Innlent

Bönnuð fyrirtækjastjórnun

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill athuga hvort að stjórnendum fyrirtækja, sem gerast sekir um samráð, verði bannað að koma að fyrirtækjastjórnun. Umræða utan dagskrár um samráð olíufélaganna var að ljúka á Alþingi. Umræðan var að beiðni Lúðvíks og vildi hann að skoðað yrði hvort taka ætti upp svipuð lög og eru í Bretlandi þar sem mönnum sem gerast sekir um athæfi sem hér um ræðir sé bannað að koma að slíkri stjórnun í allt að fimmtán ár. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra boðar tvö frumvörp þar sem samkeppnislög verða styrkt, sem og Samkeppnisstofnun. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Þórólfi Árnasyni borgarstjóra sé ekki sætt í stóli borgarstjóra eftir þátt sinn í samráðsmálinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×