Innlent

Eskja metur stöðuna

Forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækisins Eskju á Eskifirði eru að meta stöðuna vegna meints verðsamráðs olíufélaganna á sölu olíu til fiskiskipa. "Við erum að skoða málið og umfang þess og í kjölfarið metum við hvað við gerum," segir Elfar Aðalsteinsson, stjórnarformaður Eskju. "Það er sama uppi á borðinu hjá okkur eins og öðrum fyrirtækjum að ef við teljum á okkur brotið á einhvern hátt þá að sjálfsögðu leitum við réttar okkar án skilyrða og af fullum þunga." Elfar segir ekki tímabært að segja nokkuð um það hvort Eskja hafi orðið fyrir tjóni vegna hins meinta samráðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×