Menning

Draumurinn rættist þegar Netflix hringdi

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.
Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Vísir/Vilhelm

Ljósmyndarinn Benjamin Hardman hefur verið hugfanginn af Íslandi frá því hann kom hingað í fyrsta skipti árið 2013. Tveimur árum síðar flutti hann hingað og hefur síðan þá unnið hörðum höndum að því að láta draum sinn rætast um að vinna af fullum krafti við ljósmyndun og myndbandsgerð. Hann á að baki sér áhugaverða og einstaka sögu en Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan:

Draumur allt hans líf

„Fyrir tveimur árum byrjaði ég að vinna fyrir Netflix, við að taka upp myndbönd. Þetta hefur verið draumur allt mitt líf, að taka þátt í að búa til Our Planet efni í stíl David Attenborough. Loksins fékk ég tækifærið.“ 

Benjamin segir að COVID faraldurinn hafi spilað veigamikið hlutverk í þessu, þar sem teymið á bak við þættina komst ekki til Íslands til að taka upp.

Benjamin Hardman vinnur nú að Life on Our Planet þáttaseríu fyrir Netflix.Vísir/Vilhelm

Sjö dagar urðu að tveimur árum

„Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti mynda. Þau gáfu mér bara lista, aðallista yfir mismunandi tökustaði og draumatökur, og síðan þýddi ég myndir þeirra yfir í tökustaði og tökuplan, segir Benjamin og bætir við:

„Vegna COVID gátu þau ekki komið svo ég tók að mér að hringja í landeigendur, fá öll leyfi og fást við alla þessa skipulagsvinnu sem er nauðsynleg og sjö dagar urðu að tveim árum og hundrað og eitthvað dögum af kvikmyndatökum fyrir Life on Our Planet, sem kemur út mjög fljótlega.“

Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.


Tengdar fréttir

Flutti úlpu­laus til Ís­lands en fann lykilinn að list­sköpunni

Benjamin Hardman flutti úlpulaus til Íslands frá Ástralíu fyrir rúmum sjö árum með um það bil þúsund fylgjendur á Instagram og draum um að geta unnið sem ljósmyndari. Hann er nú með um 725 þúsund fylgjendur þar sem hann deilir ævintýrum sínum og sinnir ástríðu sinni á ljósmyndun og myndbandsgerð af fullum krafti. Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hann ræðir opinskátt um lífið, listina og mikilvægi þess að elta draumana sína.

Fékk ljós að láni hjá Salvador Dali

Myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir er óhrædd við að nálgast óþægileg viðfangsefni í list sinni. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni þar sem verk Siggu Bjargar eiga í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún deilir sínum skapandi hugarheimi ásamt skemmtilegum sögum.

Brjóstin urðu fræg á augabragði

Hildur Hákonardóttir hefur með sanni farið eigin leiðir og rutt brautina í listheiminum hérlendis en með listsköpun sinni segir hún gjarnan sögur og er þekkt fyrir pólitísk verk sín. Hildur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún veitir innsýn í sögurnar á bak við listaverkin á yfirlitssýningu verka hennar, Rauður þráður, á Kjarvalsstöðum.

„Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“

Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×