Innlent

Borgar­stjóri á hvolfi hátt yfir Reykja­vík

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Einar Þorsteinsson borgarstjóri á flugi yfir borginni í dag. Óhætt er að segja að hann hafi skemmt sér vel.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri á flugi yfir borginni í dag. Óhætt er að segja að hann hafi skemmt sér vel. Snorri Bergvin Jónsson

Fjölmenni lagði leið sína á Reykjavíkurflugvöll í dag þar sem efnt var til íburðarmikillar flugsýningar. Gestir gátu virt fyrir sér tugi flugvéla á flugvellinum sjálfum í miklu návígi.

Til sýnis voru farþegaþotur, einkaþotur, eldri flugvélar, þyrlur frá Landhelgisgæslunni og Norðurflugi, að ógleymdum stærsta dróna landsins. 

Loks léku flugmenn að sjálfsögðu listir sínar á himni. Einn þeirra, Snorri Bjarnvin Jónsson, flaug Einari Þorsteinssyni borgarstjóra af miklu listfengi yfir borginni í gamalli, tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, við mikla kátínu Einars eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan. 

Myndefnið innan úr flugvélinni, þar sem borgarstjóri sést kútveltast um í háloftunum, er tekið á gopro-myndavél Snorra Bjarnvins flugmanns, sem hann fékk fréttastofu til afnota.


Tengdar fréttir

Borgarstjórinn tekinn í listflug á flugsýningu

Borgarstjórinn í Reykjavík, Einar Þorsteinsson, fer í listflug á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þetta verður meðal sýningaratriða á flugsýningu Flugmálafélags Íslands, sem stendur yfir milli klukkan 13 og 16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×