Menning

„Þetta er uppgjör og upprisa“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Listakonan Mæja Sif Daníelsdóttir opnar listasýningu næstkomandi fimmtudag.
Listakonan Mæja Sif Daníelsdóttir opnar listasýningu næstkomandi fimmtudag. Aðsend

„Síðustu tvö ár hef ég lítið málað og ég fann í byrjun árs að ég var hreinlega að springa úr þörf til að skapa,“ segir listakonan Mæja Sif Daníelsdóttir, sem opnar sýninguna Upprisa í Núllinu Gallerý næstkomandi fimmtudag.

Tilfinningar og tónlist

Í samtali við blaðamann segir Mæja að í kjölfar sköpunarþrárinnar hafi hún aðeins byrjað að mála á nóttinni.

„Ég byrjaði að skora á sjálfa mig að fara út fyrir rammann minn. Þess vegna heitir sýningin Upprisa. 

Ég er að rísa upp úr lægð og hlakka til að sýna fólki fjölbreytileika í listsköpun minni, en uppsprettan hjá mér er alltaf tilfinningar mínar og tónlist. 

Þetta er uppgjör og upprisa.“

Aðspurð hvaðan hún sækir innblástur segist Mæja fá hann frá fólki og tónlist.

„Ég sé oft málverk og liti þegar ég hlusta á tónlist. Ég vinn á Bakabaka og er mikið í kringum fólk.“

Hugleiðsla og heilun

Sýningin hefur verið í vinnslu allt árið og segist Mæja hafa unnið að henni í hægum skrefum. Myndlistin veitir henni vellíðan.

„Að mála og vera ein er mín hugleiðsla og heilun. Það eru miklir litir og gleði í verkunum.“

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér.


Tengdar fréttir

Vélsmiðja og myndlist í mögnuðum samruna

Nokkrar af helstu perlum íslenskrar myndlistar verða sýndar á afar sérstæðri sýningu laugardaginn 1. október. Hún stendur aðeins yfir í fjórar klukkustundir og er í vélasölum Héðins í Helluhverfinu í Hafnarfirði. 

KÚNST: Kvenlæga mýktin í forgrunni

Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er óhrædd við að fara eigin leiðir í sinni listsköpun og takmarkar sig ekki við ákveðinn listmiðil. Þegar henni fannst striginn farinn að hafa áhrif á flæði listsköpunarinnar tók hún málin í eigin hendur og fór sjálf að smíða striga og ramma. Júlíanna Ósk Hafberg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Hannaði listrænan skúlptúr úr yfir 100 titrurum

Listamaðurinn Dafne Blade fer eigin leiðir í sinni listsköpun en skúlptúr verk háns á Erotic Heritage Museum í Las Vegas hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Í forgrunni verksins er eitt vinsælasta kynlífsleikfang dægurmenningar, töfrasprotinn, í rúmlega hundrað stykkjum sem saman mynda eina listræna heild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.