Íran

Fréttamynd

Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli

Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015.

Erlent
Fréttamynd

Fjórtán ára dómur fyrir þungarokk

Meðlimir þungarokkshljómsveitarinnar Confess frá Íran hafa verið dæmdir í samtals fjórtán og hálfs árs fangelsi í heimalandinu fyrir guðlast, áróður gegn ríkinu, rekstur ólöglegrar undirheimahljómsveitar, viðtöl við bannaðar útvarpsstöðvar og að spila tónlist sem er álitin satanísk.

Erlent
Fréttamynd

Hóta kyrrsetningu á bresku skipi á móti

Stjórnvöld í Íran foxill vegna kyrrsetningar olíuflutningaskips við Gíbraltar. Ráðgjafi æðstaklerks hótar kyrrsetningu bresks skips á móti. Segja að aðgerðin hafi verið sjórán.

Erlent
Fréttamynd

Viðræðurnar árangurslausar

Viðræður gærdagsins í Vín gerðu lítið til að slá á áhyggjur Íransstjórnar og stefnir því enn í að ríkið fari fram úr þeim takmörkum sem sett voru á söfnun auðgaðs úrans með gerð JCPOA-kjarnorkusamningsins árið 2015.

Erlent
Fréttamynd

Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum

Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti

Forseti Írans segir Bandaríkjaforseta stríða við þroskahömlun eftir tilkynningu um nýjar þvinganir. Sá bandaríski segir yfirlýsinguna móðgandi og segir að hverri árás á bandarískt skotmark verði svarað af fullum krafti, í sumum tilfellum af gjöreyðingarmætti.

Erlent
Fréttamynd

Gerðu tölvuárás á vopnakerfi íranska hersins

Bandaríkin gerðu tölvuárás á vopnakerfi Íran á fimmtudaginn í síðustu viku eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hætti við loftárásir á landið á síðustu stundu. Tölvuárásin lamaði tölvukerfi sem stýra eldflaugavarnakerfi Írans.

Erlent