„Planið er að yfirtaka Ísland“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. mars 2023 08:00 Juan telur að hann hafi að minnsta kosti gert yfir hundrað verk og jafnvel allt að þúsund. Vísir/Sigurjón Vinsælum verkum listamannsins Juan fjölgar sífellt hér á landi en skreytingar hans á veggjum, grindverkum og húsum hafa vakið mikla athygli. Verk hans er að finna víða á landinu og leitar hann stöðugt að lausu plássi. Markmiðið er að eiga verk alls staðar og halda áfram að stækka. Juan, eða Juan Pictures Art eins og hann kallar sig, er upprunalega frá Spáni og kom til landsins fyrir nokkrum árum en hann segir listina snemma hafa heillað. „Frá því að ég var tólf eða þrettán ára þá var ég að graffa en svo áttaði ég mig á því að ég gæti líka gert mínar eigin veggmyndir og boðið fólki sem vildi kannski hafa þessi listaverk og síðan hef ég stundað þetta. Þegar ég kom til Íslands þá varð smá sprenging og ég var alltaf að mála og þannig hefur það verið fram að þessu,“ segir Juan. Hann er stöðugt að leita að lausu plássi og undanfarið hefur hann meðal annars tekið upp á því að bjóða íbúum í Langholtshverfi og Laugardal krafta sína. „Ég er alltaf beðinn um að koma og mála og ég held hafi sex eða sjö verk hérna og ég er enn að fá beiðnir, svo það er býsna gott,“ segir hann. Eitt slíkt verk er á Langholtsvegi þar sem eigendurnir eru hæstánægðir þar sem verkið hefur vakið mikla athygli frá gestum og gangandi. „Hann hafði samband, vantaði vegg, og að sjálfsögðu hleypti ég honum á vegginn hjá mér. Þetta er ekkert smá flott hjá honum, þetta er búið að lífga upp á tilveruna. Ég hvet alla til þess að segja já við hann,“ segir Guðmundur Páll Ólafsson, íbúi á Langholtsvegi. Listaverk Juans hefur vakið mikla lukku hjá eigendunum og öðrum í hverfinu. Vísir/Sigurjón „Þetta tók mig þrjár klukkustundir en það var mikil tilraunarstarfsemi, ég var ekki með teikningu og vissi ekki hvað ég ætlaði að gera. En það getur tekið allt frá einum degi upp í þrjá til fjóra daga að klára svona verk, það fer eftir teikningunni og stærðinni,“ segir Juan. Sjálfur segist Juan ekki hafa tölu af því hversu mörg listaverk hans eru orðin í heildina en þau séu jafnvel allt að þúsund. Stærri verk eru í uppáhaldi þar sem hann elskar að mála veggmyndir en getur málað hvað sem er að eigin sögn. Þá eru viðfangsefnin alls konar. „Ég er mjög fjölhæfur, hvort sem það er raunverulegt eða abstrakt, teikningar, málverk, myndir. Ég blanda öllu saman, ég held að það geri það töfrandi,“ segir Juan en hann notar einnig ýmis efni í listaverkin sín og mismunandi leiðir. Super Mario grindverkið á Hofsvallagötu nýtur mikilla vinsælda og er eflaust vinsælasta verk Juans. Vísir/Arnar Stærsta verk hans er í Keflavík en það vinsælasta án efa Super Mario listaverkið á grindverki við Hofsvallagötu í Vesturbæ, sem hefur meira að segja vakið athygli utan landssteinanna. Hann er opinn fyrir öllu í framhaldinu en viðurkennir að hann sé spenntur fyrir því að mála stóran vegg í háskólanum, sem hann hefur verið í viðræðum um. Þó flest hans verk séu á höfuðborgarsvæðinu eru þau einnig víðar. „Ég reyni að fara út um allt. Ég er með verk á Selfossi, Ísafirði og Sauðakróki, Keflavík, Njarðvík. Það sem mig vantar er Akureyri, ég er með tengiliði þar, þau hafa skrifað mér en það hefur ekki orðið af því enn,“ segir Juan en markmiðið er einfalt, að eiga verk alls staðar. „Planið er að yfirtaka Ísland.“ Juan heldur úti Instagram síðu þar sem hann sýnir listaverkin sín en nokkur dæmi má finna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) Myndlist Reykjavík Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Juan, eða Juan Pictures Art eins og hann kallar sig, er upprunalega frá Spáni og kom til landsins fyrir nokkrum árum en hann segir listina snemma hafa heillað. „Frá því að ég var tólf eða þrettán ára þá var ég að graffa en svo áttaði ég mig á því að ég gæti líka gert mínar eigin veggmyndir og boðið fólki sem vildi kannski hafa þessi listaverk og síðan hef ég stundað þetta. Þegar ég kom til Íslands þá varð smá sprenging og ég var alltaf að mála og þannig hefur það verið fram að þessu,“ segir Juan. Hann er stöðugt að leita að lausu plássi og undanfarið hefur hann meðal annars tekið upp á því að bjóða íbúum í Langholtshverfi og Laugardal krafta sína. „Ég er alltaf beðinn um að koma og mála og ég held hafi sex eða sjö verk hérna og ég er enn að fá beiðnir, svo það er býsna gott,“ segir hann. Eitt slíkt verk er á Langholtsvegi þar sem eigendurnir eru hæstánægðir þar sem verkið hefur vakið mikla athygli frá gestum og gangandi. „Hann hafði samband, vantaði vegg, og að sjálfsögðu hleypti ég honum á vegginn hjá mér. Þetta er ekkert smá flott hjá honum, þetta er búið að lífga upp á tilveruna. Ég hvet alla til þess að segja já við hann,“ segir Guðmundur Páll Ólafsson, íbúi á Langholtsvegi. Listaverk Juans hefur vakið mikla lukku hjá eigendunum og öðrum í hverfinu. Vísir/Sigurjón „Þetta tók mig þrjár klukkustundir en það var mikil tilraunarstarfsemi, ég var ekki með teikningu og vissi ekki hvað ég ætlaði að gera. En það getur tekið allt frá einum degi upp í þrjá til fjóra daga að klára svona verk, það fer eftir teikningunni og stærðinni,“ segir Juan. Sjálfur segist Juan ekki hafa tölu af því hversu mörg listaverk hans eru orðin í heildina en þau séu jafnvel allt að þúsund. Stærri verk eru í uppáhaldi þar sem hann elskar að mála veggmyndir en getur málað hvað sem er að eigin sögn. Þá eru viðfangsefnin alls konar. „Ég er mjög fjölhæfur, hvort sem það er raunverulegt eða abstrakt, teikningar, málverk, myndir. Ég blanda öllu saman, ég held að það geri það töfrandi,“ segir Juan en hann notar einnig ýmis efni í listaverkin sín og mismunandi leiðir. Super Mario grindverkið á Hofsvallagötu nýtur mikilla vinsælda og er eflaust vinsælasta verk Juans. Vísir/Arnar Stærsta verk hans er í Keflavík en það vinsælasta án efa Super Mario listaverkið á grindverki við Hofsvallagötu í Vesturbæ, sem hefur meira að segja vakið athygli utan landssteinanna. Hann er opinn fyrir öllu í framhaldinu en viðurkennir að hann sé spenntur fyrir því að mála stóran vegg í háskólanum, sem hann hefur verið í viðræðum um. Þó flest hans verk séu á höfuðborgarsvæðinu eru þau einnig víðar. „Ég reyni að fara út um allt. Ég er með verk á Selfossi, Ísafirði og Sauðakróki, Keflavík, Njarðvík. Það sem mig vantar er Akureyri, ég er með tengiliði þar, þau hafa skrifað mér en það hefur ekki orðið af því enn,“ segir Juan en markmiðið er einfalt, að eiga verk alls staðar. „Planið er að yfirtaka Ísland.“ Juan heldur úti Instagram síðu þar sem hann sýnir listaverkin sín en nokkur dæmi má finna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart)
Myndlist Reykjavík Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira