Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Rapyd á Valitor Eiður Þór Árnason skrifar 23. maí 2022 09:21 Arik Shtilman, forstjóri og stofnandi Rapyd. Rapyd Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna ísraelska fjártæknifyrirtækisins Rapyd og íslenska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor. Tilkynnt var í byrjun júlí 2021 að Rapyd vildi kaupa allt hlutafé í félaginu af Arion banka fyrir 100 milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarða íslenskra króna. Þetta er annað greiðslumiðlunarfyrirtækið sem Rapyd festir kaup á hér á landi en það hafði áður gengið frá kaupum á Korta, sem ber nú heitið Rapyd Europe hf. Hyggst móðurfélagið sameina rekstur þess og Valitor. Fram kemur í tilkynningu frá Rapyd að næstu skref feli í sér að tryggja að skilyrðum kaupanna á Valitor verði fullnægt. Áfram er beðið eftir formlegu samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Væntur hagnaður Arion banka vegna sölunnar, að frádregnum sölukostnaði, er áætlaður um 5 milljarðar króna miðað við gengi dagsins, að sögn bankans. Höfuðstöðvar Valitor í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Samruninn er heimilaður af Samkeppniseftirlitinu með skilyrðum og hefur Rapyd meðal annars skuldbundið sig til að koma í veg fyrir þá samþjöppun sem af samrunanum hefði leitt. Sem hluti af því skuldbindur Rapyd sig til þess að selja frá sér fjölbreytt safn færsluhirðingarsamninga til hæfs kaupanda sem samsvarar hærri markaðshlutdeild á meginmarkaði málsins en markaðshlutdeild Rapyd Europe hf. Með sölunni fer markaðshlutdeild hins sameinaða fyrirtækis marktækt niður fyrir 50%, að sögn Samkeppniseftirlitsins. Rapyd hefur gert samning við Kviku banka um sölu á hluta af samningum Valitor við söluaðila. Fram kemur í tilkynningu frá Kviku að markaðshlutdeild bankans á færsluhirðingarmarkaði á Íslandi verði sterk með kaupunum og muni gera honum kleift að keppa af krafti á markaðnum. Samningurinn muni styrkja stöðu Kviku í greiðsluþjónustu verulega en bankinn veitir þegar greiðsluþjónustu undir vörumerkjum Netgíró og Aur. Skapi tækifæri fyrir Kviku Samkeppniseftirlitið segir að salan skapi aðstæður fyrir Kviku til að hasla sér völl á færsluhirðingarmarkaði og keppa um viðskipti við söluaðila. „Rapyd hyggst halda áfram að byggja upp öfluga starfsemi hér á landi og fjárfesta enn frekar á Íslandi. Fyrirhugað er að á Íslandi verði miðstöð greiðslumiðlunar samstæðunnar fyrir Evrópu. Við sameininguna verður rík áhersla lögð á að samruninn verði hnökralaus og hafi ekki áhrif á þjónustu og öryggi viðskiptavina,“ segir í tilkynningu frá Rapyd. „Virk samkeppni á greiðslukorta- og greiðsluþjónustumörkuðum skiptir miklu máli og hefur áhrif á verð vöru og þjónustu til neytenda á Íslandi. Það er því þýðingarmikið að allir sem að þessu máli koma tryggi að þau skilyrði sem sett eru fyrir kaupum Rapyd á Valitor gangi fram samkvæmt efni sínu. Með því yrði skapaður jarðvegur fyrir jákvæðar breytingar á þessu sviði, neytendum til hagsbóta,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, á vef stofnunarinnar. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Valitor. Markaðshlutdeild að óbreyttu náð allt að 75 prósentum Að sögn eftirlitsins hefur samruninn fyrst og fremst áhrif á mörkuðum fyrir færsluhirðingu á sölustöðum á Íslandi og vegna netviðskipta með uppgjöri í íslenskum krónum. „Það er niðurstaða rannsóknarinnar að ef hin áformuðu kaup Rapyd á Valitor hefðu gengið fram óbreytt og án íhlutunar hefði markaðshlutdeild sameinaðs fyrirtækis orðið á bilinu 70-75% fyrir færsluhirðingu hjá íslenskum söluaðilum.“ Samruninn hefði því að óbreyttu leitt til afgerandi markaðsráðandi stöðu sameinaðs félags eða eftir atvikum styrkingar á mögulegri markaðsráðandi stöðu Valitors. Telur Samkeppniseftirlitið að Rapyd og Valitor séu nánir keppinautar og hefði samruninn því verið til þess fallinn að hindra virka samkeppni í skilningi samkeppnislaga. Bæti afkomu Kviku um 300 milljónir Í kjölfar yfirfærslu samninga frá Valitor til Kviku banka mun fyrrnefnda félagið veita tiltekna tækni- og bakendaþjónustu, þjónustu á sviði uppgjörs gagnvart alþjóðlegu kortafélögum og annast færsluhirðingarvinnslu vegna þeirrar færsluhirðingar sem dótturfélag Kviku veitir söluaðilum. Rapyd er óheimilt að kaupa hina seldu samninga aftur á næstu tíu árum og óheimilt að keppa um viðskipti við söluaðila í hinum seldu samningum í tiltekinn tíma eftir að tímabundnum þjónustukaupum Kviku af þeim lýkur. Kvika hefur einnig gert sátt við Samkeppniseftirlitið þar sem félagið skuldbindur sig meðal annars til þess að færa framangreind þjónustukaup sín fyrir tiltekin tímamörk frá Rapyd og Valitor til annars þjónustuveitanda sem ekki er umsvifamikill færsluhirðir á íslenska markaðnum. Að sögn Samkeppniseftirlitsins er þetta mikilvægur liður í því að tryggja varanlegt samkeppnislegt sjálfstæði Kviku frá hinu nýja sameinaða félagi. Fram kemur í tilkynningu Kviku banka til Kauphallar að gert sé ráð fyrir að yfirfærsla samninga frá Valitor hafi 200 til 300 milljóna króna jákvæð áhrif á afkomu bankans fyrir skatta frá og með árinu 2023. Fréttin hefur verið uppfærð. Samkeppnismál Fjártækni Greiðslumiðlun Íslenskir bankar Tengdar fréttir Rapyd orðið verðmætasta fjártæknifélag Ísraels, verðið sexfaldaðist á rúmu ári Ísraelska fjárftæknifyrirtækið Rapyd, sem tók yfir Kortaþjónustuna árið 2020 og bíður samþykkis yfirvalda vegna kaupa á Valitor, er verðmetið á 15 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði nærri tveggja billjóna íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt ísraelska viðskiptablaðsins Calcalist. 14. mars 2022 15:02 Valitor skilaði loks hagnaði á ársgrundvelli Heildarafkoma Valitor nam um 353 milljónum króna á árinu 2021, samanborið við heildartap upp á um einn milljarð króna árið áður. Viðsnúningurinn á milli ára er því um 1,4 milljarðar króna. 10. febrúar 2022 11:40 Rapyd kaupir Valitor á tólf milljarða Alþjóðlega fjártæknifélagið Rapyd hefur samið við Arion Banka um kaup á Valitor hf. Kaupverðið er hundrað milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarðar króna. 1. júlí 2021 15:41 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þetta er annað greiðslumiðlunarfyrirtækið sem Rapyd festir kaup á hér á landi en það hafði áður gengið frá kaupum á Korta, sem ber nú heitið Rapyd Europe hf. Hyggst móðurfélagið sameina rekstur þess og Valitor. Fram kemur í tilkynningu frá Rapyd að næstu skref feli í sér að tryggja að skilyrðum kaupanna á Valitor verði fullnægt. Áfram er beðið eftir formlegu samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Væntur hagnaður Arion banka vegna sölunnar, að frádregnum sölukostnaði, er áætlaður um 5 milljarðar króna miðað við gengi dagsins, að sögn bankans. Höfuðstöðvar Valitor í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Samruninn er heimilaður af Samkeppniseftirlitinu með skilyrðum og hefur Rapyd meðal annars skuldbundið sig til að koma í veg fyrir þá samþjöppun sem af samrunanum hefði leitt. Sem hluti af því skuldbindur Rapyd sig til þess að selja frá sér fjölbreytt safn færsluhirðingarsamninga til hæfs kaupanda sem samsvarar hærri markaðshlutdeild á meginmarkaði málsins en markaðshlutdeild Rapyd Europe hf. Með sölunni fer markaðshlutdeild hins sameinaða fyrirtækis marktækt niður fyrir 50%, að sögn Samkeppniseftirlitsins. Rapyd hefur gert samning við Kviku banka um sölu á hluta af samningum Valitor við söluaðila. Fram kemur í tilkynningu frá Kviku að markaðshlutdeild bankans á færsluhirðingarmarkaði á Íslandi verði sterk með kaupunum og muni gera honum kleift að keppa af krafti á markaðnum. Samningurinn muni styrkja stöðu Kviku í greiðsluþjónustu verulega en bankinn veitir þegar greiðsluþjónustu undir vörumerkjum Netgíró og Aur. Skapi tækifæri fyrir Kviku Samkeppniseftirlitið segir að salan skapi aðstæður fyrir Kviku til að hasla sér völl á færsluhirðingarmarkaði og keppa um viðskipti við söluaðila. „Rapyd hyggst halda áfram að byggja upp öfluga starfsemi hér á landi og fjárfesta enn frekar á Íslandi. Fyrirhugað er að á Íslandi verði miðstöð greiðslumiðlunar samstæðunnar fyrir Evrópu. Við sameininguna verður rík áhersla lögð á að samruninn verði hnökralaus og hafi ekki áhrif á þjónustu og öryggi viðskiptavina,“ segir í tilkynningu frá Rapyd. „Virk samkeppni á greiðslukorta- og greiðsluþjónustumörkuðum skiptir miklu máli og hefur áhrif á verð vöru og þjónustu til neytenda á Íslandi. Það er því þýðingarmikið að allir sem að þessu máli koma tryggi að þau skilyrði sem sett eru fyrir kaupum Rapyd á Valitor gangi fram samkvæmt efni sínu. Með því yrði skapaður jarðvegur fyrir jákvæðar breytingar á þessu sviði, neytendum til hagsbóta,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, á vef stofnunarinnar. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Valitor. Markaðshlutdeild að óbreyttu náð allt að 75 prósentum Að sögn eftirlitsins hefur samruninn fyrst og fremst áhrif á mörkuðum fyrir færsluhirðingu á sölustöðum á Íslandi og vegna netviðskipta með uppgjöri í íslenskum krónum. „Það er niðurstaða rannsóknarinnar að ef hin áformuðu kaup Rapyd á Valitor hefðu gengið fram óbreytt og án íhlutunar hefði markaðshlutdeild sameinaðs fyrirtækis orðið á bilinu 70-75% fyrir færsluhirðingu hjá íslenskum söluaðilum.“ Samruninn hefði því að óbreyttu leitt til afgerandi markaðsráðandi stöðu sameinaðs félags eða eftir atvikum styrkingar á mögulegri markaðsráðandi stöðu Valitors. Telur Samkeppniseftirlitið að Rapyd og Valitor séu nánir keppinautar og hefði samruninn því verið til þess fallinn að hindra virka samkeppni í skilningi samkeppnislaga. Bæti afkomu Kviku um 300 milljónir Í kjölfar yfirfærslu samninga frá Valitor til Kviku banka mun fyrrnefnda félagið veita tiltekna tækni- og bakendaþjónustu, þjónustu á sviði uppgjörs gagnvart alþjóðlegu kortafélögum og annast færsluhirðingarvinnslu vegna þeirrar færsluhirðingar sem dótturfélag Kviku veitir söluaðilum. Rapyd er óheimilt að kaupa hina seldu samninga aftur á næstu tíu árum og óheimilt að keppa um viðskipti við söluaðila í hinum seldu samningum í tiltekinn tíma eftir að tímabundnum þjónustukaupum Kviku af þeim lýkur. Kvika hefur einnig gert sátt við Samkeppniseftirlitið þar sem félagið skuldbindur sig meðal annars til þess að færa framangreind þjónustukaup sín fyrir tiltekin tímamörk frá Rapyd og Valitor til annars þjónustuveitanda sem ekki er umsvifamikill færsluhirðir á íslenska markaðnum. Að sögn Samkeppniseftirlitsins er þetta mikilvægur liður í því að tryggja varanlegt samkeppnislegt sjálfstæði Kviku frá hinu nýja sameinaða félagi. Fram kemur í tilkynningu Kviku banka til Kauphallar að gert sé ráð fyrir að yfirfærsla samninga frá Valitor hafi 200 til 300 milljóna króna jákvæð áhrif á afkomu bankans fyrir skatta frá og með árinu 2023. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samkeppnismál Fjártækni Greiðslumiðlun Íslenskir bankar Tengdar fréttir Rapyd orðið verðmætasta fjártæknifélag Ísraels, verðið sexfaldaðist á rúmu ári Ísraelska fjárftæknifyrirtækið Rapyd, sem tók yfir Kortaþjónustuna árið 2020 og bíður samþykkis yfirvalda vegna kaupa á Valitor, er verðmetið á 15 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði nærri tveggja billjóna íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt ísraelska viðskiptablaðsins Calcalist. 14. mars 2022 15:02 Valitor skilaði loks hagnaði á ársgrundvelli Heildarafkoma Valitor nam um 353 milljónum króna á árinu 2021, samanborið við heildartap upp á um einn milljarð króna árið áður. Viðsnúningurinn á milli ára er því um 1,4 milljarðar króna. 10. febrúar 2022 11:40 Rapyd kaupir Valitor á tólf milljarða Alþjóðlega fjártæknifélagið Rapyd hefur samið við Arion Banka um kaup á Valitor hf. Kaupverðið er hundrað milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarðar króna. 1. júlí 2021 15:41 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Rapyd orðið verðmætasta fjártæknifélag Ísraels, verðið sexfaldaðist á rúmu ári Ísraelska fjárftæknifyrirtækið Rapyd, sem tók yfir Kortaþjónustuna árið 2020 og bíður samþykkis yfirvalda vegna kaupa á Valitor, er verðmetið á 15 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði nærri tveggja billjóna íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt ísraelska viðskiptablaðsins Calcalist. 14. mars 2022 15:02
Valitor skilaði loks hagnaði á ársgrundvelli Heildarafkoma Valitor nam um 353 milljónum króna á árinu 2021, samanborið við heildartap upp á um einn milljarð króna árið áður. Viðsnúningurinn á milli ára er því um 1,4 milljarðar króna. 10. febrúar 2022 11:40
Rapyd kaupir Valitor á tólf milljarða Alþjóðlega fjártæknifélagið Rapyd hefur samið við Arion Banka um kaup á Valitor hf. Kaupverðið er hundrað milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarðar króna. 1. júlí 2021 15:41