Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2020 18:31 Palestínumenn sjást hér brenna ísraelska og bandaríska fána á minningarathöfn um Soleimani á Gaza. Vísir/AP Þúsundir vopnaðra skæruliða og óbreyttra borgara syrgðu íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani í dag. Líkkista hershöfðingjans var flutt um götur Bagdad, höfuðborgar Írak, í dag. Líkamsleifum hans verður í kjölfarið komið til heimalands hans, Írans. Soleimani var háttsettur innan íranska byltingarvarðarins, en Bandaríkin réðu hann af dögum í drónaárás á flugvöll í Bagdad, aðfaranótt föstudags. Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Þúsundir manna voru saman komnar í Bagdad í dag til þess að minnast Soleimani, en hann var af mörgum Írönum álitinn þjóðhetja. Tár mátti sjá á hvarmi margra viðstaddra þegar þau marseruðu um borgina. Þá mátti heyra fólk kyrja hluti á borð við „Dauði yfir Ameríku, dauði yfir Ísrael,“ og „Nei, nei Ameríka.“ Minningarathafnir um Soleimani voru haldnar víðar en í Bagdad, en fólk safnaðist einnig saman á Gaza-svæðinu í Palestínu og víða í Íran. Þyrlur sveimuðu yfir svæðinu þar sem gangan í Bagdad fór fram, en meðal þeirra sem mættu voru Adil Abdul-Mahdi, forsætisráðherra Íraks, og háttsettir yfirmenn innan hersveita sem studdar eru af írönskum stjórnvöldum. Stjórnvöld í Írak, sem er einn helsti bandamaður Írana, fordæmdu árásina og sögðu hana vega að fullveldi landsins. Þingið í Írak kemur nú saman á sérstökum neyðarþingfundi og ríkisstjórn landsins er nú undir miklum þrýstingi um að vísa frá þeim 5200 bandarísku hermönnum sem í landinu dvelja. Þeir eru staðsettir í landinu til þess að varna því að hryðjuverkasamtök sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, nái aftur fótfestu í landinu. Bandarísk stjórnvöld hafa þá mælst til þess að allir bandarískir ríkisborgarar í Írak yfirgefi landið sem allra fyrst, auk þess sem bandaríska sendiráðinu í Bagdad hefur verið lokað. Eins hafa bresk og frönsk yfirvöld varað ríkisborgara sína við því að ferðast til Íraks. Bandaríkin Írak Íran Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Þúsundir vopnaðra skæruliða og óbreyttra borgara syrgðu íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani í dag. Líkkista hershöfðingjans var flutt um götur Bagdad, höfuðborgar Írak, í dag. Líkamsleifum hans verður í kjölfarið komið til heimalands hans, Írans. Soleimani var háttsettur innan íranska byltingarvarðarins, en Bandaríkin réðu hann af dögum í drónaárás á flugvöll í Bagdad, aðfaranótt föstudags. Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Þúsundir manna voru saman komnar í Bagdad í dag til þess að minnast Soleimani, en hann var af mörgum Írönum álitinn þjóðhetja. Tár mátti sjá á hvarmi margra viðstaddra þegar þau marseruðu um borgina. Þá mátti heyra fólk kyrja hluti á borð við „Dauði yfir Ameríku, dauði yfir Ísrael,“ og „Nei, nei Ameríka.“ Minningarathafnir um Soleimani voru haldnar víðar en í Bagdad, en fólk safnaðist einnig saman á Gaza-svæðinu í Palestínu og víða í Íran. Þyrlur sveimuðu yfir svæðinu þar sem gangan í Bagdad fór fram, en meðal þeirra sem mættu voru Adil Abdul-Mahdi, forsætisráðherra Íraks, og háttsettir yfirmenn innan hersveita sem studdar eru af írönskum stjórnvöldum. Stjórnvöld í Írak, sem er einn helsti bandamaður Írana, fordæmdu árásina og sögðu hana vega að fullveldi landsins. Þingið í Írak kemur nú saman á sérstökum neyðarþingfundi og ríkisstjórn landsins er nú undir miklum þrýstingi um að vísa frá þeim 5200 bandarísku hermönnum sem í landinu dvelja. Þeir eru staðsettir í landinu til þess að varna því að hryðjuverkasamtök sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, nái aftur fótfestu í landinu. Bandarísk stjórnvöld hafa þá mælst til þess að allir bandarískir ríkisborgarar í Írak yfirgefi landið sem allra fyrst, auk þess sem bandaríska sendiráðinu í Bagdad hefur verið lokað. Eins hafa bresk og frönsk yfirvöld varað ríkisborgara sína við því að ferðast til Íraks.
Bandaríkin Írak Íran Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent