Lífið

Suður-afrísk og ís­lensk menning koma saman í fal­legu mynd­skeiði á TikTok

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Myndskeiðið sýnir Mandy Jane og íslenskan unnusta hennar, Eirik Firry Sigurðsson á „lobola deginum“,þar sem athöfnin fer fram að hefðbundnum suður-afrískum sið. 
Myndskeiðið sýnir Mandy Jane og íslenskan unnusta hennar, Eirik Firry Sigurðsson á „lobola deginum“,þar sem athöfnin fer fram að hefðbundnum suður-afrískum sið.  Samsett/TikTok

Meðfylgjandi myndskeið hefur slegið í gegn á Tiktok. Þar má sjá par af blönduðum uppruna, frá Suður-Afríku og Íslandi, heiðra hina svokölluðu suður- afrísku lobola hefð á fallegan hátt.

Fyrir þá sem ekki þekkja til er lobola aldagömul suður-afrísk brúðkaupshefð sem gengur út á brúðguminn gefur verðandi tengdafjölskyldu sinni táknræna gjöf, yfirleitt í formi reiðufjár eða þá búpenings.

Mandy Jane Sebola, sem gengur undir notandanafninu being_mandyjane á TikTok, deildi myndskeiðinu á dögunum. Vefmiðilinn Briefly greinir frá því að myndskeiðið hafi fangað hugi og hjörtu netverja.

Fram kemur að parið hafi kynnst á stefnumótaforritinu Tinder og „að myndskeiðið sé vitnisburður um kraft ástarinnar, þvert á landfræðilegan og menningarlegan mun.“

Myndskeiðið sýnir Mandy Jane og íslenskan unnusta hennar, Eirik Firry Sigurðsson á „lobola deginum“,þar sem athöfnin fer fram að hefðbundnum suður-afrískum sið. Brúðhjónin verðandi eru bæði klædd í litríkan „sepedi“ klæðnað að hætti Suður-Afríku-búa og við athöfnina eru bæði suður-afrísk og íslensk menning höfð í heiðri.

Þá kemur fram í grein Briefly að myndskeiðið heiðri skuldbindingu parsins við hvort annað og sé tákn um sameiningu.

„Ég veit ekki af hverju ég er að gráta. Ástin er falleg og á sér engin takmörk“ ritar einn netverji undir færsluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×