Myndlist

Fréttamynd

„Sumt er á yfirborðinu, annað lendir undir“

Listakonan Sandra H. Andersen sækir innblástur í áhugaverðar konur í listsköpun sinni en hún hefur verið búsett í Bandaríkjunum síðastliðin átta ár, fyrst í Los Angeles og svo í New York þar sem hún býr í dag. Sandra stendur fyrir sýningunni Lag eftir lag sem er einungis opin á morgun, Menningarnótt, en blaðamaður heyrði í henni og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim.

Menning
Fréttamynd

Heitasta listapar landsins býður í heimsókn

Listræna kærustuparið Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson ætla að veita gestum og gangandi innsýn í skapandi hugarheima sína á Menningarnótt með opinni vinnustofu. Blaðamaður heyrði í Sögu og fékk að heyra nánar frá þessum viðburði.

Menning
Fréttamynd

„Þetta gefur mér alveg óskaplega mikið“

Listamaðurinn Pétur Geir Magnússon sækir innblástur í náttúruna í sköpun sinni. Hann hefur komið að ýmsum skapandi greinum í gegnum tíðina og hefur augun sífellt opin fyrir nýjum hlutum. Amma hans og afi höfðu mótandi áhrif á myndlistarferil hans en Pétur Geir opnar listasýningu sína Annarskonar Annaspann í dag klukkan 14:00. Blaðamaður tók púlsinn á Pétri Geir og fékk að heyra nánar frá sýningunni og sköpunargleðinni.

Menning
Fréttamynd

Frestunarárátta og ofhugsun víkja úr vegi

Fjölhæfu listakonurnar Salka Rósinkranz og Tóta Kolbeinsdóttir halda uppi vinnustofu í Gryfjunni í Ásmundarsal í fjórar vikur þar sem þær vinna að bókverki. Þar hafa þær komið fyrir einföldu prentverkstæði og vinna að fjölfeldi einnar opnu á dag. Vinnustofan, sem nefnist Prenta bók, er opin öllum þar sem gestir geta haft áhrif á framvindu verksins með því að skrá hugtök og hugleiðingar í gestabók.

Menning
Fréttamynd

Heldur á vit ævintýranna á Ítalíu

Listakonan Linda Jóhannsdóttir hefur komið víða að í hinum skapandi heimi og er á leið til Flórens í framhaldsnám í listum. Hún stendur fyrir sýningunni Ástarljóð sem opnar í dag klukkan 17:00 í Gallerí Sólveig Hólm. Linda hefur aðallega unnið list sína á pappír og er eigandi og hönnuður merkisins Pastelpaper en á þessari sýningu sýnir hún í fyrsta skipti stór abstrakt verk á stiga.

Menning
Fréttamynd

Fundu málverk metið á átta milljarða undir rúmi svikahrapps

Málverk eftir Tarsila do Amaral, einn þekktasta listmálara Brasilíu, fannst falið undir rúmi meints svikahrapps í lögreglurassíu á Ipanema-strönd í Rio de Janeiro á miðvikudagsmorgun. Rassían tengdist margra milljarða listaverkastuldi og fjársvikum sem beindust að 82 ára gamalli konu.

Erlent
Fréttamynd

Ástin í öllum sínum formum

Parið Unnur Guðrún Þórarinsdóttir og Sigríður Hermannsdóttir sameina krafta sína í þágu hinsegin samfélagsins með sölu á listaverkum. Salan rennur til Samtakanna '78 og Hinseginleikans, sem bæði vinna mikilvægt og kraftmikið starf. Blaðamaður tók púlsinn á þeim Unni og Sigríði.

Menning
Fréttamynd

„Hér munu hlutir fæðast“

Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar svokallað pop-up stúdíó og gallerí að Bankastræti 12. Hún fagnaði þrítugs afmæli sínu í síðustu viku og í tilefni af því mun hún halda sameiginlegt afmælisteiti og opnun á galleríinu í dag frá klukkan 17:00-20:00. Blaðamaður tók púlsinn á Júlíönnu og fékk að heyra nánar frá.

Menning
Fréttamynd

„Hin lifandi list er auðvitað bara lífið sjálft“

Listmálarinn Margrét Jónsdóttir stendur fyrir sýningunni ÓBÆRILEGUR LÉTTLEIKI TILVERUNNAR í Gallerí Gróttu. Í list sinni er hún stöðugt að túlka það sem hún skynjar í umhverfinu, þjóðfélagsstöðu sinni og samfélaginu.

Menning
Fréttamynd

Raggi Kjartans kenndi Æði strákunum gjörningalist á typpinu

„Þetta var alveg með topp þremur steiktustu mómentum lífs míns. Að vera fokking öskrandi, ber að ofan, á meðan Patti er að mála með typpinu og það er einhver fimmtugur karlmaður hoppandi á typpinu í sófanum,“ segir Bassi Maraj um upplifun sína af listgjörning með Ragga Kjartans í síðasta þætti ÆÐI.

Lífið
Fréttamynd

40 ár frá fyrstu einkasýningunni

Listakonan Heidi Strand opnar sýninguna Heiði og strönd á Hlöðuloftinu að Korpúlfsstöðum á morgun. Í forgrunni verða textílverk hennar sem eru 70 talsins og eru flest unnin á tímabilinu 2015 til dagsins í dag.

Menning
Fréttamynd

Enginn skilinn eftir

Viðburðurinn og fjáröflunin no h00man left behind fer fram á morgun í Post-húsinu að Skeljanesi 21 en fjölbreyttur hópur tónlistarfólks kemur þar fram í nafni mannréttinda. Natka Klimowicz er einn af skipuleggjendum viðburðarins en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá þeim málefnum sem þessi fjáröflun er að leggja áherslu á.

Menning
Fréttamynd

Skapari Yu-Gi-Oh! fannst látinn

Kazuki Takahashi, skapari Yu-Gi-Oh! teiknimyndasagnanna, fannst látinn í gær. Lík hans fannst við strendur Okinawa-eyju í Japan en hann hafði verið að snorkla.

Erlent
Fréttamynd

Vann eftir­sótt verð­laun með frum­raun sinni

Lilja Cardew vann kápuverðlaun bókaútgefandans Penguin á dögunum fyrir hennar hugmynd af kápu bókarinnar Diary of a Young Naturalist. Þetta var í fyrsta sinn sem Lilja teiknaði bókakápu en 1.500 manns tóku þátt í keppninni.

Lífið
Fréttamynd

„Viljum fá fólk til að koma auga á það sem hér leynist“

Finnbogi Pétursson myndlistarmaður opnar sýningu í Hillebrandtshúsinu í gamla bænum á Blönduósi á morgun klukkan 16:00. Um er að ræða nýtt verk eftir listamanninn sem fengið hefur nafnið FLÓI. Hjónin Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius standa fyrir sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á Finni.

Menning
Fréttamynd

Heiðrar minningu systur sinnar: „Hún átti eftir að sýna heiminum listina sína“

Valgerður Anna Einarsdóttir, jafnan þekkt sem Vala, stendur fyrir sýningunni House of Van Helzing á LungA hátíðinni í ár. Sýningin er haldin til heiðurs systur hennar, hönnuðinum og listakonunni Tótu Van Helzing, sem lést í lok árs 2021 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Blaðamaður hafði samband við Völu og fékk nánari innsýn í sýninguna.

Menning