinn var ábyrgðarlaus,“ sagði Bin Nasser. HM 2022 í Katar Argentína England Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
Leikur Argentínumanna og Englendinga í átta liða úrslitum HM í Mexíkó 1986 fær nánast sérkafla í HM-sögunni en þar skoraði Argentínumaðurinn tvö ótrúleg mörk. Argentínumenn unnu leikinn 2-1 og fóru síðan alla leið og urðu heimsmeistarar í fótbolta. Diego Maradona gerði eftir þessa keppni tilkall til þess að vera besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið. Fyrra markið skoraði hann með því að komast upp með að slá boltann yfir Peter Shilton í marki Englendinga en það síðara skoraði hann með því að sóla sig í gegnum ensku vörnina frá miðju. Fyrst algjört svindl og svo algjör snilli. Mörgum þykir þessar fjórar mínútur lýsa Maradona kannski best. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) En af hverju erum við að rifja þetta upp núna? Jú dómari leiksins, Túnismaðurinn Ali Bin Nasser, gerði þarna stór mistök og ætti með réttu aldrei að græða á þeim. Þannig enda hlutirnir þó ekki fyrir umræddan dómara. Laumaðist í burtu með boltann Það vissi enginn hvað varð um bolta leiksins en Ali Bin Nasser virðist hafa laumast með hann í burtu á meðan allir voru að horfa á Maradona félaga fagna eða niðurlúta Englendinga ganga af velli. Bin Nasser hefur nú komið fram með þennan bolta svo mörgum áratugum síðar og hefur sett hann á uppboð þar sem stefnan er sett á það að fá fyrir hann að minnsta kosti þrjár milljónir punda eða 494 milljónir íslenskra króna. Bin Nasser segir að það sé kominn tími að sýna heiminum boltann og að hann vonaðist til þess að kaupandinn myndi hafa hann til sýnis fyrir almenning. Hendir línuverðinum undir rútuna Bin Nasser heldur því líka fram að mistökin hafi ekki verið hans heldur línuvarðarins. „Ég sá atvikið ekki almennilega. Leikmennirnir tveir, Shilton og Maradona, snéru bakinu í mig. Eins og stóð í fyrirmælum FIFA fyrir mótið þá horfði ég til línuvarðarins í þessari stöðu til að staðfesta markið. Hann hljóp til baka að miðlínunni og gaf það til kynna að markið væri gilt,“ sagði Ali Bin Nasser. „Í lok leiksins þá sagði Bobby Robson, þjálfari enska liðsins, við mig: Þú stóðst þig vel en línuvörðurinn var ábyrgðarlaus,“ sagði Bin Nasser.
HM 2022 í Katar Argentína England Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira