Reykjavík Breyta fyrirkomulagi sundlauga á rauðum dögum Opnunartími sundlauga borgarinnar verður lengdur á hátíðisdögum samkvæmt tillögu sem samþykkt var í dag í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Breytingin tekur gildi frá og með páskum á þessu ári. Innlent 23.2.2024 13:04 Tveir milljarðar í leiðtogafundinn Heildarkostnaður stjórnvalda vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík í maí á síðasta ári nam alls tveimur milljörðum króna samkvæmt uppgjöri utanríkisráðuneytisins og upplýsingum frá ríkislögreglustjóra og innviðaráðuneyti. Innlent 23.2.2024 10:37 Unglingum vísað af veitingastað og maður með vesen á slysadeild Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tvívegis kölluð til í gærkvöldi og nótt vegna einstaklinga sem voru til vandræða. Þá bárust einnig tilkynningar um líkamsárás og innbrot og þjófnað í heimahús. Innlent 22.2.2024 08:05 Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. Innlent 21.2.2024 22:09 Sigurður Ágúst kjörinn formaður Félags eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson var í dag kosinn formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á aðalfundi félagsins með rúmlega 60 prósent atkvæða. Meint hallarbylting sem fjallað var um í dag raungerðist. Innlent 21.2.2024 20:31 Einkunnir, launamál og heilsufarsupplýsingar undir í árásinni á HR Upplýsingar um einkunnir, agamál, launamál og fleiri viðkvæmar persónuupplýsingar voru á drifum Háskóla Reykjavíkur sem gögnum var stolið af í upphafi þessa mánaðar. Innlent 21.2.2024 19:35 Missti aldrei stjórn á aðstæðum í baðstofunni Björn Leifsson, eigandi World Class, segir ekki rétt að hann hafi ekki ráðið við aðstæður sem upp komu í baðstofu Lauga Spa á laugardaginn. Greint var frá því á Vísi á mánudag að lögreglan hefði haft afskipti af góðkunningjum lögreglunnar í baðstofunni. Sérsveitarmenn hefðu mætt á svæðið. Innlent 21.2.2024 14:49 Leika listir sínar við Viðey Hnúfubakar hafa leikið listir sínar örskammt frá landi í Reykjavík undanfarna daga. Þeir virðast njóta athygli vegfarenda í botn. Innlent 21.2.2024 13:57 Ekki tilbúin að sleppa taki af Kolaportinu Unnið er að því að finna nýja staðsetningu fyrir starfsemi Kolaportsins. Listaháskólinn flytur brátt í núverandi húsnæði þess en borgin er ekki tilbúin að sleppa taki af eina markaðstorgi miðbæjarins. Innlent 21.2.2024 06:01 Draumur marxista um fría lóð endanlega úti Hæstiréttur hefur hafnað beiðni DíaMat – félags um díalektíska efnishyggju um áfrýjunarleyfi í máli félagsins á hendur Reykjavíkurborg. Félagið höfðaði málið eftir að borgin neitaði að úthluta félaginu ókeypis lóð fyrir starfsemi þess. Innlent 20.2.2024 23:08 Þjóðlendan Örfirisey Nýlega hafa komið fram kröfulýsingar íslenska ríkisins um þjóðlendur í eyjar og sker við Ísland. Mikilvægt er að hafa í huga að kröfurnar eru settar fram af fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins. Skoðun 20.2.2024 15:00 Huggulegustu hommar landsins selja miðbæjarperlu Pétur Björgvin Sveinsson markaðssérfræðingur og Helgi Ómarsson, ljósmyndari og áhrifavaldaur, hafa sett sjarmerandi íbúð í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 59,9 milljónir. Lífið 20.2.2024 14:08 Innbrot, þjófnaðir og vesen í bílastæðahúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú innbrot og þjófnað á heimili í Hafnarfirði, auk þess sem einstaklingur var handtekinn í nótt þegar hann braust inn á vinnusvæði í Kópavogi. Innlent 20.2.2024 06:20 Herjaði á Krónuna og fékk fimm mánuði Karlmaður hefur verið dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda þjófnaðarbrota. Hann virðist hafa haft dálæti á Krónunni þar sem hann stal vörum fyrir ríflega 300 þúsund krónur. Innlent 19.2.2024 20:55 Íbúafundur Grindvíkinga í Laugardalshöll Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag og mun standa yfir frá klukkan fimm til klukkan sjö í kvöld. Innlent 19.2.2024 16:44 Við þurfum á Reykjavíkurflugvelli að halda Hvort sem okkur líkar betur eða verr er staðreyndin sú að eldgosatímabil er hafið á Reykjanesskaga, tímabil sem talið er að geti staðið í upp undir 400 ár. Þessi breytta sviðsmynd neyðir okkur til þess að breyta fyrri plönum og taka nýjar ákvarðanir. Skoðun 19.2.2024 16:30 Góðkunningjum lögreglu vísað úr baðstofunni Óskað var eftir aðstoð lögreglu á laugardagsmorgun vegna sex einstaklinga karlmanna í baðstofunni í World Class í Laugum sem ónáðuðu aðra gesti. Félagarnir Björn Leifsson og Jóhannes Felixson, Jói Fel, brguðust við vandanum. Innlent 19.2.2024 15:35 Nammigrísir í áfalli yfir verðinu Verð á hinu vinsæla sælgæti Nóa kroppi er tæplega þrjú þúsund krónur fyrir kílóið í verslunum Nettó. Allt ætlaði um koll að keyra í umræðuhópi þegar einn neytandinn taldi ranglega að verðið væri komið yfir fimm þúsund krónur kílóið. Neytendur 19.2.2024 13:24 Ók á gangstéttum og stígum á flótta undan lögreglu Lögregla hóf eftirför þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum í nótt og náði bifreiðin mest 150 kílómetra hraða á klukkustund. Bifreiðinni var ekið á gangstéttum og stígum á fimmta tímanum í nótt í tilraun til að komast undan lögreglu. Innlent 18.2.2024 08:02 Hætt komin hönnunarperla „Þá hefi ég lent í höfuðborginni. Margt hefur breyst síðan ég kom hingað fyrir fjórum árum. Straumlínulaga og nýtískuleg funkis-hús setja nú svip sinn á bæjarlífið. Mér finnst eitthvað stórborgar menningarlegt við að sjá hve stundvísi bæjarbúa hefir aukist“ skrifaði vestfirðingur í dagbók sína árið 1936 undir teikningu af framtíðarspá hans fyrir Reykjavík. Skoðun 18.2.2024 07:00 Reyndi að bíta fólk og flýja undan lögreglu Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Höfð voru afskipti af fjölda ökumanna sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna og á fimmta tímanum í morgun var tilkynnt um mann sem er sagður hafa reynt að bíta fólk í miðborginni. Reyndi hann að hlaupa undan lögreglu en var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Innlent 17.2.2024 07:53 Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. Innlent 16.2.2024 23:01 Fara líklega ekki inn fyrr en eftir helgi Enn er talið of hættulegt að fara inn á smurstöð N1 í Fellsmúla, sem brann í gær, og því ómögulegt að segja til um upptök eldsins. Lögregla stefnir á að fara inn í húsið og skoða aðstæður eftir helgi. Fyrirtækjaeigendur í húsinu segja mikið áfall að fylgjast með eldinum gleypa hluta hússins í gær. Innlent 16.2.2024 21:30 Leita að húsnæði fyrir starfsemi Kolaportsins Reykjavíkurborg leitar nú að nýju húsnæði fyrir almenningsmarkað í miðborg Reykjavíkur. Starfsemin hefur verið rekin undir heitinu Kolaportið í 25 ár, lengst af í jarðhæð Tollhússins eða tuttugu ár. Innlent 16.2.2024 16:42 Skýringar eiginkonunnar dugðu ekki í Landsrétti Landsréttur hefur staðfest skilorðsbundna dóma yfir feðgum fyrir umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Ári eftir að feðgarnir voru handteknir komu þeir á fót sjávarafurðafyrirtæki sem flytur út fisktegundir frá Íslandi um allan heim og veltir milljörðum króna. Eiginkona föðurins sem sýknuð var í héraðsdómi af peningaþvætti var sakfelld í Landsrétti. Innlent 16.2.2024 15:52 Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði. Innlent 16.2.2024 11:39 Báðir særðir eftir hnífstunguárás Karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa framið hnífstunguárás í Fossvogi í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús ásamt þeim sem hann réðst á en áverkar þeirra voru óverulegir. Innlent 16.2.2024 11:15 Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. Innlent 16.2.2024 10:56 Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. Innlent 16.2.2024 10:49 Stúdentar telja afnám skólagjalda ekki henta HR Formaður Stúdentafélags HR telur að breytingar sem háskólaráðherra boðaði fyrr í vikunni henti skólanum líklegast ekki. Hann óttast að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. Innlent 16.2.2024 10:37 « ‹ 58 59 60 61 62 63 64 65 66 … 334 ›
Breyta fyrirkomulagi sundlauga á rauðum dögum Opnunartími sundlauga borgarinnar verður lengdur á hátíðisdögum samkvæmt tillögu sem samþykkt var í dag í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Breytingin tekur gildi frá og með páskum á þessu ári. Innlent 23.2.2024 13:04
Tveir milljarðar í leiðtogafundinn Heildarkostnaður stjórnvalda vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík í maí á síðasta ári nam alls tveimur milljörðum króna samkvæmt uppgjöri utanríkisráðuneytisins og upplýsingum frá ríkislögreglustjóra og innviðaráðuneyti. Innlent 23.2.2024 10:37
Unglingum vísað af veitingastað og maður með vesen á slysadeild Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tvívegis kölluð til í gærkvöldi og nótt vegna einstaklinga sem voru til vandræða. Þá bárust einnig tilkynningar um líkamsárás og innbrot og þjófnað í heimahús. Innlent 22.2.2024 08:05
Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. Innlent 21.2.2024 22:09
Sigurður Ágúst kjörinn formaður Félags eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson var í dag kosinn formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á aðalfundi félagsins með rúmlega 60 prósent atkvæða. Meint hallarbylting sem fjallað var um í dag raungerðist. Innlent 21.2.2024 20:31
Einkunnir, launamál og heilsufarsupplýsingar undir í árásinni á HR Upplýsingar um einkunnir, agamál, launamál og fleiri viðkvæmar persónuupplýsingar voru á drifum Háskóla Reykjavíkur sem gögnum var stolið af í upphafi þessa mánaðar. Innlent 21.2.2024 19:35
Missti aldrei stjórn á aðstæðum í baðstofunni Björn Leifsson, eigandi World Class, segir ekki rétt að hann hafi ekki ráðið við aðstæður sem upp komu í baðstofu Lauga Spa á laugardaginn. Greint var frá því á Vísi á mánudag að lögreglan hefði haft afskipti af góðkunningjum lögreglunnar í baðstofunni. Sérsveitarmenn hefðu mætt á svæðið. Innlent 21.2.2024 14:49
Leika listir sínar við Viðey Hnúfubakar hafa leikið listir sínar örskammt frá landi í Reykjavík undanfarna daga. Þeir virðast njóta athygli vegfarenda í botn. Innlent 21.2.2024 13:57
Ekki tilbúin að sleppa taki af Kolaportinu Unnið er að því að finna nýja staðsetningu fyrir starfsemi Kolaportsins. Listaháskólinn flytur brátt í núverandi húsnæði þess en borgin er ekki tilbúin að sleppa taki af eina markaðstorgi miðbæjarins. Innlent 21.2.2024 06:01
Draumur marxista um fría lóð endanlega úti Hæstiréttur hefur hafnað beiðni DíaMat – félags um díalektíska efnishyggju um áfrýjunarleyfi í máli félagsins á hendur Reykjavíkurborg. Félagið höfðaði málið eftir að borgin neitaði að úthluta félaginu ókeypis lóð fyrir starfsemi þess. Innlent 20.2.2024 23:08
Þjóðlendan Örfirisey Nýlega hafa komið fram kröfulýsingar íslenska ríkisins um þjóðlendur í eyjar og sker við Ísland. Mikilvægt er að hafa í huga að kröfurnar eru settar fram af fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins. Skoðun 20.2.2024 15:00
Huggulegustu hommar landsins selja miðbæjarperlu Pétur Björgvin Sveinsson markaðssérfræðingur og Helgi Ómarsson, ljósmyndari og áhrifavaldaur, hafa sett sjarmerandi íbúð í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 59,9 milljónir. Lífið 20.2.2024 14:08
Innbrot, þjófnaðir og vesen í bílastæðahúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú innbrot og þjófnað á heimili í Hafnarfirði, auk þess sem einstaklingur var handtekinn í nótt þegar hann braust inn á vinnusvæði í Kópavogi. Innlent 20.2.2024 06:20
Herjaði á Krónuna og fékk fimm mánuði Karlmaður hefur verið dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda þjófnaðarbrota. Hann virðist hafa haft dálæti á Krónunni þar sem hann stal vörum fyrir ríflega 300 þúsund krónur. Innlent 19.2.2024 20:55
Íbúafundur Grindvíkinga í Laugardalshöll Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag og mun standa yfir frá klukkan fimm til klukkan sjö í kvöld. Innlent 19.2.2024 16:44
Við þurfum á Reykjavíkurflugvelli að halda Hvort sem okkur líkar betur eða verr er staðreyndin sú að eldgosatímabil er hafið á Reykjanesskaga, tímabil sem talið er að geti staðið í upp undir 400 ár. Þessi breytta sviðsmynd neyðir okkur til þess að breyta fyrri plönum og taka nýjar ákvarðanir. Skoðun 19.2.2024 16:30
Góðkunningjum lögreglu vísað úr baðstofunni Óskað var eftir aðstoð lögreglu á laugardagsmorgun vegna sex einstaklinga karlmanna í baðstofunni í World Class í Laugum sem ónáðuðu aðra gesti. Félagarnir Björn Leifsson og Jóhannes Felixson, Jói Fel, brguðust við vandanum. Innlent 19.2.2024 15:35
Nammigrísir í áfalli yfir verðinu Verð á hinu vinsæla sælgæti Nóa kroppi er tæplega þrjú þúsund krónur fyrir kílóið í verslunum Nettó. Allt ætlaði um koll að keyra í umræðuhópi þegar einn neytandinn taldi ranglega að verðið væri komið yfir fimm þúsund krónur kílóið. Neytendur 19.2.2024 13:24
Ók á gangstéttum og stígum á flótta undan lögreglu Lögregla hóf eftirför þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum í nótt og náði bifreiðin mest 150 kílómetra hraða á klukkustund. Bifreiðinni var ekið á gangstéttum og stígum á fimmta tímanum í nótt í tilraun til að komast undan lögreglu. Innlent 18.2.2024 08:02
Hætt komin hönnunarperla „Þá hefi ég lent í höfuðborginni. Margt hefur breyst síðan ég kom hingað fyrir fjórum árum. Straumlínulaga og nýtískuleg funkis-hús setja nú svip sinn á bæjarlífið. Mér finnst eitthvað stórborgar menningarlegt við að sjá hve stundvísi bæjarbúa hefir aukist“ skrifaði vestfirðingur í dagbók sína árið 1936 undir teikningu af framtíðarspá hans fyrir Reykjavík. Skoðun 18.2.2024 07:00
Reyndi að bíta fólk og flýja undan lögreglu Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Höfð voru afskipti af fjölda ökumanna sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna og á fimmta tímanum í morgun var tilkynnt um mann sem er sagður hafa reynt að bíta fólk í miðborginni. Reyndi hann að hlaupa undan lögreglu en var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Innlent 17.2.2024 07:53
Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. Innlent 16.2.2024 23:01
Fara líklega ekki inn fyrr en eftir helgi Enn er talið of hættulegt að fara inn á smurstöð N1 í Fellsmúla, sem brann í gær, og því ómögulegt að segja til um upptök eldsins. Lögregla stefnir á að fara inn í húsið og skoða aðstæður eftir helgi. Fyrirtækjaeigendur í húsinu segja mikið áfall að fylgjast með eldinum gleypa hluta hússins í gær. Innlent 16.2.2024 21:30
Leita að húsnæði fyrir starfsemi Kolaportsins Reykjavíkurborg leitar nú að nýju húsnæði fyrir almenningsmarkað í miðborg Reykjavíkur. Starfsemin hefur verið rekin undir heitinu Kolaportið í 25 ár, lengst af í jarðhæð Tollhússins eða tuttugu ár. Innlent 16.2.2024 16:42
Skýringar eiginkonunnar dugðu ekki í Landsrétti Landsréttur hefur staðfest skilorðsbundna dóma yfir feðgum fyrir umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Ári eftir að feðgarnir voru handteknir komu þeir á fót sjávarafurðafyrirtæki sem flytur út fisktegundir frá Íslandi um allan heim og veltir milljörðum króna. Eiginkona föðurins sem sýknuð var í héraðsdómi af peningaþvætti var sakfelld í Landsrétti. Innlent 16.2.2024 15:52
Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði. Innlent 16.2.2024 11:39
Báðir særðir eftir hnífstunguárás Karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa framið hnífstunguárás í Fossvogi í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús ásamt þeim sem hann réðst á en áverkar þeirra voru óverulegir. Innlent 16.2.2024 11:15
Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. Innlent 16.2.2024 10:56
Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. Innlent 16.2.2024 10:49
Stúdentar telja afnám skólagjalda ekki henta HR Formaður Stúdentafélags HR telur að breytingar sem háskólaráðherra boðaði fyrr í vikunni henti skólanum líklegast ekki. Hann óttast að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. Innlent 16.2.2024 10:37
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent