Lífið

Dansa til styrktar konum á Gasa

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Vel valinn hóp dansara dansa spunaverk til styrktar kvenna á Gasa í Ásmundarsal á morgun klukkan 16:00 til 18:00
Vel valinn hóp dansara dansa spunaverk til styrktar kvenna á Gasa í Ásmundarsal á morgun klukkan 16:00 til 18:00 Saga SIg

Hinn margverðlaunaði dansari og danshöfundur Þyri Huld Árnadóttir ásamt hópi dansara stendur fyrir dansviðburðinum Hringrás x Gasa sem haldinn verður í Ásmundarsal klukkan 16:00 á morgun. 

„Viðburðurinn er unninn í samstarfi við vel valin hóp dansara út frá dansverkinu Hringrás, sem frumflutt var í febrúar á þessu ári. Verkið hlaut tilnefningu til fernra Grímuverðlauna og hreppti tvenn þeirra, danssýning ársins og dansari ársins,“ segir Þyri Huld. 

Saga Sig

Verkið er spunaverk, flutt af Þyri Huld Árnadóttur, Aðalheiði Halldórsdóttur, Berglindi Rafnsdóttur, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og Írisi Ásmundardóttur, þar sem þær dansa út frá eigin tilfinningum og líðan. Tónlist er í höndum Urðar Hákonardóttur.

Helga Lilja Magnúsdóttir hönnuður hjá Helicopter, hannaði bol út frá ljósmynd Sögu Sig sem verður til sölu á staðnum. Auk þess má finna QR -kóða á bolnum með lagi Urðar. 

Allur ágóði rennur til kvenna á Gasa-svæðinu en sam­kvæmt heil­brigðisráðuneyt­inu á Gasa hef­ur stríðið kostað meira en 18.700 manns lífið, aðallega kon­ur og börn.

Saga Sig
Saga Sig
Saga Sig

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna í færslu Þyri Huldar hér að neðan. 


Tengdar fréttir

Grímuverðlaunum dreift jafnt í kvöld

Grímuverðlaunin voru veitt í tuttugasta og fyrsta skiptið í kvöld. Óhætt er að segja að verðlaunum hafi verið dreift nokkuð jafnt milli tilnefndra sýninga í kvöld.

Glæsi­legir gestir á Grímunni

Prúðbúið sviðslistafólk fjölmennti í Borgarleikhúsið í gærkvöldi þar sem Grímuverðlaunahátíðin var haldin í ár.

Uppgötvaði líkamann sinn upp á nýtt

„Innblásturinn fyrir verkið er þessi magnaði líkami sem við eigum,“ segir dansarinn Þyri Huld Árnadóttir, sem frumsýnir verkið Hringrás næstkomandi föstudag. Er um að ræða dansverk til heiðurs kvenlíkamanum en verkið samtvinnar myndlist, tónlist og dans, sem mynda heildræna hringrás.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×