Innlent

Lög­regla sendi fólk aftur inn úr blíðunni

Margrét Björk Jónsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa
Lögregla rak gesti Kaffibrennslunnar af útisvæðinu þar sem í ljós kom að tilskilin leyfi voru ekki til staðar.
Lögregla rak gesti Kaffibrennslunnar af útisvæðinu þar sem í ljós kom að tilskilin leyfi voru ekki til staðar. Aðsend

Gesti á Kaffibrennslunni í miðbænum var vísað inn af útisvæði staðarins eftir að í ljós kom að tilskilin leyfi til veitinga utandyra voru ekki til staðar. Lögreglumenn fóru á nokkra veitingastaði og bari niðri í bæ til að athuga hvort þeir væru með leyfi til veitingareksturs utandyra.

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Meðal staða sem fengu heimsókn frá lögregluþjónum voru Hús Máls og menningar, Kaffibrennslan og Lebowski. 

Á meðal kaffihúsa þar sem leyfi til þess að bjóða upp á mat og drykk utandyra var ekki til staðar er Kaffibrennslan á Laugarvegi. Þar var gestur að njóta veðurblíðunnar sem þurfti frá að hverfa eða færa sig inn í kjölfar heimsókn lögreglunnar. 

Í Húsi máls og menningar er boðið upp á að drekka kaffibollann utandyra. Lögregla kannaði í dag hvort tilskilin leyfi væru til staðar.Aðsend

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa í dag eftir kuldatíð undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×