Hundrað ára dansari í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2023 20:38 Gunnar Jónsson, 100 ára dansari með Eygló Alexandersdóttur, danskennara sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó hann sé orðinn hundrað ára gamall þá lætur hann það ekki stoppa sig við að dansa því það gerir hann með nokkrum hressum konum einu sinni í viku. Hér erum við að tala um Gunnar Jónsson, fyrrverandi sjómann í Reykjanesbæ. Gunnar sem býr á Hrafnistu á Nesvöllum mætir alltaf í danstíma hjá Eygló Alexandersdóttur og konunum, sem eru í tíma með honum einu sinni í viku. Hann starfaði lengst af sem sjómaður en hann er fæddur 7. maí 1923 í Austurey í Laugardal í Árnessýslu. Hópurinn mætir í klukkutíma á viku í danstíma þar sem allskonar dansar eru dansaðar. Gunnar fer þar fremstur í flokki innan um konurnar sínar, eins og hann segir sjálfur. Hann er eini karlinn, sem þorir að mæta í danstímana og leiðist það ekki að vera innan um allar konurnar. „Jú, jú, þetta er mjög skemmtilegt. Ég hef aldrei verið í eins skemmtilegum dansi. Það er frábært að geta dansað svona því það er svo góð hreyfing í þessu,” segir Gunnar. Gunnar lítur svo vel út og er svo flottur á dansgólfinu að það verður að spyrja hann hvort það sé örugglega rétt að hann sé orðinn 100 ára ? „Ég rengi það ekki, mér er sagt það,” segir hann og skellihlær. Og danskennarinn er að rifna úr stolti af hafa Gunnar í dansinum. „Þetta er hress karl, góður karl, mjög góður og hress og hann er mjög taktviss. Hann heldur uppi heiðri karlmanna hérna á Suðurnesjum með því að vera eini karlmaðurinn í danshópnum,” segir Eygló Alexandersdóttir, danskennari. Það er alltaf mikið fjör í danstímum hjá hópnum á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og dansfélagar Gunnars eru mjög stoltar af honum. „Gunnar er yndislegur, ljúfur og góður. Við erum allar skotnar í honum og ánægðar með hann,” segir Guðrún Greipsdóttir. „Hann er alveg frábær, ótrúlega ern og duglegur og svo er hann eini karlinn hér á svæðinu, sem leggur í okkur,” segir Brynja Sigfúsdóttir hlægjandi. En er hann 100 ára, er hann ekki að skrökva því? „Ég gæti alveg trúað því að hann væri að skrökva þessu því hann er svo flottur. Nei, nei, hann er hundrað þessi maður, svona unglingur,” segir Sigríður Tryggvína Óskarsdóttir. Gunnar er að standa sig frábærlega í danstímunum verandi 100 ára með öllum konunum sínum eins og hann kallar þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Eldri borgarar Dans Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Gunnar sem býr á Hrafnistu á Nesvöllum mætir alltaf í danstíma hjá Eygló Alexandersdóttur og konunum, sem eru í tíma með honum einu sinni í viku. Hann starfaði lengst af sem sjómaður en hann er fæddur 7. maí 1923 í Austurey í Laugardal í Árnessýslu. Hópurinn mætir í klukkutíma á viku í danstíma þar sem allskonar dansar eru dansaðar. Gunnar fer þar fremstur í flokki innan um konurnar sínar, eins og hann segir sjálfur. Hann er eini karlinn, sem þorir að mæta í danstímana og leiðist það ekki að vera innan um allar konurnar. „Jú, jú, þetta er mjög skemmtilegt. Ég hef aldrei verið í eins skemmtilegum dansi. Það er frábært að geta dansað svona því það er svo góð hreyfing í þessu,” segir Gunnar. Gunnar lítur svo vel út og er svo flottur á dansgólfinu að það verður að spyrja hann hvort það sé örugglega rétt að hann sé orðinn 100 ára ? „Ég rengi það ekki, mér er sagt það,” segir hann og skellihlær. Og danskennarinn er að rifna úr stolti af hafa Gunnar í dansinum. „Þetta er hress karl, góður karl, mjög góður og hress og hann er mjög taktviss. Hann heldur uppi heiðri karlmanna hérna á Suðurnesjum með því að vera eini karlmaðurinn í danshópnum,” segir Eygló Alexandersdóttir, danskennari. Það er alltaf mikið fjör í danstímum hjá hópnum á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og dansfélagar Gunnars eru mjög stoltar af honum. „Gunnar er yndislegur, ljúfur og góður. Við erum allar skotnar í honum og ánægðar með hann,” segir Guðrún Greipsdóttir. „Hann er alveg frábær, ótrúlega ern og duglegur og svo er hann eini karlinn hér á svæðinu, sem leggur í okkur,” segir Brynja Sigfúsdóttir hlægjandi. En er hann 100 ára, er hann ekki að skrökva því? „Ég gæti alveg trúað því að hann væri að skrökva þessu því hann er svo flottur. Nei, nei, hann er hundrað þessi maður, svona unglingur,” segir Sigríður Tryggvína Óskarsdóttir. Gunnar er að standa sig frábærlega í danstímunum verandi 100 ára með öllum konunum sínum eins og hann kallar þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Eldri borgarar Dans Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira