Samráð olíufélaga Biður fólk um traust Þórólfur Árnason borgarstjóri berst fyrir pólitískri framtíð sinni vegna aðildar hans að verðsamráði olíufélaganna. Þórólfur bað um frest til að útskýra sína hlið á málinu. Maðurinn sem Guðmundur Hörður Guðmundsson og Árni Snævarr, blaðamenn Fréttablaðsins, hittu að máli er maður í baráttuhug. Innlent 13.10.2005 14:56 Forstjórarnir sæti ábyrgð Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að 99 prósent almennings telja að forstjórar olíufélaganna eigi að svara til saka fyrir þátt sinn í verðsamráðum. Innlent 13.10.2005 14:56 Borgarstjóri gerðist brotlegur Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, sagði í viðtali í Íslandi í dag í gærkvöld að Þórólfur Árnason borgarstjóri hefði gerst brotlegur við lög þegar hann tók þátt í olíufélagssamráðinu, en hann eigi sér málsbætur. Innlent 13.10.2005 14:55 Forstjórarnir enn í felum Forstjórar olíufélaganna eru í felum. Þeir neita enn að ræða við fjölmiðla um skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðsamráð félaganna. Hver einasti fjölmiðill á landsvísu er án efa á höttunum eftir viðtali við þá Geir Magnússon, Kristin Björnsson, og Einar Benediktsson. Innlent 13.10.2005 14:55 Jóhanna vill afsögn Þórólfs Þáttur Þórólfs Árnasonar í olíusamráðinu er óverjandi að mati Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í dag að honum væri ekki sætt í embætti borgarstjóra. Innlent 13.10.2005 14:55 Bönnuð fyrirtækjastjórnun Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill athuga hvort að stjórnendum fyrirtækja, sem gerast sekir um samráð, verði bannað að koma að fyrirtækjastjórnun. Umræða utan dagskrár um samráð olíufélaganna var að ljúka á Alþingi. Innlent 13.10.2005 14:55 Enn óvissa um Þórólf Stuðningur við Þórólf Árnason borgarstjóra verður mældur að lokinni yfirreið hans í fjölmiðlum þar sem hann reynir að skýra sín mál. Framtíð hans í borgarstjórastólnum ræðst að hluta af þeirri niðurstöðu. Innlent 13.10.2005 14:55 Forstjórarnir njóta enn trausts Forstjórar olíufélaganna virðast enn njóta trausts í viðskiptalífinu, ef miðað er við þau störf sem þeir gegna þar, og gildir áfellisdómur Samkeppnisstofnunar einu. Innlent 13.10.2005 14:55 Fögur fyrirheit olíufélaganna Skeljungur leggur áherslu á heiðarleika og sanngirni í viðskiptum og félagið styður frjálsa samkeppni og leitast við að stunda sanngjarna og siðlega samkeppni innan samkeppnislaga. Og félagið kemur ekki í veg fyrir að aðrir geti stundað frjálsa samkeppni. Þetta kemur fram í viðskiptareglum fyrirtækisins. Essó leggur líka áherslu á gott viðskiptasiðferði. Innlent 13.10.2005 14:55 Kostaði kúabændur 190 milljónir Kúabændur telja sig hafa greitt liðlega 190 milljónir króna umfram eðlilegar greiðslur vegna samáðs olíufélaganna á tæplega níu ára tímabili sem samráðið stóð. Innlent 13.10.2005 14:55 Alþingi fjalli um samráðið Lúðvík Bergvinsson alþingismaður telur afar brýnt að Alþingi taki olíusamráðið til umfjöllunar og athugi hvort að endurskoða þurfi samkeppnislög. Þá segir hann samkeppnisyfirvöld ekki hafa fengið það fjármagn sem til þarf. Innlent 13.10.2005 14:55 Bara bensín - skilar litlu Lítið sem ekkert hefur dregið úr smásölu á bensínstöðvum Esso, Olís og Skeljungs þrátt fyrir hvatningu til fólks um að kaupa ekki annað en bensín á stöðvunum og láta aðrar vörur vera. Slík hvatning hefur gengið manna á milli í tölvupósti síðustu daga og farið víða. Er hún viðbrögð við samráði olíufélaganna. Innlent 13.10.2005 14:55 Arftaka Þórólfs leitað Ósennilegt er talið að frammistaða Þórólfs Árnasonar borgarstjóra í sjónvarpsþáttum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins í gærkvöld komi í veg fyrir að hann missi starfið. Á átakafundi borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans og Þórólfs í fyrrakvöld bað Þórólfur um tækifæri til að kynna sjónarmið sín fyrir borgarbúum áður en ákvörðun yrði tekin um framhaldið, en borgarfulltrúarnir höfðu farið fram á að hann hætti störfum. Innlent 13.10.2005 14:55 Borgin kannar rétt til skaðabóta Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar hafa ákveðið að kanna hvort borgin eigi rétt á skaðabótum frá olíufélögunum vegna meints ólöglegs samráðs þeirra. Innlent 13.10.2005 14:55 Þórólfur í samráði um verð til almennings Nafn Þórólfs Árnasonar kemur 127 sinnum fyrir í niðurstöðu Samkeppnisráðs vegna verðsamráðs olíufélaganna. Samkvæmt henni virðist hann hafa tekið virkan þátt í samráði um verðlagningu á bensíni og tilboð vegna útboða stærri viðskiptavina. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:55 Dagur verði borgarstjóri Innan Reykjavíkurlistans liggur fyrir tillaga um að Dagur B. Eggertsson taki við starfi borgarstjóra. Vera Árna Þórs Sigurðssonar, forseta borgarstjórnar, í útlöndum er talin hafa tafið ákvarðanatöku flokkanna sem að listanum standa. Innlent 13.10.2005 14:55 Vafi um hæfi til stjórnarsetu Seta Kristins Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, í stjórnum fjármálafyrirtækja kann að brjóta í bága við lög um fjármálafyrirtæki. Þeir áttu í markvissu og skipulögðu samráði í störfum sínum hjá olíufélögunum samkvæmt niðurstöðu Samkeppnisráðs. Innlent 13.10.2005 14:55 Hefur skaðað samfélagið allt Þingmenn allra flokka eru sammála um að olíusamráðið hafi verið grafalvarlegt samfélagsvandamál. Flest eru þau sammála um að forstjórarnir þurfi að axla sína ábyrgð og segja erfitt að meta hvaða áhrif skaðabótamál munu hafa. Innlent 13.10.2005 14:55 Þáttur Þórólfs flokkspólitískur Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sakar Davíð Oddsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um að gera þátt borgarstjóra í olíusamráðsmálinu að flokkspólitísku máli. Össur segir Þórólf Árnason njóta stuðnings til áframhaldandi starfa. Innlent 13.10.2005 14:54 Framtíð Þórólfs ræðst í kvöld Samstarf flokkanna sem standa að R-listanum er í uppnámi eftir að Vinstri - grænir lýstu því yfir að þeir bæru ekki fullt traust til Þórólfs Árnasonar borgarstjóra. Búist er við að framtíð Þórólfs í borginni ráðist á fundi borgarfulltrúa R-listans í kvöld. Innlent 13.10.2005 14:54 Ekki í myndinni að segja af sér Þórólfur Árnason segir það ekki í myndinni að segja af sér sem borgarstjóri, vegna aðildar hans að olíusamráði. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir olíufélögin ekki hafa farið vel með borgina og vildi umræðu um málið. Því var hafnað. Innlent 13.10.2005 14:54 Umboðsmenn olíufélaga ósáttir Umboðsmenn fyrir olíufélögin víða úti á landi eru ósáttir vegna áskorunar til almennings um að kaupa bara bensín af Skeljungi, Olís eða Essó. Innlent 13.10.2005 14:54 Van Gogh myrtur í Amsterdam Hollenski kvikmyndagerðarmaðurinn Theo van Gogh, sem gerði meðal annars umdeilda mynd um islamska menningu, var stunginn og skotinn til bana í Amsterdam í gær. Eftir stuttan skotbardaga handtók lögreglan mann sem grunaður er um morðið. Innlent 13.10.2005 14:54 Markaðshlutdeild Skeljungs jókst Sú mynd sem Samkeppnisstofnun dregur fram í skýrslu sinni um samfellt ólögmætt samráð olíufélaganna í fjölda ára gengur ekki upp, að sögn Gests Jónssonar, lögmanns Skeljungs. Innlent 13.10.2005 14:54 Verðsamráðið hækkaði skuldirnar Verðsamráð olíufélaganna hefur haft áhrif á vísitölu neysluverðs og þar með á verðtryggðar skuldir landsmanna. Innlent 13.10.2005 14:54 Olíufélögin eiga að svara til saka Með vísan til almennra lagareglna telja olíufélögin Skeljungur, Olís og Essó að stór hluti brotanna sem samkeppnisráð hefur sektað þau samtals um 2,6 milljarða króna fyrir, sé fyrndur. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, segir að það hafi liðið of langur tími síðan brotin áttu sér stað og þar til að fyrningarfresturinn var rofinn. Innlent 13.10.2005 14:54 Olíufélög leiti sátt við útgerðir Olíufélögin eiga að hafa frumkvæði að því að taka upp viðræður við útgerðirnar um það hvernig hægt er að bæta fyrir það tjón sem útgerðirnar urðu fyrir vegna meints samráðs olíufélaganna. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Innlent 13.10.2005 14:54 Tvísýnt með Þórólf Tvísýnt er um pólitískt líf Þórólfs Árnasonar, borgarstjóra eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar um verðsamráð olíufélaganna kom út. Þar ber hans nafn á góma rúmlega hundrað sinnum vegna starfa hans sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Essó. Innlent 13.10.2005 14:54 Lygasögu líkast Olíufélögin brugðust harkalega við þegar Landssamband Íslenskra útvegsmanna samdi við erlent fyrirtæki um að olíuskip á þess vegum kæmi til Íslands í lok ársins 2000 til að selja útgerðum olíu. Innlent 13.10.2005 14:54 Rannsókn enn í gangi Rannsókn Ríkislögreglustjóra á meintu samráði olíufélaganna, sem hófst fyrir tæpu ári, er enn í gangi að sögn Jóns H. Snorrasonar, yfirmanns efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Innlent 13.10.2005 14:54 « ‹ 1 2 3 4 5 ›
Biður fólk um traust Þórólfur Árnason borgarstjóri berst fyrir pólitískri framtíð sinni vegna aðildar hans að verðsamráði olíufélaganna. Þórólfur bað um frest til að útskýra sína hlið á málinu. Maðurinn sem Guðmundur Hörður Guðmundsson og Árni Snævarr, blaðamenn Fréttablaðsins, hittu að máli er maður í baráttuhug. Innlent 13.10.2005 14:56
Forstjórarnir sæti ábyrgð Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að 99 prósent almennings telja að forstjórar olíufélaganna eigi að svara til saka fyrir þátt sinn í verðsamráðum. Innlent 13.10.2005 14:56
Borgarstjóri gerðist brotlegur Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, sagði í viðtali í Íslandi í dag í gærkvöld að Þórólfur Árnason borgarstjóri hefði gerst brotlegur við lög þegar hann tók þátt í olíufélagssamráðinu, en hann eigi sér málsbætur. Innlent 13.10.2005 14:55
Forstjórarnir enn í felum Forstjórar olíufélaganna eru í felum. Þeir neita enn að ræða við fjölmiðla um skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðsamráð félaganna. Hver einasti fjölmiðill á landsvísu er án efa á höttunum eftir viðtali við þá Geir Magnússon, Kristin Björnsson, og Einar Benediktsson. Innlent 13.10.2005 14:55
Jóhanna vill afsögn Þórólfs Þáttur Þórólfs Árnasonar í olíusamráðinu er óverjandi að mati Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í dag að honum væri ekki sætt í embætti borgarstjóra. Innlent 13.10.2005 14:55
Bönnuð fyrirtækjastjórnun Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill athuga hvort að stjórnendum fyrirtækja, sem gerast sekir um samráð, verði bannað að koma að fyrirtækjastjórnun. Umræða utan dagskrár um samráð olíufélaganna var að ljúka á Alþingi. Innlent 13.10.2005 14:55
Enn óvissa um Þórólf Stuðningur við Þórólf Árnason borgarstjóra verður mældur að lokinni yfirreið hans í fjölmiðlum þar sem hann reynir að skýra sín mál. Framtíð hans í borgarstjórastólnum ræðst að hluta af þeirri niðurstöðu. Innlent 13.10.2005 14:55
Forstjórarnir njóta enn trausts Forstjórar olíufélaganna virðast enn njóta trausts í viðskiptalífinu, ef miðað er við þau störf sem þeir gegna þar, og gildir áfellisdómur Samkeppnisstofnunar einu. Innlent 13.10.2005 14:55
Fögur fyrirheit olíufélaganna Skeljungur leggur áherslu á heiðarleika og sanngirni í viðskiptum og félagið styður frjálsa samkeppni og leitast við að stunda sanngjarna og siðlega samkeppni innan samkeppnislaga. Og félagið kemur ekki í veg fyrir að aðrir geti stundað frjálsa samkeppni. Þetta kemur fram í viðskiptareglum fyrirtækisins. Essó leggur líka áherslu á gott viðskiptasiðferði. Innlent 13.10.2005 14:55
Kostaði kúabændur 190 milljónir Kúabændur telja sig hafa greitt liðlega 190 milljónir króna umfram eðlilegar greiðslur vegna samáðs olíufélaganna á tæplega níu ára tímabili sem samráðið stóð. Innlent 13.10.2005 14:55
Alþingi fjalli um samráðið Lúðvík Bergvinsson alþingismaður telur afar brýnt að Alþingi taki olíusamráðið til umfjöllunar og athugi hvort að endurskoða þurfi samkeppnislög. Þá segir hann samkeppnisyfirvöld ekki hafa fengið það fjármagn sem til þarf. Innlent 13.10.2005 14:55
Bara bensín - skilar litlu Lítið sem ekkert hefur dregið úr smásölu á bensínstöðvum Esso, Olís og Skeljungs þrátt fyrir hvatningu til fólks um að kaupa ekki annað en bensín á stöðvunum og láta aðrar vörur vera. Slík hvatning hefur gengið manna á milli í tölvupósti síðustu daga og farið víða. Er hún viðbrögð við samráði olíufélaganna. Innlent 13.10.2005 14:55
Arftaka Þórólfs leitað Ósennilegt er talið að frammistaða Þórólfs Árnasonar borgarstjóra í sjónvarpsþáttum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins í gærkvöld komi í veg fyrir að hann missi starfið. Á átakafundi borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans og Þórólfs í fyrrakvöld bað Þórólfur um tækifæri til að kynna sjónarmið sín fyrir borgarbúum áður en ákvörðun yrði tekin um framhaldið, en borgarfulltrúarnir höfðu farið fram á að hann hætti störfum. Innlent 13.10.2005 14:55
Borgin kannar rétt til skaðabóta Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar hafa ákveðið að kanna hvort borgin eigi rétt á skaðabótum frá olíufélögunum vegna meints ólöglegs samráðs þeirra. Innlent 13.10.2005 14:55
Þórólfur í samráði um verð til almennings Nafn Þórólfs Árnasonar kemur 127 sinnum fyrir í niðurstöðu Samkeppnisráðs vegna verðsamráðs olíufélaganna. Samkvæmt henni virðist hann hafa tekið virkan þátt í samráði um verðlagningu á bensíni og tilboð vegna útboða stærri viðskiptavina. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:55
Dagur verði borgarstjóri Innan Reykjavíkurlistans liggur fyrir tillaga um að Dagur B. Eggertsson taki við starfi borgarstjóra. Vera Árna Þórs Sigurðssonar, forseta borgarstjórnar, í útlöndum er talin hafa tafið ákvarðanatöku flokkanna sem að listanum standa. Innlent 13.10.2005 14:55
Vafi um hæfi til stjórnarsetu Seta Kristins Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, í stjórnum fjármálafyrirtækja kann að brjóta í bága við lög um fjármálafyrirtæki. Þeir áttu í markvissu og skipulögðu samráði í störfum sínum hjá olíufélögunum samkvæmt niðurstöðu Samkeppnisráðs. Innlent 13.10.2005 14:55
Hefur skaðað samfélagið allt Þingmenn allra flokka eru sammála um að olíusamráðið hafi verið grafalvarlegt samfélagsvandamál. Flest eru þau sammála um að forstjórarnir þurfi að axla sína ábyrgð og segja erfitt að meta hvaða áhrif skaðabótamál munu hafa. Innlent 13.10.2005 14:55
Þáttur Þórólfs flokkspólitískur Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sakar Davíð Oddsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um að gera þátt borgarstjóra í olíusamráðsmálinu að flokkspólitísku máli. Össur segir Þórólf Árnason njóta stuðnings til áframhaldandi starfa. Innlent 13.10.2005 14:54
Framtíð Þórólfs ræðst í kvöld Samstarf flokkanna sem standa að R-listanum er í uppnámi eftir að Vinstri - grænir lýstu því yfir að þeir bæru ekki fullt traust til Þórólfs Árnasonar borgarstjóra. Búist er við að framtíð Þórólfs í borginni ráðist á fundi borgarfulltrúa R-listans í kvöld. Innlent 13.10.2005 14:54
Ekki í myndinni að segja af sér Þórólfur Árnason segir það ekki í myndinni að segja af sér sem borgarstjóri, vegna aðildar hans að olíusamráði. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir olíufélögin ekki hafa farið vel með borgina og vildi umræðu um málið. Því var hafnað. Innlent 13.10.2005 14:54
Umboðsmenn olíufélaga ósáttir Umboðsmenn fyrir olíufélögin víða úti á landi eru ósáttir vegna áskorunar til almennings um að kaupa bara bensín af Skeljungi, Olís eða Essó. Innlent 13.10.2005 14:54
Van Gogh myrtur í Amsterdam Hollenski kvikmyndagerðarmaðurinn Theo van Gogh, sem gerði meðal annars umdeilda mynd um islamska menningu, var stunginn og skotinn til bana í Amsterdam í gær. Eftir stuttan skotbardaga handtók lögreglan mann sem grunaður er um morðið. Innlent 13.10.2005 14:54
Markaðshlutdeild Skeljungs jókst Sú mynd sem Samkeppnisstofnun dregur fram í skýrslu sinni um samfellt ólögmætt samráð olíufélaganna í fjölda ára gengur ekki upp, að sögn Gests Jónssonar, lögmanns Skeljungs. Innlent 13.10.2005 14:54
Verðsamráðið hækkaði skuldirnar Verðsamráð olíufélaganna hefur haft áhrif á vísitölu neysluverðs og þar með á verðtryggðar skuldir landsmanna. Innlent 13.10.2005 14:54
Olíufélögin eiga að svara til saka Með vísan til almennra lagareglna telja olíufélögin Skeljungur, Olís og Essó að stór hluti brotanna sem samkeppnisráð hefur sektað þau samtals um 2,6 milljarða króna fyrir, sé fyrndur. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, segir að það hafi liðið of langur tími síðan brotin áttu sér stað og þar til að fyrningarfresturinn var rofinn. Innlent 13.10.2005 14:54
Olíufélög leiti sátt við útgerðir Olíufélögin eiga að hafa frumkvæði að því að taka upp viðræður við útgerðirnar um það hvernig hægt er að bæta fyrir það tjón sem útgerðirnar urðu fyrir vegna meints samráðs olíufélaganna. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Innlent 13.10.2005 14:54
Tvísýnt með Þórólf Tvísýnt er um pólitískt líf Þórólfs Árnasonar, borgarstjóra eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar um verðsamráð olíufélaganna kom út. Þar ber hans nafn á góma rúmlega hundrað sinnum vegna starfa hans sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Essó. Innlent 13.10.2005 14:54
Lygasögu líkast Olíufélögin brugðust harkalega við þegar Landssamband Íslenskra útvegsmanna samdi við erlent fyrirtæki um að olíuskip á þess vegum kæmi til Íslands í lok ársins 2000 til að selja útgerðum olíu. Innlent 13.10.2005 14:54
Rannsókn enn í gangi Rannsókn Ríkislögreglustjóra á meintu samráði olíufélaganna, sem hófst fyrir tæpu ári, er enn í gangi að sögn Jóns H. Snorrasonar, yfirmanns efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Innlent 13.10.2005 14:54