Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Það voru miklar tilfinningar í gær í Smárabíó þegar fyrstu tveir þættirnir af heimildaþáttaröðinni Grindavík voru forsýndir. Fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 Sport sunnudaginn 29. desember en þættirnir eru eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór. Lífið 17.12.2024 10:44
Krefjast þess að faðir þeirra verði úrskurðaður látinn Börn Lúðvíks Péturssonar, sem féll í sprungu í Grindavík fyrir rétt tæpu ári, hafa krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að ákveðið verði með dómi að faðir þeirra sé talinn látinn. Innlent 16.12.2024 12:58
Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. Innlent 15.12.2024 12:01
Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ „Íþróttir skipta okkur ótrúlegu máli. Þetta er eitthvað sem við sækjum okkar identity í og við erum mjög stolt af því að vera íþróttabær,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir aðstoðarþjálfari kvennaliðs Grindavíkur í fyrstu stiklunni úr heimildarþáttunum Grindavík eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór. Lífið 5. desember 2024 09:48
Mögulegt að dregið hafi úr óróa Stöðug virkni var í eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni í nótt. Mögulega hefur gosórói farið lækkandi síðustu sólarhringa. Innlent 5. desember 2024 06:40
Hraunflæði áfram mest til austurs Lítil sem engin breyting hefur verið á gosinu á Sundhnúkagígsröðinni í nótt. Hraunflæði er áfram mest til austur og suðausturs og er framrás á jaðrinum hæg. Innlent 3. desember 2024 07:43
Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Á meðan landsmenn gengu til Alþingiskosninga mallaði eldgosið á Reykjanesskaga áfram. Lítil breyting hefur orðið á hegðun gossins samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu. Innlent 2. desember 2024 07:04
Næststærsta gosið hingað til Eldgosið sem nú stendur yfir er næststærsta eldgosið hingað til á Sundhnúksgígaröðinni. Gasmengun mælist óholl á gönguleiðum við gosstöðvarnar. Gosið heldur áfram með stöðugri virkni og hraunflæðið frá virka gígnum er nú mest til suðausturs að Fagradalsfjalli. Innlent 29. nóvember 2024 15:41
Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Stöðug virkni er í eldgosinu á Reykjanesi. Samkvæmt spá verður áframhaldandi gasmengun í Grindavík seinnipartinn í dag. Innlent 29. nóvember 2024 12:17
Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni var mjög stöðug í nótt en hraun rennur nú nær eingöngu til austurs og norðausturs; að og meðfram Fagradalsfjalli. Innlent 28. nóvember 2024 06:22
Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Gasmengunar gæti orðið vart á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna eldgossins á Sundhnúkagígsröðinni, samkvæmt gasdreifingarspá Veðurstofunnar. Innlent 27. nóvember 2024 15:26
Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Alls hafa 914 umsóknir um kaup á húsnæði í Grindavík verið samþykktar hjá fasteignafélaginu Þórkötlu. Afhending hefur farið fram í 822 tilvikum. Þá hefur fasteignafélaginu borist 17 umsóknir um svokallaða hollvinasamninga vegna eigna sem þau hafa keypt í Grindavík. Í október á þessu ári þáðu 571 einstaklingur frá Grindavík leigustuðning en þeim hefur fækkað um nærri helming frá því í febrúar þegar 901 þáði slíkan stuðning. Innlent 27. nóvember 2024 11:47
Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands, eða NTÍ, sem felur í sér heimild stofnunarinnar til þess að hækka iðgjöld tímabundið um fimmtíu prósent. Þessi heimild mun verða nýtt frá og með komandi nýársdegi. Innlent 27. nóvember 2024 11:42
Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Hraun frá eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni rennur nú til austurs og ógnar ekki innviðum. Fáar vísbendingar eru um hvort landris sé hafið á ný eða ekki. Innlent 27. nóvember 2024 11:26
Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Nóttin var tíðindalítil á gosstöðvunum, samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. Innlent 27. nóvember 2024 06:24
Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi „Það heldur áfram að malla. Okkur sýnist það streyma að langmestu leyti til austurs í átt að Fagradalsfjalli og þá ógnar það ekki Svartsengi.“ Innlent 26. nóvember 2024 23:32
Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Virkni á gosstöðvunum hefur verið frekar stöðug síðan í gær samkvæmt nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar kemur einnig fram að gosórói hafi haldist jafn síðan í gær, í takti við stöðuga gosvirkni í gígnum í nótt. Innlent 26. nóvember 2024 15:54
Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Virkni á gosstöðvunum var mjög stöðug í nótt en er nú eingöngu bundin við nyrsta gíginn eftir að slökknaði í syðsta gígnum í gær. Þetta segir í tilkynningu náttúruvárvaktar Veðurstofu Íslands sem barst í morgun. Innlent 26. nóvember 2024 06:10
Gasmengun helsta hættan í Grindavík Virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni hefur ekki minnkað jafn hratt og í fyrri gosum og er hraunflæðið á við kröftugustu gosin í Fagradalsfjalli. Aðgengi að Grindavík var aukið á ný í dag. Innlent 25. nóvember 2024 19:50
Enn talsverður kraftur í eldgosinu Frá því um kvöldmatarleytið í gær dró enn frekar úr gosóróa og sýnilegri virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Virknin náði aftur stöðugleika eftir miðnætti. Enn er talsverður kraftur í gosinu og hefur virknin ekki minnkað jafn hratt og í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Innlent 25. nóvember 2024 16:00
Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. Innlent 25. nóvember 2024 13:03
Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri, segir hraunkælinguna ganga vel við varnargarðana í Svartsengi. Það sé nægt vatn til eins og stendur. Tvær af fjórum dælum eru í gangi. Innlent 25. nóvember 2024 11:10
Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Dregið hefur hægt og lítillega úr gosóróa og sýnilegri virkni á Sundhnúksgígaröðinni frá því um kvöldmatarleytið í gær en gosið náði aftur stöðugleika um klukkan tvö í nótt. Innlent 25. nóvember 2024 06:42
Engar ruslatunnur í Grindavík Verulega dró úr virkni í eldgosinu við Sundhnúksgíga í nótt. Unnið er hörðum höndum að hraunkælingu í Svartsengi, svo auðveldara sé að hækka varnargarða. Þá er Grindavík að verða að ruslatunnulausum bæ. Innlent 24. nóvember 2024 19:33