Framtíð Þórólfs ræðst í kvöld 3. nóvember 2004 00:01 Samstarf flokkanna sem standa að R-listanum er í uppnámi eftir að Vinstri - grænir lýstu því yfir að þeir bæru ekki fullt traust til Þórólfs Árnasonar borgarstjóra. Búist er við að framtíð Þórólfs í borginni ráðist á fundi borgarfulltrúa R-listans í kvöld. Í gær lýsti Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, yfir eindregnum stuðningi flokksins við borgarstjóra. Að kvöldi þess dags lýstu forystumenn Vinstri grænna í Reykjavík, sem standa ásamt Framsóknarflokki og Samfylkingu að samstarfinu, því yfir að þeir bæru ekki traust til Þórólfs vegna þess sem fram kemur í skýrslu Samkeppnistofnunar um samráð olíufélaganna. Meirihlutinn í borgarstjórn fundaði með borgarstjóra í morgun og biðu fréttamenn sjónvarpsmiðlanna eftir þeim. Þeir vildu hins vegar lítið segja. Það eina sem Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, sagði var: „Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir hrægammar,“ þegar fréttamenn spurðu um fregnir af fundinum. Björk bætti því svo við, eftir að fjölmiðlamenn höfðu fylgt fast á hæla hennar, að lausn væri ekki að finna í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, sagði að ekkert nýtt væri í málinu. Menn eigi eftir að fara betur yfir málið og leggjast yfir skýrslu Samkeppnisstofnunar. Spurður hvort hann væri ekki búinn að lesa hana sagðist hann vera búinn að því að stórum hluta. Hann vildi ekki tjá sig um hvað honum fyndist um þátt borgarstjóra. Nú klukkan sex hófu flokksmenn úr þeim þremur flokkum sem standa að R-listanum fund hver í sínu lagi en klukkan átta hittist meirihlutinn. Talað hefur verið um að á þeim fundi ráðist framhald samstarfsins og staða Þórólfs. Hann segi sjálfur af sér embætti, verði þvingaður til þess eða samstarfið slitni. Vandamálið sé hins vegar að koma sér saman um hver eigi að taka við af honum og það geti reynst erfitt. Þá tala margir úr þessum hópi um að Þórólfur hafi staðið sig vel, aðrir eigi meiri sök í olíuhneykslinu og ekki hægt að láta Sjálfstæðismenn græða á því með klofningi meirihlutasamstarfsins í höfuðborginni. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Samstarf flokkanna sem standa að R-listanum er í uppnámi eftir að Vinstri - grænir lýstu því yfir að þeir bæru ekki fullt traust til Þórólfs Árnasonar borgarstjóra. Búist er við að framtíð Þórólfs í borginni ráðist á fundi borgarfulltrúa R-listans í kvöld. Í gær lýsti Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, yfir eindregnum stuðningi flokksins við borgarstjóra. Að kvöldi þess dags lýstu forystumenn Vinstri grænna í Reykjavík, sem standa ásamt Framsóknarflokki og Samfylkingu að samstarfinu, því yfir að þeir bæru ekki traust til Þórólfs vegna þess sem fram kemur í skýrslu Samkeppnistofnunar um samráð olíufélaganna. Meirihlutinn í borgarstjórn fundaði með borgarstjóra í morgun og biðu fréttamenn sjónvarpsmiðlanna eftir þeim. Þeir vildu hins vegar lítið segja. Það eina sem Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, sagði var: „Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir hrægammar,“ þegar fréttamenn spurðu um fregnir af fundinum. Björk bætti því svo við, eftir að fjölmiðlamenn höfðu fylgt fast á hæla hennar, að lausn væri ekki að finna í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, sagði að ekkert nýtt væri í málinu. Menn eigi eftir að fara betur yfir málið og leggjast yfir skýrslu Samkeppnisstofnunar. Spurður hvort hann væri ekki búinn að lesa hana sagðist hann vera búinn að því að stórum hluta. Hann vildi ekki tjá sig um hvað honum fyndist um þátt borgarstjóra. Nú klukkan sex hófu flokksmenn úr þeim þremur flokkum sem standa að R-listanum fund hver í sínu lagi en klukkan átta hittist meirihlutinn. Talað hefur verið um að á þeim fundi ráðist framhald samstarfsins og staða Þórólfs. Hann segi sjálfur af sér embætti, verði þvingaður til þess eða samstarfið slitni. Vandamálið sé hins vegar að koma sér saman um hver eigi að taka við af honum og það geti reynst erfitt. Þá tala margir úr þessum hópi um að Þórólfur hafi staðið sig vel, aðrir eigi meiri sök í olíuhneykslinu og ekki hægt að láta Sjálfstæðismenn græða á því með klofningi meirihlutasamstarfsins í höfuðborginni.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira