„Hélt að líf mitt væri búið þegar ég hætti að drekka“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. maí 2022 10:30 Bryndís fór í meðferð en María hætti sjálf að drekka aðeins 19 ára. Þær Bryndís Morrison og María Kaldalón eiga það sameiginlegt að hafa hætt að drekka og hafa þær báðar komist að því að lífið var þá ekki búið, þvert á það sem þær héldu að myndi gerast. Saman halda þær úti hlaðvarpinu Taka tvö og er það um edrúmennskuna. „Þetta var bara þannig að ég var farin að drekka allar helgar og virka daga líka og var komin á rosalega vondan stað en þarna er ég aðeins 21 árs. Ég var farin að drekka ein og farin að fara á frekar skuggalega staði. Það var í raun ekkert eftir en að fara á Vog og játa mig sigraða,“ segir Bryndís sem náði botninum þegar hún var stödd í teiti og þar tók einn ungur drengur of stóran skammt. Hún var sjálf lögð í einelti þegar hún var yngri og segist hafa réttlætt drykkjuna með sjálfsvorkunn. „En ég fór bara að taka ábyrgð á áföllunum mínum og fór í áfallameðferð, svo flutti ég í mína eigin íbúð og tók ábyrgð á fjármálunum mínum og er í skóla í dag og í framkvæmdarstjórn SÁÁ. Ég er að gera hluti sem mig dreymdi um að gera af því að ég tók ábyrgð á sjúkdóminum mínum,“ segir Bryndís. Alltaf að brjóta loforðin Saga Maríu er ólík. Hún fór aldrei í meðferð, hætti sjálf en upplifun þeirra af fíkninni er þó svipuð. „Ég byrja frekar ung að drekka og það verður fljótlega lausn á mínu andlega ástandi. Ég finn að ef mér líður einhvern veginn þá get ég slökkt á því með því að drekka. Mér líður betur í eigin skinni þegar ég er undir áhrifum og það verður nýja normið mjög hratt. Þessi sjúkdómur þróast mjög hratt hjá mér og ég er að verða nítján ára gömul þegar ég ákveð að verða edrú og þá var ég búin að drekka í nokkur ár,“ segir María sem varð ekki fyrir áföllum áður en hún fór að drekka en þau komu aftur á móti í drykkjunni þó hún vilji ekki fara nánar út í það. „Ég var alltaf að lofa sjálfri mér að drekka ekki á morgun eða fá mér bara einn í kvöld og var alltaf að brjóta þessi loforð. Þetta fór rosalega hratt að eyða niður sjálfsmyndinni og fór að valda mjög mikilli vanlíðan. Ég hélt að líf mitt væri búið þegar ég hætti að drekka, en ég gerði það samt svo mikil var þörfin,“ segir María. „Ég upplifði það þannig að allir dagar yrði bara mánudagar og soðin ýsa. Ég kæmist aldrei aftur á Þjóðhátíð og kæmist aldrei aftur að skemmta mér á B5 og ég yrði aldrei aftur í tísku, það var svona mín upplifun. Að enginn myndi vilja tala við mig aftur út af því að áfengið var tekið í burtu og þá yrði ég ekki skemmtileg aftur,“ segir Bryndís og heldur áfram. „Allt í einu átti ég alltaf pening og alveg út mánuðinn. Ég fór að eyða meiri tíma með litla bróðir mínum og samskiptin við foreldra mína fóru að lagast og svona litlir hlutir í kringum mig fóru að raðast frekar fallega. Maður leit alltaf betur út og húðin var fallegri og ég bara hugsaði, ó þetta er allt í lagi,“ segir Bryndís en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fleiri fréttir Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Sjá meira
„Þetta var bara þannig að ég var farin að drekka allar helgar og virka daga líka og var komin á rosalega vondan stað en þarna er ég aðeins 21 árs. Ég var farin að drekka ein og farin að fara á frekar skuggalega staði. Það var í raun ekkert eftir en að fara á Vog og játa mig sigraða,“ segir Bryndís sem náði botninum þegar hún var stödd í teiti og þar tók einn ungur drengur of stóran skammt. Hún var sjálf lögð í einelti þegar hún var yngri og segist hafa réttlætt drykkjuna með sjálfsvorkunn. „En ég fór bara að taka ábyrgð á áföllunum mínum og fór í áfallameðferð, svo flutti ég í mína eigin íbúð og tók ábyrgð á fjármálunum mínum og er í skóla í dag og í framkvæmdarstjórn SÁÁ. Ég er að gera hluti sem mig dreymdi um að gera af því að ég tók ábyrgð á sjúkdóminum mínum,“ segir Bryndís. Alltaf að brjóta loforðin Saga Maríu er ólík. Hún fór aldrei í meðferð, hætti sjálf en upplifun þeirra af fíkninni er þó svipuð. „Ég byrja frekar ung að drekka og það verður fljótlega lausn á mínu andlega ástandi. Ég finn að ef mér líður einhvern veginn þá get ég slökkt á því með því að drekka. Mér líður betur í eigin skinni þegar ég er undir áhrifum og það verður nýja normið mjög hratt. Þessi sjúkdómur þróast mjög hratt hjá mér og ég er að verða nítján ára gömul þegar ég ákveð að verða edrú og þá var ég búin að drekka í nokkur ár,“ segir María sem varð ekki fyrir áföllum áður en hún fór að drekka en þau komu aftur á móti í drykkjunni þó hún vilji ekki fara nánar út í það. „Ég var alltaf að lofa sjálfri mér að drekka ekki á morgun eða fá mér bara einn í kvöld og var alltaf að brjóta þessi loforð. Þetta fór rosalega hratt að eyða niður sjálfsmyndinni og fór að valda mjög mikilli vanlíðan. Ég hélt að líf mitt væri búið þegar ég hætti að drekka, en ég gerði það samt svo mikil var þörfin,“ segir María. „Ég upplifði það þannig að allir dagar yrði bara mánudagar og soðin ýsa. Ég kæmist aldrei aftur á Þjóðhátíð og kæmist aldrei aftur að skemmta mér á B5 og ég yrði aldrei aftur í tísku, það var svona mín upplifun. Að enginn myndi vilja tala við mig aftur út af því að áfengið var tekið í burtu og þá yrði ég ekki skemmtileg aftur,“ segir Bryndís og heldur áfram. „Allt í einu átti ég alltaf pening og alveg út mánuðinn. Ég fór að eyða meiri tíma með litla bróðir mínum og samskiptin við foreldra mína fóru að lagast og svona litlir hlutir í kringum mig fóru að raðast frekar fallega. Maður leit alltaf betur út og húðin var fallegri og ég bara hugsaði, ó þetta er allt í lagi,“ segir Bryndís en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fleiri fréttir Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Sjá meira