Myndlist

Fréttamynd

Brjóstin urðu fræg á augabragði

Hildur Hákonardóttir hefur með sanni farið eigin leiðir og rutt brautina í listheiminum hérlendis en með listsköpun sinni segir hún gjarnan sögur og er þekkt fyrir pólitísk verk sín. Hildur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún veitir innsýn í sögurnar á bak við listaverkin á yfirlitssýningu verka hennar, Rauður þráður, á Kjarvalsstöðum.

Menning
Fréttamynd

„Planið er að yfirtaka Ísland“

Vinsælum verkum listamannsins Juan fjölgar sífellt hér á landi en skreytingar hans á veggjum, grindverkum og húsum hafa vakið mikla athygli. Verk hans er að finna víða á landinu og leitar hann stöðugt að lausu plássi. Markmiðið er að eiga verk alls staðar og halda áfram að stækka.

Lífið
Fréttamynd

„Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“

Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Anna Maggý og Ashley Tisdale á listamessunni LA Art Show

Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý er stödd í Kaliforníu um þessar mundir en hún er með bás á alþjóðlegu listamessunni LA Art Show. Með henni í för er Ásdís Þula, eigandi Gallerí Þulu, en blaðamaður tók aðeins púlsinn á þeim.

Menning
Fréttamynd

Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað

„Mig langaði að taka inn hinn tilfinningaskalann sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um cornucopiu, væntanlega tónleikaseríu sína í Laugardalshöll. Blaðamaður settist niður með henni og fékk nánari innsýn í hennar stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim.

Tónlist
Fréttamynd

Ákærðar fyrir vörslu þýfis og brot á höfundalögum

Héraðssaksóknari hefur ákært tvær listakonur fyrir brot á höfundarrétti vegna styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Snæfellsnesi í fyrra. Styttan var flutt til Reykjavíkur en þar komu þær Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Lionel Messi kominn á Hvolsvöll

Knattspyrnuhetjan Messi og átrúnaðargoð margra er nú mættur á Hvolsvöll, reyndar ekki í eigin persónu en níu ára strákur á staðnum fékk málverk af honum í afmælisgjöf, sem mamma hans málaði. Verkið hefur vakið mikla athygli.

Lífið
Fréttamynd

Rafmögnuð stemning í Kópavogi í kvöld

„Vörpunarverk Þórönnu er eitt stærsta og viðamesta verkefnið á hátíðinni í ár en áralöng hefð er fyrir því að varpa nýju verki á kirkjuna á Vetrarhátíð,“ segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefna- og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi en glæsileg dagskrá Vetrarhátíðar hefst í kvöld klukkan 18 þegar verki Þórönnu Björnsdóttur verður varpað á austurhlið Kópavogskirkju.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Gunna Tryggva færir Sel­fyssingum veg­lega gjöf með skýrum skil­yrðum

Myndlistarkonan Guðrún Arndís Tryggvadóttir hefur fært sveitarfélaginu Árborg málverkið Kafarann að gjöf og óskar þess að verkið verði sett upp á gangi sundlaugarbyggingar Sundhallar Selfoss. Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að þiggja gjöfina – sem sögð er „höfðingleg“ – og gangast við þeim skilyrðum sem Guðrún Arndís setur. Verkið muni sóma sér vel í Sundhöll Selfoss.

Menning
Fréttamynd

Rannsakar hlut kvenna í íslenskri listasögu næsta árið

Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir hefur verið valin til að gegna rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að rannsaka hlut kvenna í íslenskri listasögu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur.

Menning
Fréttamynd

„Greinilega lítill tískugosi sem ég geng með“

Tískan er órjúfanlegur hluti af listagyðjunni Sögu Sigurðardóttur, sem er þekkt fyrir litríkan og einstakan stíl sinn. Klæðaburður er sköpunarform að hennar mati og hún nýtur þess nú að þróa stílinn sinn í nýja átt þar sem hún er ólétt. Saga Sigurðardóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sigurður maðurinn á bak við Auglýsingahléð

Myndlistarmaðurinn Sigurður Ámundason er maðurinn á bak við myndlistarverkin sem hafa síðastliðna daga yfirtekið auglýsingaskilti víða um borgina. Sýningin, sem ber heitið Rétthermi, birtist á hundruðum skjáa og hefur líklega náð til yfir 80% höfuðborgarbúa.

Menning
Fréttamynd

KÚNST: Kúrekar og leyndarmál í Ásmundarsal

Síðastliðin fimm ár hefur Ásmundarsalur staðið fyrir jólasýningu þar sem fjölbreyttur hópur myndlistarfólks kemur saman með ólík listaverk til sölu. Í dag, á Þorláksmessu, er síðasti dagur sýningarinnar en KÚNST leit við á sýninguna um daginn og fékk innsýn í hugarheim nokkurra listamanna á svæðinu.

Menning
Fréttamynd

Matargerð og myndlist í eina sæng

Listakonurnar Antonía Bergþórsdóttir og Íris María Leifsdóttir opna sýninguna „Leiðarvísir augnablika“ á veitingastaðnum Sumac í dag. Verkin verða varanlegur hluti af veitingastaðnum og eru unnin undir áhrifum matargerðar Þráins Freys Vigfússonar, yfirkokks á Sumac og ÓX.

Menning
Fréttamynd

KÚNST: Jólasýningin í Ásmundarsal

„Það sem skiptir svo miklu máli er að kafa aðeins dýpra og skilja hvað það er sem myndlistarmaðurinn er að fást við. Af hverju er hann að fást við það og hver er sagan? Oft er sagan miklu meira en helmingurinn af verkinu,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, sýningarstjóri Jólasýningarinnar 2022 í Ásmundarsal. 

Menning
Fréttamynd

Smíðuðu plexi kassa sem flaug óvart á vörubíl

Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý hefur leikstýrt ýmsum myndböndum í gegnum tíðina og má þar nefna tónlistarmyndband fyrir tónlistarkonuna Eydísi Evensen við lagið Brotin. Anna Maggý er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst en þar deildi hún meðal annars vægast sagt eftirminnilegri reynslusögu.

Menning
Fréttamynd

Þessi fá listamannalaunin 2023

Tilkynningar hafa verið sendar út til þeirra listamanna sem sóttu um starfslaun fyrir árið 2023 og hafa beðið milli vonar og ótta. Nú liggur fyrir hverjir fá listamannalaun og hverjir ekki.

Menning