Burt með rafrettur og munntóbak Lárus Guðmundsson skrifar 5. maí 2022 16:31 Öllum sem láta sig forvarnir einhverju skipta hlýtur að svíða það andvaraleysi sem ríkir meðal stjórnvalda vegna sívaxandi notkunar á rafrettum (weip) eða munntóbaki meðal íslenskra ungmenna. Líklega væri rétt að tala um þetta sem faraldur og þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu ungmenna í framtíðinni. Mér eru forvarnarmál sérlega hugleikin eftir áralangt starf innan íþróttahreyfingarinnar og meðal barna og ungmenna í Garðabæ. Sýn mín á lífið sem afi hefur einnig áhrif. Staðreyndin er sú að stöðugt steðja nýjar hættur að ungu fólki, hvort sem það eru fíkniefni, rafrettur (weip) eða munntóbaksnotkun. Fyrir áratug stóð ég að samstarfi við Landlæknisembættið um átakið: „Fyrirmyndir nota ekki munntóbak.“ Þar voru fyrirmyndir þess tíma, í íþróttum og tónlist, notaðar í auglýsingar og veggspjöld með ungum börnum og minnt á að fyrirmyndir nota ekki munntóbak. Það gera börnin sem fyrir þeim er haft. Afreksfólk í íþróttum verður að gangast við ábyrgð sinni sem mikilvægar fyrirmyndir. Þetta var mikilvægt átak en nú finnst mér aftur síga á verri hliðina. Við erum stöðugt minnt á það í fréttum að notkun refretta og munntóbaks er að aukast og kallar stundum á sjúkrahúsinnlagnir. Að ekki sé talað um hve hættulegir þessi munntóbakspúðar eru litlum börnum þegar þeir eru skyldir eftir á glámbekk. Það er mikilvægt að bæjaryfirvöld í Garðabæ látið rafrettur og munntóbaksnotkun ekki líðast á skóla- og íþróttasvæðum bæjarins. Slíkt er óásættanlegt enda veit enginn í dag hver eru langtímaáhrif af slíkri notkun. Rafrettur eru fremur ný vara á markaði og skortir langtímarannsóknir sem varpa ljósi á möguleg áhrif notkunar þeirra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lagt áherslu á að ríki setji sömu reglur um rafrettunotkun og gilda um tóbaksreykingar þar til sýnt hefur verið fram á skaðleysi varanna. Ábyrgt fólk hlýtur því að spyrja um forvarnir. Þetta er ekki holl iðja fyrir æsku landsins og sem fyrr verða fyrirmyndir unga fólksins að ganga fram fyrir skjöldu. Höfundur er oddviti Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Rafrettur Áfengi og tóbak Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Öllum sem láta sig forvarnir einhverju skipta hlýtur að svíða það andvaraleysi sem ríkir meðal stjórnvalda vegna sívaxandi notkunar á rafrettum (weip) eða munntóbaki meðal íslenskra ungmenna. Líklega væri rétt að tala um þetta sem faraldur og þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu ungmenna í framtíðinni. Mér eru forvarnarmál sérlega hugleikin eftir áralangt starf innan íþróttahreyfingarinnar og meðal barna og ungmenna í Garðabæ. Sýn mín á lífið sem afi hefur einnig áhrif. Staðreyndin er sú að stöðugt steðja nýjar hættur að ungu fólki, hvort sem það eru fíkniefni, rafrettur (weip) eða munntóbaksnotkun. Fyrir áratug stóð ég að samstarfi við Landlæknisembættið um átakið: „Fyrirmyndir nota ekki munntóbak.“ Þar voru fyrirmyndir þess tíma, í íþróttum og tónlist, notaðar í auglýsingar og veggspjöld með ungum börnum og minnt á að fyrirmyndir nota ekki munntóbak. Það gera börnin sem fyrir þeim er haft. Afreksfólk í íþróttum verður að gangast við ábyrgð sinni sem mikilvægar fyrirmyndir. Þetta var mikilvægt átak en nú finnst mér aftur síga á verri hliðina. Við erum stöðugt minnt á það í fréttum að notkun refretta og munntóbaks er að aukast og kallar stundum á sjúkrahúsinnlagnir. Að ekki sé talað um hve hættulegir þessi munntóbakspúðar eru litlum börnum þegar þeir eru skyldir eftir á glámbekk. Það er mikilvægt að bæjaryfirvöld í Garðabæ látið rafrettur og munntóbaksnotkun ekki líðast á skóla- og íþróttasvæðum bæjarins. Slíkt er óásættanlegt enda veit enginn í dag hver eru langtímaáhrif af slíkri notkun. Rafrettur eru fremur ný vara á markaði og skortir langtímarannsóknir sem varpa ljósi á möguleg áhrif notkunar þeirra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lagt áherslu á að ríki setji sömu reglur um rafrettunotkun og gilda um tóbaksreykingar þar til sýnt hefur verið fram á skaðleysi varanna. Ábyrgt fólk hlýtur því að spyrja um forvarnir. Þetta er ekki holl iðja fyrir æsku landsins og sem fyrr verða fyrirmyndir unga fólksins að ganga fram fyrir skjöldu. Höfundur er oddviti Miðflokksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun