Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Karen inn fyrir Þórarin

Karen Áslaug Vignisdóttir hefur verið sett aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu hjá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram á vef bankans.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Halla að­stoðar Loga

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur ráðið Höllu Jónsdóttur sem aðstoðarmann sinn.

Innlent
Fréttamynd

Ráðinn for­stöðumaður við­skiptaþróunar hjá Ofar

Ísleifur Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá tæknifyrirtækinu Ofar og tekur hann einnig sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Hlutverk hans verður að samræma og efla sölu og markaðsókn tekjusviða fyrirtækisins ásamt því að finna ný tækifæri til vaxtar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Elísa­bet Hanna til Bara tala

Elísabet Hanna Maríudóttir hefur tekið við sem samskiptastjóri Bara tala. Í tilkynningu frá Bara tala á Linkedin segir að Elísabet Hanna komi til liðs við þau með víðtæka reynslu úr fjölmiðlum og almannatengslum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þóra kveður Stöð 2

Þóra Björg Clausen hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri Stöðvar 2. Hún hefur starfað hjá Sýn í tíu ár og segir ákvörðunina ekki auðvelda. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences

Klara Sveinsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri líftæknifyrirtækisins Arterna Biosciences. Klara kemur til Arterna Biosciences frá Kerecis en þar hefur hún starfað frá árinu 2018 og haldið utan um nokkrar lykildeildir hjá félaginu á miklum vaxtartímum.

Viðskipti innlent