Við starfi hans, samkvæmt upplýsingum Innherja, tekur Vilhjálmur Vilhjálmsson en hann hefur að undanförnu verið sérfræðingur á skrifstofu forstjóra félagsins.
Vilhjálmur, sem á langa starfsreynslu að baki á fjármálamarkaði, var áður meðal annars forstöðumaður markaðsviðskipta hjá Arion banka auk þess sem hann var um árabil framkvæmdastjóri IFS Greiningar.
Þá hafa þeir Ólafur Bjarki Ágústsson, sem hefur verið verðbréfamiðlari í markaðsviðskiptum Kviku og forverum bankans um margra ára skeið, og Jón Rúnar Ingimarsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum, sömuleiðis hætt störfum hjá Kviku.
Í þeirra stað hefur bankinn ráðið Sigurð Rúnar Ólafsson sem verðbréfamiðlara en hann hefur síðustu ár starfað hjá Landsbankanum en þar áður var hann hjá Íslenskum verðbréfum. Sigurður hefur lokið MSc. í fjárfestingarstjórnun frá Cass Business School í London og BSc. í fjármálum frá Háskóla Íslands.
Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.