Erlent

Úrana­gnir fundust á leyni­legum stað í Íran

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sýnir mynd af Tehran og bendir á það svæði sem hann telur kjarnorkuvopn vera geymd í leyni á fundi Sameinuðu þjóðanna.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sýnir mynd af Tehran og bendir á það svæði sem hann telur kjarnorkuvopn vera geymd í leyni á fundi Sameinuðu þjóðanna. getty/John Moore
Alþjóðlega kjarnorkustofnunin (IAEA) fann úraneindir í starfsstöð í Íran sem hafði ekki verið tilkynnt af írönskum yfirvöldum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Í leynilegri skýrslu, sem BBC barst, sagði ekki nákvæmlega hvar starfsstöðin er staðsett en talið er að rannsakendur hafi tekið sýnin í Truquzabad hverfinu í Tehran.

Banjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur haldið því fram að þar hafi Íran haft leynilegt „kjarnorkuvöruhús.“

Því hefur áður verið haldið fram að vöruhúsið hafi verið teppahreinsunarverskmiðja og hafi ekki þjónað neinu leynilegu hlutverki.

Skýrsla IAEA staðfesti það einnig að Íran hafi hafið auðgun úrans að nýju í Fordo verksmiðjunni, sem staðsett er neðanjarðar, og hafi þar með brotið enn eina skuldbindinguna í kjarnorkusamningi sem skrifað var undir árið 2015 ásamt fleiri stórveldum. Auðgað úran er hægt að nota sem eldsneyti fyrir kjarnakljúfa en það er einnig hægt að nota í kjarnorkuvopn.

Þrjú ríki sem eru aðilar að samningnum, Frakkland, Bretland og Þýskaland, sögðust vera „mjög áhyggjufull“ vegna ákvörðunar Íran og vöruðu við því að þetta gerði tilraunir þeirra til að minnka spennu á svæðinu mun erfiðari.

Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði í síðustu viku að verið væri að bregðast við viðskiptaþvingunum sem Bandaríkin hafa sett á Íran eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði samningnum upp í fyrra og olli því að íranskur olíuflutningur hefur staðnað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×