„Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Jón Ísak Ragnarsson og Heimir Már Pétursson skrifa 21. desember 2024 15:26 Bjarni Benediktsson fór á sinn síðasta ríkisráðsfund sem forsætisráðherra á Bessastöðum klukkan 15 í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fráfarandi forsætisráðherra, segir að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi komið honum á óvart. „[Þetta er] mjög þunn súpa, lítið í henni. Maður spyr sig, hvað varð um öll stóru málin?“ „Hvað varð um allar yfirlýsingarnar um að það væri ekki hægt að ná jöfnuði í ríkisfjármálunum án þess að fara í, hvað kölluðu þau það, vannýttir tekjustofnar, nú þyrfti að fara í skatta, það er allt fuðrað upp í loft,“ segir Bjarni. Framlög til heilbrigðismála hafi átt að fylgja vísitölu, einhverju hlutfalli af landsframleiðslunni, en hann sjái ekkert um það í sáttmálanum. Ríkisstjórnin þurfi að hafa stefnu um Evrópusambandið „Svo er það að fara í evrópuleiðangurinn og segja opinberlega að flokkarnir ætli ekki að vera sammála um þau mál, heldur bara framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu um þau mál, eins og það sé stóra baráttumálið, en ekki það að stjórnmálaflokkar verði að hafa stefnu um það hvar Ísland á heima í samskiptum við Evrópusambandið.“ Þá segir Bjarni að það verði mikil tækifæri fyrir stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn sem leggi upp með þessi stefnumál. „Ég meina við erum að horfa hér upp á gríðarlega stór útgjaldamál,“ segir Bjarni. Grundvallarbreyting á almannatryggingakerfinu Bjarni segir að þær breytingar sem boðaðar eru á almannatryggingum séu grundvallarbreytingar. „Ef að bætur almannatrygginga eiga að elta launavísitölu, og þar með launaskrið í landinu, það er gríðarlega mikil kerfisbreyting sem mun kosta ríkisstjóð mjög háar fjárhæðir.“ Sömuleiðis muni hækkun almannafrítekjumarksins kosta ríkissjóð gríðarlegar fjárhæðir. En eru þessi loforð framkvæmanleg? „Ekki samkvæmt orðum þeirra sjálfra sem fara fyrir stjórninni, þá er útilokað að þetta geti gengið upp í ríkisfjármálalegu samhengi.“ Bjarni vill engu spá um það hvort ríkisstjórnin endist kjörtímabilið. Það komi honum hins vegar á óvart, miðað við það sem flokkarnir hafa sagt í stjórnarandstöðu, að öll þau stefnumál sem þau töluðu fyrir séu nú horfin. Inga Sæland hafi fengið talsvert út úr viðræðunum Eftir sitji einstaka stefnumál sem náðu í gegn. „Mér sýnist að Inga Sæland fái talsvert út úr þessu, þótt hún hafi þurft að gefa eftir skatta- og skerðingalausu bæturnar, sem var auðvitað algjörlega óraunhæft stefnumál.“ Nú þurfi líklega að hækka veiðiheimildir vegna strandveiða um 50 prósent nú þegar 48 strandveiðidögum hefur verið lofað strax næsta sumar. „Og hvaðan á það að koma, þegar þær ólympísku veiðar byrja á sumrin að nýju? Það er mikið óráð að fara út í það.“ Meltir sína stöðu yfir hátíðirnar Bjarni segist ekki hafa tekið ákvörðun um framtíð sína innan flokksins og í stjórnmálum. „Ég er nú búinn að tjá mig svo oft um þetta, ég fór af fullum krafti í kosningabaráttuna, nú er maður bara að melta þessa niðurstöðu, maður sér nýja ríkisstjórn í fæðingu, nú ætla ég að halda jólin með fjölskyldunni, og svo koma inn í nýtt ár og horfa til framtíðar og spyrja mig hvað ég held að sé skynsamlegt að gera í því öllu saman, bæði fyrir mig persónulega, og ekki síður fyrir flokkinn minn,“ segir hann. Nú hafi flokkurinn mikil sóknarfæri, auðvelt verði að veita mörgum málum aðhald. „En við ætlum líka að vera í samtali við þjóðina um það sem mestu máli skiptir við þær aðstæður sem eru uppi í samfélaginu. Þetta þarf ég að melta yfir hátíðirnar og kannski ræða þegar nýtt ár hefst,“ segir Bjarni. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
„Hvað varð um allar yfirlýsingarnar um að það væri ekki hægt að ná jöfnuði í ríkisfjármálunum án þess að fara í, hvað kölluðu þau það, vannýttir tekjustofnar, nú þyrfti að fara í skatta, það er allt fuðrað upp í loft,“ segir Bjarni. Framlög til heilbrigðismála hafi átt að fylgja vísitölu, einhverju hlutfalli af landsframleiðslunni, en hann sjái ekkert um það í sáttmálanum. Ríkisstjórnin þurfi að hafa stefnu um Evrópusambandið „Svo er það að fara í evrópuleiðangurinn og segja opinberlega að flokkarnir ætli ekki að vera sammála um þau mál, heldur bara framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu um þau mál, eins og það sé stóra baráttumálið, en ekki það að stjórnmálaflokkar verði að hafa stefnu um það hvar Ísland á heima í samskiptum við Evrópusambandið.“ Þá segir Bjarni að það verði mikil tækifæri fyrir stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn sem leggi upp með þessi stefnumál. „Ég meina við erum að horfa hér upp á gríðarlega stór útgjaldamál,“ segir Bjarni. Grundvallarbreyting á almannatryggingakerfinu Bjarni segir að þær breytingar sem boðaðar eru á almannatryggingum séu grundvallarbreytingar. „Ef að bætur almannatrygginga eiga að elta launavísitölu, og þar með launaskrið í landinu, það er gríðarlega mikil kerfisbreyting sem mun kosta ríkisstjóð mjög háar fjárhæðir.“ Sömuleiðis muni hækkun almannafrítekjumarksins kosta ríkissjóð gríðarlegar fjárhæðir. En eru þessi loforð framkvæmanleg? „Ekki samkvæmt orðum þeirra sjálfra sem fara fyrir stjórninni, þá er útilokað að þetta geti gengið upp í ríkisfjármálalegu samhengi.“ Bjarni vill engu spá um það hvort ríkisstjórnin endist kjörtímabilið. Það komi honum hins vegar á óvart, miðað við það sem flokkarnir hafa sagt í stjórnarandstöðu, að öll þau stefnumál sem þau töluðu fyrir séu nú horfin. Inga Sæland hafi fengið talsvert út úr viðræðunum Eftir sitji einstaka stefnumál sem náðu í gegn. „Mér sýnist að Inga Sæland fái talsvert út úr þessu, þótt hún hafi þurft að gefa eftir skatta- og skerðingalausu bæturnar, sem var auðvitað algjörlega óraunhæft stefnumál.“ Nú þurfi líklega að hækka veiðiheimildir vegna strandveiða um 50 prósent nú þegar 48 strandveiðidögum hefur verið lofað strax næsta sumar. „Og hvaðan á það að koma, þegar þær ólympísku veiðar byrja á sumrin að nýju? Það er mikið óráð að fara út í það.“ Meltir sína stöðu yfir hátíðirnar Bjarni segist ekki hafa tekið ákvörðun um framtíð sína innan flokksins og í stjórnmálum. „Ég er nú búinn að tjá mig svo oft um þetta, ég fór af fullum krafti í kosningabaráttuna, nú er maður bara að melta þessa niðurstöðu, maður sér nýja ríkisstjórn í fæðingu, nú ætla ég að halda jólin með fjölskyldunni, og svo koma inn í nýtt ár og horfa til framtíðar og spyrja mig hvað ég held að sé skynsamlegt að gera í því öllu saman, bæði fyrir mig persónulega, og ekki síður fyrir flokkinn minn,“ segir hann. Nú hafi flokkurinn mikil sóknarfæri, auðvelt verði að veita mörgum málum aðhald. „En við ætlum líka að vera í samtali við þjóðina um það sem mestu máli skiptir við þær aðstæður sem eru uppi í samfélaginu. Þetta þarf ég að melta yfir hátíðirnar og kannski ræða þegar nýtt ár hefst,“ segir Bjarni.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira