Innlent

Gosmóða yfir höfuð­borgar­svæðinu í dag

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

„Það rennur hraun smá til suðurs, en ekki mikið, en mesta hraunið rennur áfram í norðvestur meðfram Sýlingarfelli.“

Nú fari gosmóða frá eldgosinu yfir höfuðborgarsvæðið og hluta Suðurlands. Þegar þessi frétt er skrifuð má sjá áhrif hennar á tveimur stöðum á vefnum loftgæði.is, en í Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og við Vatnsendan í Kópavogi mælast loftgæði sæmileg. Fyrr í morgun mátti það sama segja um Vellina í Hafnarfirði.

„Það er gosmóða yfir okkur núna,“ segir Bjarki. „Þetta eru 300 til 400 míkrógrömm á rúmmetra núna. Það er hægt að búast við þessu áfram í dag á höfuðborgarsvæðinu og eitthvað á Suðurlandi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×