Konan á bak við Iceguys dansana Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. desember 2023 12:01 Stella Rósenkranz ræddi við blaðamann um danslífið. Sjana Photography / Kristjana Björg Þórarinsdóttir Dansarinn og danshöfundurinn Stella Rósenkranz hefur komið víða að í skemmtanabransanum og unnið með fjölbreyttum hópi tónlistarfólks. Hún er kóreógrafer hjá strákasveitinni Iceguys og manneskjan á bak við vinsælu danssporin í laginu Krumla. Lærði dans í Los Angeles „Ég byrja að dansa bara sem krakki. Síðan að ég var níu mánaða segir mamma. En ég lærði síðan dans í Los Angeles á unglingsárunum og fram yfir tvítugt. Þá hafði ég líka verið að læra hér heima áður, prófað alls konar dans og hoppað á milli dansskóla. Eins og break dans hjá Natöshu, samkvæmisdans í smá stund, listdans, ballett, jazz, afró og bara alls konar,“ segir Stella í samtali við blaðamann. Ferill hennar hefur verið fjölbreyttur og segist hún hafa gaman að ólíkum og krefjandi verkefnum. Hún kóreógrafaði meðal annars fyrir sjónvarpsþættina Latabæ og hefur unnið náið með tónlistarmönnum fyrir svið og tónlistarmyndbönd. Sömuleiðis hefur hún unnið að mörgum auglýsingum, sett upp söngleiki og farið á Eurovision með Svölu Björgvinsdóttur. Stella Rósenkranz er konan á bak við Iceguys dansana. Hér er hún baksviðs á tónleikunum með meðlimum Iceguys og Ásgeiri Orra lagahöfundi og pródúsent.Hlynur Hólm Aldrei verið jafn fljót að segja já Stella hefur alltaf verið mjög hrifin af strákasveitum (e. boyband) og var því ekki lengi að hugsa sig um þegar Jón Jónsson hringdi í hana í byrjun sumars til að viðra við hana hugmynd um samstarf við nýju sveitina Iceguys. „Ég hef aldrei verið jafn fljót að segja já. Ég dýrka boybands og alla umgjörðina í kringum það. Svo bara gerðist allt svolítið hratt. Ég fékk símtal frá Hannesi Halldórs leikstjóra og svo frá Hannesi framleiðanda hjá Atlavík og allt í einu vorum við komin á fullt. Ég vissi ekki að þetta yrði svona brjálæðislega stórt en það kom mér núll á óvart. Lögin urðu strax mega vinsæl og svo þættirnir líka.“ Stuttu eftir Þjóðhátíð fær Stella svo að heyra af væntanlegum stórtónleikum Iceguys. „Ég var komin með svo margar hugmyndir sem mig langaði að græja fyrir þá þannig að ég var mega til í þetta. Ég hef séð alla meðlimi sveitarinnar koma fram, vissi að þeir væru allir með groove og þá er allt hægt. Ég vissi að það myndi ekki vera neitt mál að kenna þeim dansrútínur. En svo komu þeir mér skemmtilega á óvart í gegnum ferlið. Ég var farin að kenna þeim miklu flóknari samsetningar á sporum en ég hélt að ég myndi gera og það var einhvern veginn orðið ekkert mál. Þannig að ég er alltaf að segja við þá að þeir séu bara orðnir pró dansarar. Og ég er bara núll að grínast. Þeir mættu á æfingar með 100% fókus og voru til í þetta. Það var alveg sama hvað ég gaf þeim, þeir bara masteruðu það. Aldrei neitt vesen, allt neglt í fyrstu tilraun.“ Stella með Rúrik, Jóni, Frikka og Aroni á sviði að fara yfir sporin.Sjana Photography / Kristjana Björg Þórarinsdóttir Leggur línurnar en það er ekkert fast Hún segir að samstarfið hafi einkennst af mikilli og góðri samvinnu. „Þeir komu með hugmyndir inn á milli og við kokkuðum þetta svolítið upp saman. Mér finnst það mikilvægast í svona ferli. Ég legg línurnar en það er ekkert fast. Við breytum og græjum og gerum eins og við þurfum í gegnum allt ferlið.“ Að sögn Stellu eiga Iceguys meðlimirnir það sameiginlegt að hafa dansinn í sér. „Þetta er bara í blóðinu hjá þeim öllum. Ég þurfti bara að stýra þessu í réttan farveg og það heppnaðist sannarlega vel á þessum mögnuðu tónleikum.“ Aðspurð hvort það sé til einhver skotheld formúla fyrir grípandi dansspor sem ná til fólksins á borð við Krumlu dansinn segir Stella: „Ég veit ekki hversu mörg myndbönd ég hef verið tögguð í á Instagram eða fengið send af fólki að dansa sporin við lagið Krumla. Fólk á öllum aldri, bæði börn og fullorðnir. Ég man þegar ég fékk svona vá móment og hugsaði þetta verður stórt. En til að svara spurningunni þá er engin sérstök formúla, annað hvort gerist þetta eða ekki. Myndbandið var mega grípandi og smitaði fólk bara svolítið strax af þessu dans æði. Það byrjar svo allt með laginu. Ásgeir Orri sem gerir alla tónlist með strákunum er náttúrulega snillingur í lagasmíðinni sem gerði þetta auðvelt fyrir mig. Það var svo mikið fyrir mig að vinna með í lögunum, texti, melódíur og allt það.“ Hún segir að það hafi verið ansi magnað að sjá áhorfendur taka sporin á tónleikunum. „Það var ekki alveg laust við tár í augunum í Krumlunni sem var lokalagið á tónleikunum, stemningin var svakaleg. Þetta var bara þannig móment, ég var mega stolt af því sem við erum búin að uppskera saman. Þetta var svo mikil og öflug teymisvinna sem skilaði sér allan daginn á tónleikunum.“ Allt byrjar í göngutúrnum Stella hefur alla tíð sótt mikinn innblástur í náttúruna í sinni listsköpun og segir hún það vera sitt eðli. „Ég þrífst best úti í náttúrunni og er mikil útivistartýpa. Þannig að ferlið byrjar allt í göngutúr hjá mér. Ég hlusta á lagið aftur og aftur og labba í Heiðmörk. Það er mín uppskrift. Svo er næsti göngutúr að labba með ekkert í eyrunum og byrja aðeins að hreyfa mig. Það er örugglega fullt af fólki sem hefur keyrt framhjá mér í gegnum tíðina og hugsað: Jæja, hvað er með þessa,“ segir Stella hlæjandi og bætir við: „Svo bara kemur þetta, eitt í einu. Ég stend aldrei fyrir framan spegil og bara jæja, núna sem ég dans. Það hefur aldrei hentað mér.“ Hún segir að verkefnið með Iceguys sé í miklu uppáhaldi verkefnunum sínum en auk þess er margt spennandi sem kemur upp í huga hennar. „Í fljótu bragði er það eflaust Wild Roses myndbandið sem ég gerði með hljómsveitinni Of Monsters And Men og reyndar nokkur myndbönd með þeim. Mér þykir hrikalega vænt um þau. Svo voru tónleikarnir með Palla í Höllinni ekki leiðinlegt verkefni, það má ekki gleymast.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndbandið Wild Roses: Nemendur nutu sín á sviðinu Stella hefur einnig rekið Dansstúdíó World Class í mörg ár og fær dansara sem hún hefur kennt lengi oft með sér í skemmtileg verkefni. „Uppáhalds stelpurnar mínar í Dansstúdíó World Class voru sem dæmi að dansa á tónleikunum með Iceguys. Þetta eru allt dansarar sem ég hef unnið mikið með í gegnum tíðina og kennt þeim lengi. Ég gerði opnunaratriði fyrir þær sem var algjör sprengja með rosalegri ljósasýningu og svo dönsuðu þær líka með strákunum í nokkrum lögum. Ég dýrka þær og dái og þær voru alveg trylltar á sviðinu.“ DWC stelpurnar á sviðinu.Sjana Photography / Kristjana Björg Þórarinsdóttir Það er margt framundan hjá Stellu sem er oftar en ekki með mörg járn í eldinum. „Ég er með gæluverkefni sem heitir Moods Of Dance og það er svona mín dagbók. Ég fæ svolítið útrás fyrir mínar persónulegu skapandi hugsanir þar. Það eru allt saman dans og concept myndbönd sem ég dansa sjálf í og stundum er fleiri dansarar með mér líka. Allt saman tekið upp úti í náttúrunni á stöðum sem eru í uppáhaldi hjá mér. Ég hef nú þegar skotið í Kerlingarfjöllum, á Sólheimajökli, í Reynisfjöru og Krýsuvík svo eitthvað sé nefnt.“ View this post on Instagram A post shared by Moods Of Dance (@moodsofdance) Stella gerir verkefnið í samvinnu við Hörð Ragnarsson tökumann en þau hafa unnið saman í morg ár. „Svo er búið að skipuleggja mörg verkefni þannig að ég fer af stað í það í janúar. Ég er meðal annars að leikstýra og kóreógrafa sýninguna Bestu lög barnanna sem Sylvíu og Árna Beinteini í Hörpunni 17. febrúar, þannig að það er margt framundan,“ segir hún brosandi að lokum. Dans Tónlist Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Lærði dans í Los Angeles „Ég byrja að dansa bara sem krakki. Síðan að ég var níu mánaða segir mamma. En ég lærði síðan dans í Los Angeles á unglingsárunum og fram yfir tvítugt. Þá hafði ég líka verið að læra hér heima áður, prófað alls konar dans og hoppað á milli dansskóla. Eins og break dans hjá Natöshu, samkvæmisdans í smá stund, listdans, ballett, jazz, afró og bara alls konar,“ segir Stella í samtali við blaðamann. Ferill hennar hefur verið fjölbreyttur og segist hún hafa gaman að ólíkum og krefjandi verkefnum. Hún kóreógrafaði meðal annars fyrir sjónvarpsþættina Latabæ og hefur unnið náið með tónlistarmönnum fyrir svið og tónlistarmyndbönd. Sömuleiðis hefur hún unnið að mörgum auglýsingum, sett upp söngleiki og farið á Eurovision með Svölu Björgvinsdóttur. Stella Rósenkranz er konan á bak við Iceguys dansana. Hér er hún baksviðs á tónleikunum með meðlimum Iceguys og Ásgeiri Orra lagahöfundi og pródúsent.Hlynur Hólm Aldrei verið jafn fljót að segja já Stella hefur alltaf verið mjög hrifin af strákasveitum (e. boyband) og var því ekki lengi að hugsa sig um þegar Jón Jónsson hringdi í hana í byrjun sumars til að viðra við hana hugmynd um samstarf við nýju sveitina Iceguys. „Ég hef aldrei verið jafn fljót að segja já. Ég dýrka boybands og alla umgjörðina í kringum það. Svo bara gerðist allt svolítið hratt. Ég fékk símtal frá Hannesi Halldórs leikstjóra og svo frá Hannesi framleiðanda hjá Atlavík og allt í einu vorum við komin á fullt. Ég vissi ekki að þetta yrði svona brjálæðislega stórt en það kom mér núll á óvart. Lögin urðu strax mega vinsæl og svo þættirnir líka.“ Stuttu eftir Þjóðhátíð fær Stella svo að heyra af væntanlegum stórtónleikum Iceguys. „Ég var komin með svo margar hugmyndir sem mig langaði að græja fyrir þá þannig að ég var mega til í þetta. Ég hef séð alla meðlimi sveitarinnar koma fram, vissi að þeir væru allir með groove og þá er allt hægt. Ég vissi að það myndi ekki vera neitt mál að kenna þeim dansrútínur. En svo komu þeir mér skemmtilega á óvart í gegnum ferlið. Ég var farin að kenna þeim miklu flóknari samsetningar á sporum en ég hélt að ég myndi gera og það var einhvern veginn orðið ekkert mál. Þannig að ég er alltaf að segja við þá að þeir séu bara orðnir pró dansarar. Og ég er bara núll að grínast. Þeir mættu á æfingar með 100% fókus og voru til í þetta. Það var alveg sama hvað ég gaf þeim, þeir bara masteruðu það. Aldrei neitt vesen, allt neglt í fyrstu tilraun.“ Stella með Rúrik, Jóni, Frikka og Aroni á sviði að fara yfir sporin.Sjana Photography / Kristjana Björg Þórarinsdóttir Leggur línurnar en það er ekkert fast Hún segir að samstarfið hafi einkennst af mikilli og góðri samvinnu. „Þeir komu með hugmyndir inn á milli og við kokkuðum þetta svolítið upp saman. Mér finnst það mikilvægast í svona ferli. Ég legg línurnar en það er ekkert fast. Við breytum og græjum og gerum eins og við þurfum í gegnum allt ferlið.“ Að sögn Stellu eiga Iceguys meðlimirnir það sameiginlegt að hafa dansinn í sér. „Þetta er bara í blóðinu hjá þeim öllum. Ég þurfti bara að stýra þessu í réttan farveg og það heppnaðist sannarlega vel á þessum mögnuðu tónleikum.“ Aðspurð hvort það sé til einhver skotheld formúla fyrir grípandi dansspor sem ná til fólksins á borð við Krumlu dansinn segir Stella: „Ég veit ekki hversu mörg myndbönd ég hef verið tögguð í á Instagram eða fengið send af fólki að dansa sporin við lagið Krumla. Fólk á öllum aldri, bæði börn og fullorðnir. Ég man þegar ég fékk svona vá móment og hugsaði þetta verður stórt. En til að svara spurningunni þá er engin sérstök formúla, annað hvort gerist þetta eða ekki. Myndbandið var mega grípandi og smitaði fólk bara svolítið strax af þessu dans æði. Það byrjar svo allt með laginu. Ásgeir Orri sem gerir alla tónlist með strákunum er náttúrulega snillingur í lagasmíðinni sem gerði þetta auðvelt fyrir mig. Það var svo mikið fyrir mig að vinna með í lögunum, texti, melódíur og allt það.“ Hún segir að það hafi verið ansi magnað að sjá áhorfendur taka sporin á tónleikunum. „Það var ekki alveg laust við tár í augunum í Krumlunni sem var lokalagið á tónleikunum, stemningin var svakaleg. Þetta var bara þannig móment, ég var mega stolt af því sem við erum búin að uppskera saman. Þetta var svo mikil og öflug teymisvinna sem skilaði sér allan daginn á tónleikunum.“ Allt byrjar í göngutúrnum Stella hefur alla tíð sótt mikinn innblástur í náttúruna í sinni listsköpun og segir hún það vera sitt eðli. „Ég þrífst best úti í náttúrunni og er mikil útivistartýpa. Þannig að ferlið byrjar allt í göngutúr hjá mér. Ég hlusta á lagið aftur og aftur og labba í Heiðmörk. Það er mín uppskrift. Svo er næsti göngutúr að labba með ekkert í eyrunum og byrja aðeins að hreyfa mig. Það er örugglega fullt af fólki sem hefur keyrt framhjá mér í gegnum tíðina og hugsað: Jæja, hvað er með þessa,“ segir Stella hlæjandi og bætir við: „Svo bara kemur þetta, eitt í einu. Ég stend aldrei fyrir framan spegil og bara jæja, núna sem ég dans. Það hefur aldrei hentað mér.“ Hún segir að verkefnið með Iceguys sé í miklu uppáhaldi verkefnunum sínum en auk þess er margt spennandi sem kemur upp í huga hennar. „Í fljótu bragði er það eflaust Wild Roses myndbandið sem ég gerði með hljómsveitinni Of Monsters And Men og reyndar nokkur myndbönd með þeim. Mér þykir hrikalega vænt um þau. Svo voru tónleikarnir með Palla í Höllinni ekki leiðinlegt verkefni, það má ekki gleymast.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndbandið Wild Roses: Nemendur nutu sín á sviðinu Stella hefur einnig rekið Dansstúdíó World Class í mörg ár og fær dansara sem hún hefur kennt lengi oft með sér í skemmtileg verkefni. „Uppáhalds stelpurnar mínar í Dansstúdíó World Class voru sem dæmi að dansa á tónleikunum með Iceguys. Þetta eru allt dansarar sem ég hef unnið mikið með í gegnum tíðina og kennt þeim lengi. Ég gerði opnunaratriði fyrir þær sem var algjör sprengja með rosalegri ljósasýningu og svo dönsuðu þær líka með strákunum í nokkrum lögum. Ég dýrka þær og dái og þær voru alveg trylltar á sviðinu.“ DWC stelpurnar á sviðinu.Sjana Photography / Kristjana Björg Þórarinsdóttir Það er margt framundan hjá Stellu sem er oftar en ekki með mörg járn í eldinum. „Ég er með gæluverkefni sem heitir Moods Of Dance og það er svona mín dagbók. Ég fæ svolítið útrás fyrir mínar persónulegu skapandi hugsanir þar. Það eru allt saman dans og concept myndbönd sem ég dansa sjálf í og stundum er fleiri dansarar með mér líka. Allt saman tekið upp úti í náttúrunni á stöðum sem eru í uppáhaldi hjá mér. Ég hef nú þegar skotið í Kerlingarfjöllum, á Sólheimajökli, í Reynisfjöru og Krýsuvík svo eitthvað sé nefnt.“ View this post on Instagram A post shared by Moods Of Dance (@moodsofdance) Stella gerir verkefnið í samvinnu við Hörð Ragnarsson tökumann en þau hafa unnið saman í morg ár. „Svo er búið að skipuleggja mörg verkefni þannig að ég fer af stað í það í janúar. Ég er meðal annars að leikstýra og kóreógrafa sýninguna Bestu lög barnanna sem Sylvíu og Árna Beinteini í Hörpunni 17. febrúar, þannig að það er margt framundan,“ segir hún brosandi að lokum.
Dans Tónlist Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira