Ætlar örugglega að ræða mál Gylfa innan utanríkismálanefndar Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2022 08:36 Njáll Trausti Friðbertsson segist örugglega ætla að ræða mál Gylfa Þórs Sigurðssonar innan utanríkismálanefndar. Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson, 1. varaformaður utanríkismálanefndar, segist örugglega ætla að ræða málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar á fundi nefndarinnar. Hann segir tímann sem málið hefur tekið vera erfiðastan fyrir Gylfa. Njáll Trausti Friðbertsson ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann er á ráðstefnu Atlantshafsbandalagsins í Finnlandi. Ræddi hann um ráðstefnuna en Heimir Karlsson nýtti tækifærið og spurði Njál um málefni knattspyrnumannsins Gylfa Þór Sigurðssonar. Njáll sagði mál Gylfa vera leiðindamál en benti á að íslenska ríkið gæti varla farið að skipta sér af dómstólum Bretlands með beinum hætti. „Það sem er leiðinlegt í þessu máli er aðallega þessi tímalengd. Hún er ótrúleg. Þetta eru orðnir fimmtán mánuðir,“ segir Njáll. „Auðvitað á viðkomandi aðili, sama hvernig þetta mál fer, rétt á því að tala fyrir sínum réttindum. Fá bætur eða annað ef illa hefur verið farið með viðkomandi í dómskerfinu.“ Umræðan um málefni Gylfa hefst á 8. mínútu myndbandsins hér fyrir neðan. Heimir benti á að ríkisstjórnir um allan heim hafi beitt sér fyrir eða hjálpað þegnum sínum sem hafa lent í fangelsi hér og þar um heiminn. Þá spurði hann hvort Njáll myndi taka málið upp innan utanríkismálanefndar. „Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar og sjá hvernig staðan er á þessu máli og hvað er hægt að gera. En mig grunar að þarna séum við með einn af okkar nánustu vinaþjóðum og þeir eru með sitt kerfi. Við förum ekki inn í það. En ég skal svo sannarlega reyna að fá betri upplýsingar um þetta í nefndinni og kannski ræða þetta þar. Fá upplýsingar hvernig er farið með þessi mál,“ segir Njáll. Hann bendir þó á að það verði sömu reglur að gilda um alla, sama hvort þeir séu þekktir eða ekki. Það sé punkturinn sem fólk þurfi að hafa í huga. Í gær var greint frá því hér á Vísi að fjölskylda Gylfa hafi sótt um að færa lögheimili hans frá Bretlandi til Íslands. Faðir Gylfa sagði að verið væri að brjóta á mannréttindum Gylfa en hann hefur verið í farbanni frá Bretlandi í um fimmtán mánuði. Gylfi er grunaður um kynferðisbrot gegn einstaklingi undir lögaldri. Engin ákæra hefur verið gefin út á þeim fimmtán mánuðum sem hafa liðið síðan Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester. Hann hefur þó sætt farbanni allan þann tíma. Gauti B. Eggertsson, prófessor í hagfræði við Brown-háskóla í Bandaríkjunum, ræddi mál Gylfa á Facebook í gær þar sem hann sagðist einnig telja að bresk yfirvöld væru að brjóta á mannréttindum knattspyrnukappans. „Það er algerlega furðulegt, og hreinræktað hneyksli, að bresk yfirvöld hafa haldið Gylfa nánast í stofufangelsi án þess að fram sé komin nein ákæra eða nokkur skapaður hlutur um þetta sakamál eftir eitt og hálft ár. Neita að tjá sig um málið! Ég get ekki betur séð en þetta sé brot á mannréttindum og almennum reglum sem gilda eiga í venjulegum réttarríkjum,“ skrifaði Gauti. Bretland Utanríkismál England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Bítið Alþingi Enski boltinn Tengdar fréttir Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans. 17. október 2022 14:15 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Njáll Trausti Friðbertsson ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann er á ráðstefnu Atlantshafsbandalagsins í Finnlandi. Ræddi hann um ráðstefnuna en Heimir Karlsson nýtti tækifærið og spurði Njál um málefni knattspyrnumannsins Gylfa Þór Sigurðssonar. Njáll sagði mál Gylfa vera leiðindamál en benti á að íslenska ríkið gæti varla farið að skipta sér af dómstólum Bretlands með beinum hætti. „Það sem er leiðinlegt í þessu máli er aðallega þessi tímalengd. Hún er ótrúleg. Þetta eru orðnir fimmtán mánuðir,“ segir Njáll. „Auðvitað á viðkomandi aðili, sama hvernig þetta mál fer, rétt á því að tala fyrir sínum réttindum. Fá bætur eða annað ef illa hefur verið farið með viðkomandi í dómskerfinu.“ Umræðan um málefni Gylfa hefst á 8. mínútu myndbandsins hér fyrir neðan. Heimir benti á að ríkisstjórnir um allan heim hafi beitt sér fyrir eða hjálpað þegnum sínum sem hafa lent í fangelsi hér og þar um heiminn. Þá spurði hann hvort Njáll myndi taka málið upp innan utanríkismálanefndar. „Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar og sjá hvernig staðan er á þessu máli og hvað er hægt að gera. En mig grunar að þarna séum við með einn af okkar nánustu vinaþjóðum og þeir eru með sitt kerfi. Við förum ekki inn í það. En ég skal svo sannarlega reyna að fá betri upplýsingar um þetta í nefndinni og kannski ræða þetta þar. Fá upplýsingar hvernig er farið með þessi mál,“ segir Njáll. Hann bendir þó á að það verði sömu reglur að gilda um alla, sama hvort þeir séu þekktir eða ekki. Það sé punkturinn sem fólk þurfi að hafa í huga. Í gær var greint frá því hér á Vísi að fjölskylda Gylfa hafi sótt um að færa lögheimili hans frá Bretlandi til Íslands. Faðir Gylfa sagði að verið væri að brjóta á mannréttindum Gylfa en hann hefur verið í farbanni frá Bretlandi í um fimmtán mánuði. Gylfi er grunaður um kynferðisbrot gegn einstaklingi undir lögaldri. Engin ákæra hefur verið gefin út á þeim fimmtán mánuðum sem hafa liðið síðan Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester. Hann hefur þó sætt farbanni allan þann tíma. Gauti B. Eggertsson, prófessor í hagfræði við Brown-háskóla í Bandaríkjunum, ræddi mál Gylfa á Facebook í gær þar sem hann sagðist einnig telja að bresk yfirvöld væru að brjóta á mannréttindum knattspyrnukappans. „Það er algerlega furðulegt, og hreinræktað hneyksli, að bresk yfirvöld hafa haldið Gylfa nánast í stofufangelsi án þess að fram sé komin nein ákæra eða nokkur skapaður hlutur um þetta sakamál eftir eitt og hálft ár. Neita að tjá sig um málið! Ég get ekki betur séð en þetta sé brot á mannréttindum og almennum reglum sem gilda eiga í venjulegum réttarríkjum,“ skrifaði Gauti.
Bretland Utanríkismál England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Bítið Alþingi Enski boltinn Tengdar fréttir Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans. 17. október 2022 14:15 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans. 17. október 2022 14:15