Áfengi og tóbak

Fréttamynd

ÁTVR setur bindindisfólk út í kuldann

Vínbúðin hefur hætt sölu á óáfengu víni og hyggst ekki bjóða upp á neina áfengislausa kosti í náinni framtíð. Aðstoðarforstjóri ÁTVR segir það ekki hlutverk þess að vera í samkeppni við matvöruverslanir um sölu á þessum tegundum drykkja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á bleiku skýi

Talið er að fyrstu rósavínin eigi rætur að rekja til sjöttu aldar fyrir Krist þegar Föníkumenn sigldu frá Grikklandi til Marseille í Frakklandi og hófu víngerð. Var afurðinni lýst sem ljósum að lit og má telja líklegt að um hafi verið að ræða þrúgur með þunnu hýði sem að jafnaði gefur af sér ljósari lit. 

Frítíminn
Fréttamynd

Lækkun af­sláttar í frí­höfn liður í að­gerðum gegn þenslu

Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni.

Innlent
Fréttamynd

„Hélt að líf mitt væri búið þegar ég hætti að drekka“

Þær Bryndís Morrison og María Kaldalón eiga það sameiginlegt að hafa hætt að drekka og hafa þær báðar komist að því að lífið var þá ekki búið, þvert á það sem þær héldu að myndi gerast. Saman halda þær úti hlaðvarpinu Taka tvö og er það um edrúmennskuna.

Lífið
Fréttamynd

Al­þingi verði að koma á­fengis­lög­gjöf til nú­tímans

Í formála ársskýrslu ÁTVR skrifar forstjóri ríkisfyrirtækisins, Ívar Arndal, að ef vefverslun einkaaðila með áfengi verði leyfð á Íslandi, sé smásala innanlands í raun gefin frjáls. Dómsmálaráðherra telur nauðsynlegt að stigin verði skref í átt að frjálsari sölu áfengis.

Innlent
Fréttamynd

Samkeppnin ógnar sumum!

Horfur eru á að samkeppni aukist enn á þeim markaði sem Nýja vínbúðin starfar, líkt og í nýlegri umfjöllun Viðskiptablaðsins er bent á að komi fram sem sérstakur áhættuþáttur í útboðslýsingu fyrir væntanlegt útboð Ölgerðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Þrisvar sneri ég við í tröppunum

Í fyrsta skiptið komst ég upp hálfar tröppurnar en sneri þá við. Líka í annað skiptið. „Nei andskotinn, ég get þetta ekki,“ hugsaði ég með mér, með hjartað í buxunum.

Skoðun
Fréttamynd

Sama hvað þú kýst

Þann áttunda maí í fyrra hóf fyrsta frjálsa netverslun landsins með áfengi starfsemi sína og hafa neytendur notið ávinnings af hagstæðara vöruverði síðan þá. Netverslunin færir íslenskum neytendum milliliðalaus viðskipti með vín og bjór á heildsölustigi. Þannig fá neytendur gjarnan fjórðu bjórkippuna frítt í frelsinu en helsið hyglar tjah…einhverjum öðrum.

Skoðun
Fréttamynd

Burt með rafrettur og munntóbak

Öllum sem láta sig forvarnir einhverju skipta hlýtur að svíða það andvaraleysi sem ríkir meðal stjórnvalda vegna sívaxandi notkunar á rafrettum (weip) eða munntóbaki meðal íslenskra ungmenna. Líklega væri rétt að tala um þetta sem faraldur og þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu ungmenna í framtíðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Átta létust eftir landa­drykkju

Átta létust í írönsku borginni Bandar Abbas eftir að hafa drukkið heimabruggað áfengi. Minnst 51 til viðbótar gekkst undir læknishendur vegna áfengiseitrunar og sautján þeirra liggja á gjörgæslu. 

Erlent