Dans

Fréttamynd

„Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“

„Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið
Fréttamynd

Vissi ekki hvort hún myndi lifa þetta af

Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var sextán ára gömul þegar hún flutti ein erlendis fyrir atvinnumennsku í samkvæmisdansi. Ári síðar var hún orðin Frakklandsmeistari í íþróttinni en nokkrum árum seinna lenti hún algjörlega á vegg eftir löng og ströng veikindi af átröskun. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið
Fréttamynd

Menningar­verð­mæti dans­listarinnar glatast jafnt og þétt

Dans er list augnabliksins. Ekkert kemur í stað þess að upplifa dansverk á þeim tíma og í því rúmi sem það er flutt. Eins og með önnur sviðslistaverk er það nærveran við listamanninn sem býr til galdurinn, hrífur okkur með og veitir okkur dýpri skilning á okkur sjálfum, sem er, vitaskuld, tilgangur listarinnar þegar upp er staðið.

Skoðun
Fréttamynd

Gleðihormón skýra góða mætingu í Zumba tíma

Íslendingar dilla sér í zumba sem aldrei fyrr og frábær mæting í hvern tímann á fætur öðrum hjá Dans og jóga, Hjartastöðinni. Kennararnir þar segja dans hafa sérstök áhrif á fólk, honum fylgi frelsistilfinning sem á sér mögulega líffræðilegar rætur.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Bera full­komið og list­rænt traust til hvor annarrar

„Ég held að ég hafi verið tveggja ára þegar ég mætti í fyrsta danstímann. Mamma var með dansskóla svo ég var með í öllum tímum sem hún kenndi,“ segir Snædís Lilja Ingadóttir. Hún er danshöfundur verksins Árstíðirnar ásamt Valgerði Rúnarsdóttur en Íslenski dansflokkurinn frumsýnir verkið næstkomandi laugardag og er tilhlökkunin í hópnum orðin mikil. 

Menning
Fréttamynd

Konan á bak við Iceguys dansana

Dansarinn og danshöfundurinn Stella Rósenkranz hefur komið víða að í skemmtanabransanum og unnið með fjölbreyttum hópi tónlistarfólks. Hún er kóreógrafer hjá strákasveitinni Iceguys og manneskjan á bak við vinsælu danssporin í laginu Krumla.

Lífið
Fréttamynd

Hug­myndin að þungarokksballett kviknaði við upp­vaskið

Selma Reynisdóttir, dansari og danshöfundur, var að vaska upp heima hjá sér á meðan hún hlustaði endurtekið á lagið Trooper með Iron Maiden. Í miðju stússinu tók hún eftir því að hún var farin að taka nokkur vel valin ballett spor í eldhúsinu sem smellpössuðu við ógleymalega bassalínu Steve Harris.

Menning
Fréttamynd

Dansa til styrktar konum á Gasa

Hinn margverðlaunaði dansari og danshöfundur Þyri Huld Árnadóttir ásamt hópi dansara stendur fyrir dansviðburðinum Hringrás x Gasa sem haldinn verður í Ásmundarsal klukkan 16:00 á morgun. 

Lífið
Fréttamynd

Upp­lifði mar­tröð leikarans

Dansarinn og leikstjórinn Unnur Elísabet Gunnarsdóttir upplifði martröð leikarans um helgina sem leið þegar hún þurfti að stíga á svið í aðalhlutverk söngleiksins Deleríum Búbónis.

Lífið
Fréttamynd

Vídeódansinn leggur Listagilið undir sig

Fjórða útgáfa dansmyndahátíðarinnar Boreal hefst á föstudaginn og stendur yfir í tæpar tvær vikur. Hátíðin leggur undir sig hið alræmda Listagil á Akureyri á þessu tímabili.

Lífið
Fréttamynd

Hundrað ára dansari í Reykja­nes­bæ

Þó hann sé orðinn hundrað ára gamall þá lætur hann það ekki stoppa sig við að dansa því það gerir hann með nokkrum hressum konum einu sinni í viku. Hér erum við að tala um Gunnar Jónsson, fyrrverandi sjómann í Reykjanesbæ.

Lífið
Fréttamynd

Níu ára strákur í Kópavogi ætlar að verða heimsfrægur söngvari

„Ég ætla að verða heimsfrægur söngvari og mjög góður dansari “, segir níu ára strákur í Kópavogi, sem vann söngvakeppni barnanna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Það er ekki nóg með að strákurinn sé góður að syngja því hann hefur fengið fimmtán bikara og þrjátíu verðlaunapeninga í keppnum í samkvæmisdansi.

Lífið
Fréttamynd

Kynntust á al­mennings­salerni

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir danshöfundur og leikstjóri frumsýnir í dag verkið Release eða Létti sem hún skrifaði sjálf ásamt listakonunni Sally Cowdin. Verkið sprettur frá þeirra eigin upplifun og segir frá konum sem kynnast á almenningssalerni.

Menning
Fréttamynd

Grímuverðlaunum dreift jafnt í kvöld

Grímuverðlaunin voru veitt í tuttugasta og fyrsta skiptið í kvöld. Óhætt er að segja að verðlaunum hafi verið dreift nokkuð jafnt milli tilnefndra sýninga í kvöld.

Menning
Fréttamynd

„Þetta er rosa mikil óvissa og ótrúlega leiðinlegt fyrir okkur“

„Dans er líka íþrótt,“ segja nemendur listdansskólans Plié sem mótmæltu og sýndu um leið listir sínar á Austurvelli í morgun. Greint var frá gjaldþroti dansskólans á mánudag en hann hefur verið starfræktur síðan 2014. Stjórnendur skólans segja framtíð listdansskóla á Íslandi í hættu fái þau ekki viðeigandi styrki frá hinu opinbera líkt og aðrar íþróttir og tómstundir. Nemendur skólans eru á leið á heimsmeistaramót eftir tæpan mánuð og segja óvissuna erfiða. 

Innlent
Fréttamynd

Tjölduðu á Arnar­hóli í rigningunni fyrir dans­gjörning

Hópur ungra kvenna sem í morgun voru búnar að slá upp tjaldi í rigningunni vakti athygli gangandi vegfaranda, ekki síst vegna óútileguvæns veðurs. Vissulega ræddi ekki um útilegu heldur undirbúning fyrir listgjörning á vegum Hins hússins sem stelpurnar flytja í miðbæ Reykjavíkur í sumar.

Lífið