70 ár frá banvænni þoku í Lundúnum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. desember 2022 14:31 Þétt þoka við Piccadilly Circus 6. desember 1952. Getty Images Bretar minnast þess í þessari viku að 70 ár eru liðin síðan þykkasta og banvænasta þoka sem sögur fara af lagðist yfir höfuðborgina í heila 5 daga. Talið er að 12.000 manns hafi látist vegna þokunnar. Fimbulkuldi og vetrarstillur Þann 5. desember árið 1952 hófst hörkukuldakast í Lundúnum. Öll hitaveita keyrði á kolum og fólk bætti á kyndinguna hjá sér, verulega. Á sama tíma varð þvílík vetrarstilla að vart bærðist hár á höfði. Afleiðingar þessa urðu að gríðarleg kolaþoka lagðist yfir borgina og lá þétt yfir henni allri í 32ja kílómetra radíus frá 5. til 9. desember. Það er erfitt að ímynda sér, m.a.s. fyrir Austfirðinga, hvernig Lundúnabúum leið þessa daga þegar þokan byrgði þeim alla sýn. Fólk sá varla niður á tærnar á sér og dæmi voru um að fólk villtist í eigin hverfum. Fleet Street í Lundúnum, 6. desember 1952. Myndin er tekin kl. 14.Getty Images Borgin lamaðist Öllum fótboltaleikjum var frestað, eðlilega, og leikhús lokuðu þar sem fólk sá ekki hvað var að gerast á sviðinu. Fólk gat ekki einu sinni lesið dagblöð eða bækur. Sjúkrabílar voru einu farartækin á ferli, þeir lúsuðust eftir götum borgarinnar til að flytja veikt fólk á yfirfull sjúkrahúsin. Fjöldi manna lést í svefni heima hjá sér. Alls er talið að um 12.000 manns hafi látist vegna loftmengunar þessa vikuna í Lundúnum og yfir 150.000 borgarbúar voru lagðir inn á sjúkrahús. Það eru fleiri en létust í verstu kólerufarsóttum 19. aldarinnar. Lög samþykkt til að fyrirbyggja mengun Afleiðingar þessarar viku sem Bretar kalla jafnan „The Great Smog of London“ voru að ríkisstjórnin setti alls kyns lög til þess að fyrirbyggja að nokkuð þessu líkt gæti endurtekið sig. Settar voru á takmarkanir á kolanotkun í iðnaði og lagt að heimilum að nota gas og koks í meira mæli í stað kola. Breska blaðið Guardian hefur minnst þessarar hörmungarviku og minnt á hversu mengandi notkun jarðefnaeldsneytis er. Blaðið bendir á að á 6, áratug síðustu aldar hafi 18% allra breskra heimila verið hituð upp með kolum og að til þess hafi mátt rekja 60% loftmengunar yfir vetrartímann. Enn þann dag í dag noti 8% breskra heimila eldivið til að hita upp heimili sín og slíkt mengi meira en öll samanlögð bílaumferð í Bretlandi. Enn deyr fólk vegna loftmengunar Blaðið notar tækifærið á þessum tímamótum og bendir á að þrátt fyrir fögur fyrirheit um að draga úr loftmengun í heiminum og þrátt fyrir að einhver árangur hafi náðst, þá deyi ennþá 28.000 Bretar vegna loftmengunar á ári hverju og 4 milljónir í heiminum öllum. Og með því að draga úr loftmengun þá drögum við jafnframt úr loftslagsbreytingum. Einu sinni var... Bretland England Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Litlaus regnbogi yfir borginni í dag Innlent Fleiri fréttir Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Sjá meira
Fimbulkuldi og vetrarstillur Þann 5. desember árið 1952 hófst hörkukuldakast í Lundúnum. Öll hitaveita keyrði á kolum og fólk bætti á kyndinguna hjá sér, verulega. Á sama tíma varð þvílík vetrarstilla að vart bærðist hár á höfði. Afleiðingar þessa urðu að gríðarleg kolaþoka lagðist yfir borgina og lá þétt yfir henni allri í 32ja kílómetra radíus frá 5. til 9. desember. Það er erfitt að ímynda sér, m.a.s. fyrir Austfirðinga, hvernig Lundúnabúum leið þessa daga þegar þokan byrgði þeim alla sýn. Fólk sá varla niður á tærnar á sér og dæmi voru um að fólk villtist í eigin hverfum. Fleet Street í Lundúnum, 6. desember 1952. Myndin er tekin kl. 14.Getty Images Borgin lamaðist Öllum fótboltaleikjum var frestað, eðlilega, og leikhús lokuðu þar sem fólk sá ekki hvað var að gerast á sviðinu. Fólk gat ekki einu sinni lesið dagblöð eða bækur. Sjúkrabílar voru einu farartækin á ferli, þeir lúsuðust eftir götum borgarinnar til að flytja veikt fólk á yfirfull sjúkrahúsin. Fjöldi manna lést í svefni heima hjá sér. Alls er talið að um 12.000 manns hafi látist vegna loftmengunar þessa vikuna í Lundúnum og yfir 150.000 borgarbúar voru lagðir inn á sjúkrahús. Það eru fleiri en létust í verstu kólerufarsóttum 19. aldarinnar. Lög samþykkt til að fyrirbyggja mengun Afleiðingar þessarar viku sem Bretar kalla jafnan „The Great Smog of London“ voru að ríkisstjórnin setti alls kyns lög til þess að fyrirbyggja að nokkuð þessu líkt gæti endurtekið sig. Settar voru á takmarkanir á kolanotkun í iðnaði og lagt að heimilum að nota gas og koks í meira mæli í stað kola. Breska blaðið Guardian hefur minnst þessarar hörmungarviku og minnt á hversu mengandi notkun jarðefnaeldsneytis er. Blaðið bendir á að á 6, áratug síðustu aldar hafi 18% allra breskra heimila verið hituð upp með kolum og að til þess hafi mátt rekja 60% loftmengunar yfir vetrartímann. Enn þann dag í dag noti 8% breskra heimila eldivið til að hita upp heimili sín og slíkt mengi meira en öll samanlögð bílaumferð í Bretlandi. Enn deyr fólk vegna loftmengunar Blaðið notar tækifærið á þessum tímamótum og bendir á að þrátt fyrir fögur fyrirheit um að draga úr loftmengun í heiminum og þrátt fyrir að einhver árangur hafi náðst, þá deyi ennþá 28.000 Bretar vegna loftmengunar á ári hverju og 4 milljónir í heiminum öllum. Og með því að draga úr loftmengun þá drögum við jafnframt úr loftslagsbreytingum.
Einu sinni var... Bretland England Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Litlaus regnbogi yfir borginni í dag Innlent Fleiri fréttir Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Sjá meira