Fjármálafyrirtæki 83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið 83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð. Innlent 20.4.2022 07:26 „Ég hef ekki séð neitt enn þá sem að segir mér að lög hafi verið brotin“ Fjármálaráðherra telur að sýna þurfi þolinmæði á meðan rannsókn á sölu Íslandsbanka stendur yfir. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og fullyrðir að málið verði kannað. Hann segir þó ekkert benda til þess á þessum tíma að lög hafi verið brotin og vill ekkert gefa upp um hvort hann myndi segja af sér, kæmi slíkt brot upp. Innlent 19.4.2022 23:45 Telur rétt að bíða eftir niðurstöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. Innlent 19.4.2022 19:21 „Algjört vald“ en engin ábyrgð? „Ég get ekki séð annað, virðulegi forseti, en að ráðherrann hafi algjört vald á því hvernig hann fari með þessi mál,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þegar frumvarp til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum var til umræðu á Alþingi 20. desember 2012. Skoðun 19.4.2022 15:30 Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. Viðskipti innlent 19.4.2022 12:05 Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Viðskipti innlent 19.4.2022 10:38 Kristján snýr aftur til Kviku banka Mikið var um hrókeringar í bankakerfinu á síðustu dögum fyrir páska þegar að tveir lykilstjórnendur í Arion banka og Kviku sögðu upp störfum til að taka við stjórnartaumunum í SKEL fjárfestingafélagi. Klinkið 19.4.2022 08:41 34 minnkað við sig og 60 birtast ekki á hluthafalista Alls hafa 34 fjárfestar sem keyptu í nýlegu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka minnkað eignarhlut sinn að hluta og selt á hærra verði, samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins sem byggja á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka og lista yfir þá sem fengu hlut í útboðinu. Viðskipti innlent 14.4.2022 18:13 „Spillingin gerist vart svæsnari“ Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra segir að að salan á Íslandsbanka hafi verið sukk og svínarí. Leita þurfi leiða til að rifta henni og nú þurfi að virkja lög um ráðherraábyrgð. Innlent 14.4.2022 16:09 Hagfræðingur sem hefur rangt fyrir sér Það má ekki gleyma að það er gagnlegt að spá þó spárnar reynist á endanum rangar. Bara að velta fyrir sér hvernig hlutirnir geti þróast mun hjálpa okkur að takast á við framtíðina, hvernig sem hún verður. Viðbragðið við því að spá vitlaust er því ekki að hætta að spá heldur einfaldlega að kunna að eiga sem best við það þegar við erum úti að aka. Umræðan 14.4.2022 09:53 Mikill hagsmunaárekstur og vonbrigði ef ráðgjafar keyptu í útboðinu Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna. Innlent 13.4.2022 18:30 Hluti fagfjárfesta fékk lánað fyrir kaupum á hlutum í Íslandsbanka Hluti þeirra fagfjárfesta sem keyptu hlut í Íslandsbanka í síðasta hlutafjárútboði í bankanum fékk lán fyrir kaupunum. Þetta staðfestir Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins í samtali við fréttastofu. Viðskipti innlent 13.4.2022 14:53 „Fólki misbýður brask“ Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir nefndina hafa óskað eftir svörum frá Bankasýslunni um hvaða aðferðafræði söluráðgjafar í útboðinu á Íslandsbanka hafi viðhaft. Myndin sem sé að teiknast upp eftir útboðið sé allt annað en falleg. Fólki misbjóði brask. Hann segist ekki muna eftir því að viðskiptaráðherra hafi komið áhyggjum sínum á framfæri um söluna við fjárlaganefnd. Innlent 13.4.2022 13:00 Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. Innlent 12.4.2022 18:20 Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Í viðtali að morgni Íslandsbankaútboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Skoðun 12.4.2022 16:30 Fagnar því að Lilja standi með sannfæringu sinni Ásthildur Lóa Þórsdóttir, varaformaður þingflokks Flokks fólksins fagnar því að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra standi með sannfæringu sinni og segi hug sinn opinberlega varðandi Íslandsbankamálið. Ásthildur kallar eftir afsögn fjármálaráðherra. Innlent 12.4.2022 14:39 Arion ræður nýjan regluvörð og nýja forstöðumenn Arion banki hefur ráðið Andrés Fjeldsted í starf regluvarðar, Elísabetu Árnadóttur í starf forstöðumanns lítilla og meðalstórra fyrirtækja á fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði og Hreiðar Má Hermannsson í starf forstoðumanns fyrirtækjaráðgjafar bankans. Viðskipti innlent 12.4.2022 12:44 Spá 7,7 prósenta verðbólgutoppi í sumar Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum og ná toppi í sumar. Viðskipti innlent 12.4.2022 10:56 Verklag söluráðgjafanna til skoðunar hjá fjármálaeftirliti Verklag söluráðgjafanna sem fengnir voru til að annast söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka er nú til skoðunar hjá fjármálaeftirliti Seðlabankans. Viðskipti innlent 12.4.2022 07:08 Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. Innlent 11.4.2022 22:30 Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir afsögn fjármálaráðherra Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Innlent 11.4.2022 18:17 Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. Innlent 11.4.2022 15:42 Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. Innlent 11.4.2022 14:32 Lilja afruglar VG og bendir á Bjarna Ben Salan á eign þjóðarinnar í Íslandsbanka tekur á sig undarlegri mynd með hverjum deginum. Nú stígur Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, fram og segist hafa verið andvíg því fyrirkomulagi sem viðhaft var við söluna. Skoðun 11.4.2022 14:30 Moldviðri þyrlað upp Það er mikilvægt að tapa ekki áttum þegar stormurinn blæs og þyrlar upp moldviðri. Íslandsbanki komst í eigu ríkissjóðs við uppgjör þrotabúa. Ríkissjóður tók yfir bankann og hann hefur orðið að verðmætri eign, um 270 milljarða króna virði þegar lögð eru saman verðmæti eignarhluta og arður til eigandans, Ríkissjóðs. Skoðun 11.4.2022 13:32 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. Innlent 11.4.2022 13:14 Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. Innlent 11.4.2022 06:49 Salan á Íslandsbanka beri augljós einkenni spillingar „Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International. Innlent 10.4.2022 18:00 Þingið blekkt vegna sölu Íslandsbanka Nokkur atriði vegna ummæla Bryndísar Haraldsdóttur í Silfrinu vegna aðkomu Fjárlaganefndar og þingsins að sölu Íslandsbanka. Skoðun 10.4.2022 15:00 Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. Innlent 10.4.2022 12:15 « ‹ 27 28 29 30 31 32 33 34 35 … 58 ›
83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið 83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð. Innlent 20.4.2022 07:26
„Ég hef ekki séð neitt enn þá sem að segir mér að lög hafi verið brotin“ Fjármálaráðherra telur að sýna þurfi þolinmæði á meðan rannsókn á sölu Íslandsbanka stendur yfir. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og fullyrðir að málið verði kannað. Hann segir þó ekkert benda til þess á þessum tíma að lög hafi verið brotin og vill ekkert gefa upp um hvort hann myndi segja af sér, kæmi slíkt brot upp. Innlent 19.4.2022 23:45
Telur rétt að bíða eftir niðurstöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. Innlent 19.4.2022 19:21
„Algjört vald“ en engin ábyrgð? „Ég get ekki séð annað, virðulegi forseti, en að ráðherrann hafi algjört vald á því hvernig hann fari með þessi mál,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þegar frumvarp til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum var til umræðu á Alþingi 20. desember 2012. Skoðun 19.4.2022 15:30
Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. Viðskipti innlent 19.4.2022 12:05
Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Viðskipti innlent 19.4.2022 10:38
Kristján snýr aftur til Kviku banka Mikið var um hrókeringar í bankakerfinu á síðustu dögum fyrir páska þegar að tveir lykilstjórnendur í Arion banka og Kviku sögðu upp störfum til að taka við stjórnartaumunum í SKEL fjárfestingafélagi. Klinkið 19.4.2022 08:41
34 minnkað við sig og 60 birtast ekki á hluthafalista Alls hafa 34 fjárfestar sem keyptu í nýlegu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka minnkað eignarhlut sinn að hluta og selt á hærra verði, samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins sem byggja á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka og lista yfir þá sem fengu hlut í útboðinu. Viðskipti innlent 14.4.2022 18:13
„Spillingin gerist vart svæsnari“ Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra segir að að salan á Íslandsbanka hafi verið sukk og svínarí. Leita þurfi leiða til að rifta henni og nú þurfi að virkja lög um ráðherraábyrgð. Innlent 14.4.2022 16:09
Hagfræðingur sem hefur rangt fyrir sér Það má ekki gleyma að það er gagnlegt að spá þó spárnar reynist á endanum rangar. Bara að velta fyrir sér hvernig hlutirnir geti þróast mun hjálpa okkur að takast á við framtíðina, hvernig sem hún verður. Viðbragðið við því að spá vitlaust er því ekki að hætta að spá heldur einfaldlega að kunna að eiga sem best við það þegar við erum úti að aka. Umræðan 14.4.2022 09:53
Mikill hagsmunaárekstur og vonbrigði ef ráðgjafar keyptu í útboðinu Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna. Innlent 13.4.2022 18:30
Hluti fagfjárfesta fékk lánað fyrir kaupum á hlutum í Íslandsbanka Hluti þeirra fagfjárfesta sem keyptu hlut í Íslandsbanka í síðasta hlutafjárútboði í bankanum fékk lán fyrir kaupunum. Þetta staðfestir Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins í samtali við fréttastofu. Viðskipti innlent 13.4.2022 14:53
„Fólki misbýður brask“ Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir nefndina hafa óskað eftir svörum frá Bankasýslunni um hvaða aðferðafræði söluráðgjafar í útboðinu á Íslandsbanka hafi viðhaft. Myndin sem sé að teiknast upp eftir útboðið sé allt annað en falleg. Fólki misbjóði brask. Hann segist ekki muna eftir því að viðskiptaráðherra hafi komið áhyggjum sínum á framfæri um söluna við fjárlaganefnd. Innlent 13.4.2022 13:00
Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. Innlent 12.4.2022 18:20
Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Í viðtali að morgni Íslandsbankaútboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Skoðun 12.4.2022 16:30
Fagnar því að Lilja standi með sannfæringu sinni Ásthildur Lóa Þórsdóttir, varaformaður þingflokks Flokks fólksins fagnar því að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra standi með sannfæringu sinni og segi hug sinn opinberlega varðandi Íslandsbankamálið. Ásthildur kallar eftir afsögn fjármálaráðherra. Innlent 12.4.2022 14:39
Arion ræður nýjan regluvörð og nýja forstöðumenn Arion banki hefur ráðið Andrés Fjeldsted í starf regluvarðar, Elísabetu Árnadóttur í starf forstöðumanns lítilla og meðalstórra fyrirtækja á fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði og Hreiðar Má Hermannsson í starf forstoðumanns fyrirtækjaráðgjafar bankans. Viðskipti innlent 12.4.2022 12:44
Spá 7,7 prósenta verðbólgutoppi í sumar Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum og ná toppi í sumar. Viðskipti innlent 12.4.2022 10:56
Verklag söluráðgjafanna til skoðunar hjá fjármálaeftirliti Verklag söluráðgjafanna sem fengnir voru til að annast söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka er nú til skoðunar hjá fjármálaeftirliti Seðlabankans. Viðskipti innlent 12.4.2022 07:08
Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. Innlent 11.4.2022 22:30
Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir afsögn fjármálaráðherra Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Innlent 11.4.2022 18:17
Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. Innlent 11.4.2022 15:42
Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. Innlent 11.4.2022 14:32
Lilja afruglar VG og bendir á Bjarna Ben Salan á eign þjóðarinnar í Íslandsbanka tekur á sig undarlegri mynd með hverjum deginum. Nú stígur Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, fram og segist hafa verið andvíg því fyrirkomulagi sem viðhaft var við söluna. Skoðun 11.4.2022 14:30
Moldviðri þyrlað upp Það er mikilvægt að tapa ekki áttum þegar stormurinn blæs og þyrlar upp moldviðri. Íslandsbanki komst í eigu ríkissjóðs við uppgjör þrotabúa. Ríkissjóður tók yfir bankann og hann hefur orðið að verðmætri eign, um 270 milljarða króna virði þegar lögð eru saman verðmæti eignarhluta og arður til eigandans, Ríkissjóðs. Skoðun 11.4.2022 13:32
Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. Innlent 11.4.2022 13:14
Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. Innlent 11.4.2022 06:49
Salan á Íslandsbanka beri augljós einkenni spillingar „Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International. Innlent 10.4.2022 18:00
Þingið blekkt vegna sölu Íslandsbanka Nokkur atriði vegna ummæla Bryndísar Haraldsdóttur í Silfrinu vegna aðkomu Fjárlaganefndar og þingsins að sölu Íslandsbanka. Skoðun 10.4.2022 15:00
Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. Innlent 10.4.2022 12:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent