Erlent

Páfa­kjör hefst í næstu viku

Kjartan Kjartansson skrifar
Það verður í nógu að snúast hjá kaþólskum kardinálum á næstu dögum. Páfakjörsfundur hefst í miðri næstu viku.
Það verður í nógu að snúast hjá kaþólskum kardinálum á næstu dögum. Páfakjörsfundur hefst í miðri næstu viku. AP/Gregorio Borgia

Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa ákveðið að páfakjörsfundur til þess að velja eftirmann Frans páfa hefjist miðvikudaginn 7. maí. Þeir vilja ná að kynnast betur og ná samhljómi um nýjan páfa áður en kjörið hefst.

Páfakjörið fer fram í Sixtínsku kapellunni í Páfagarði og verða kardinálarnir lokaðir þar inni þar til þeir koma sér saman um nýjan páfa. Kapelunni, sem er einn vinsælasti ferðamannastaður í heimi, hefur þegar verið lokað vegna undirbúnings fyrir kjörið.

Tilkynnt var um dagsetningu páfakjörsfundarins á fyrsta degi óformlegra funda kardinálanna eftir útför Frans páfa á laugardag.

Búist er við því að átakalínurnar í kjörinu verði á milli umbótasinna sem vilja að kaþólska kirkjan haldi sig við gildi Frans páfa sem lagði áherslu á inngildingu jaðarsettra hópa og félagslegt réttlæti og íhaldsmanna sem vilja snúa aftur til eldri gilda Jóhannesar Páls og Benedikts páfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×