Heitasta listapar landsins býður í heimsókn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 08:01 Parið Saga Sig og Vilhelm Anton bjóða í opna vinnustofu á Menningarnótt. Illugi Vilhemsson Listræna kærustuparið Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson ætla að veita gestum og gangandi innsýn í skapandi hugarheima sína á Menningarnótt með opinni vinnustofu. Blaðamaður heyrði í Sögu og fékk að heyra nánar frá þessum viðburði. Öðruvísi upplifun „Við ákváðum að opna vinnustofunni fyrir gestum því við höfum gert það áður og það var svo skemmtilegt,“ segir Saga. „Okkur finnst sjálfum gaman að heimsækja aðra listamenn, það er einhvern veginn allt annað en að fara á sýningu.“ Hún segir stúdíó þeirra einnig vel staðsett, á þriðju hæð á Laugavegi 25, sem hentar einstaklega vel á Menningarnótt. View this post on Instagram A post shared by Saga Sig (@sagasig) Fyrstu tónleikarnir í þrjú ár Það er ýmislegt spennandi í bígerð hjá Sögu og Villa en ólík listform mætast á laugardaginn. „Við erum bæði búin að vera mála ný verk og svo passaði fullkomlega að hljómsveitin hans Villa, 200.000 naglbítar, héldu tónleika. Þeir hafa ekki spilað í þrjú ár og taka nokkur lög klukkan 20:00. Húsið er annars opið frá 17:00 á laugardaginn,“ segir Saga og bætir við: „Villi sýnir ný verk sem hann málaði út frá því að hlusta á skáldsögur og ævisögur Hemingway og serían einkennist af abstrakt portraitum af honum. Mín verk eru framhald af því sem ég hef verið að mála, þetta eru abstrakt verk sem eru máluð út frá tilfinningu.“ Listaverk eftir Villa.Aðsend Skapandi samband Parið fer skapandi leiðir í lífinu og má segja að listin sé rauður þráður hjá þeim. „Það eru mikil forréttindi að vera í sambandi þar sem báðir aðilar hafa svona mikla ástríðu fyrir því að skapa og vinna við það. Við förum oft öll fjölskyldan saman upp á vinnustofuna og strákarnir okkar að mála, teikna eða búa til tónlist líka.“ View this post on Instagram A post shared by Saga Sigurdardottir (@saga_sigurdardottir) Aðspurð segir Saga að hún og Villi vinni vel saman. „Við höfum ekki beint sameinað krafta okkar í listsköpunni, kannski aðallega hjálpað hvort öðru þar sem styrkleikar okkar liggja. Ég til dæmis við að taka myndir fyrir verkefnin hans Villa og Villi að hjálpa mér í hugmyndavinnu og textasmíð. Við höfum reyndar framleitt saman verkefni fyrir skandinavíska Vogue,“ segir Saga að lokum. Myndlist Menning Ástin og lífið Tengdar fréttir Mistökin sem urðu að einhverju geggjuðu Listakonan Saga Sigurðardóttir var viðmælandi í þriðja þætti vefseríunnar KÚNST. 5. febrúar 2022 11:30 Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00 Saga Sig og Villi: „Listin flæðir yfir allt sem við gerum“ Kærustuparið Saga Sig og Vilhelm Anton, betur þekktur sem Villi Naglbítur, bjóða fólki að koma á opna vinnustofu sína í dag frá kl. 14 til 16 þar sem fólk getur bæði skoðað og keypt verk þeirra. 23. maí 2020 10:59 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Öðruvísi upplifun „Við ákváðum að opna vinnustofunni fyrir gestum því við höfum gert það áður og það var svo skemmtilegt,“ segir Saga. „Okkur finnst sjálfum gaman að heimsækja aðra listamenn, það er einhvern veginn allt annað en að fara á sýningu.“ Hún segir stúdíó þeirra einnig vel staðsett, á þriðju hæð á Laugavegi 25, sem hentar einstaklega vel á Menningarnótt. View this post on Instagram A post shared by Saga Sig (@sagasig) Fyrstu tónleikarnir í þrjú ár Það er ýmislegt spennandi í bígerð hjá Sögu og Villa en ólík listform mætast á laugardaginn. „Við erum bæði búin að vera mála ný verk og svo passaði fullkomlega að hljómsveitin hans Villa, 200.000 naglbítar, héldu tónleika. Þeir hafa ekki spilað í þrjú ár og taka nokkur lög klukkan 20:00. Húsið er annars opið frá 17:00 á laugardaginn,“ segir Saga og bætir við: „Villi sýnir ný verk sem hann málaði út frá því að hlusta á skáldsögur og ævisögur Hemingway og serían einkennist af abstrakt portraitum af honum. Mín verk eru framhald af því sem ég hef verið að mála, þetta eru abstrakt verk sem eru máluð út frá tilfinningu.“ Listaverk eftir Villa.Aðsend Skapandi samband Parið fer skapandi leiðir í lífinu og má segja að listin sé rauður þráður hjá þeim. „Það eru mikil forréttindi að vera í sambandi þar sem báðir aðilar hafa svona mikla ástríðu fyrir því að skapa og vinna við það. Við förum oft öll fjölskyldan saman upp á vinnustofuna og strákarnir okkar að mála, teikna eða búa til tónlist líka.“ View this post on Instagram A post shared by Saga Sigurdardottir (@saga_sigurdardottir) Aðspurð segir Saga að hún og Villi vinni vel saman. „Við höfum ekki beint sameinað krafta okkar í listsköpunni, kannski aðallega hjálpað hvort öðru þar sem styrkleikar okkar liggja. Ég til dæmis við að taka myndir fyrir verkefnin hans Villa og Villi að hjálpa mér í hugmyndavinnu og textasmíð. Við höfum reyndar framleitt saman verkefni fyrir skandinavíska Vogue,“ segir Saga að lokum.
Myndlist Menning Ástin og lífið Tengdar fréttir Mistökin sem urðu að einhverju geggjuðu Listakonan Saga Sigurðardóttir var viðmælandi í þriðja þætti vefseríunnar KÚNST. 5. febrúar 2022 11:30 Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00 Saga Sig og Villi: „Listin flæðir yfir allt sem við gerum“ Kærustuparið Saga Sig og Vilhelm Anton, betur þekktur sem Villi Naglbítur, bjóða fólki að koma á opna vinnustofu sína í dag frá kl. 14 til 16 þar sem fólk getur bæði skoðað og keypt verk þeirra. 23. maí 2020 10:59 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Mistökin sem urðu að einhverju geggjuðu Listakonan Saga Sigurðardóttir var viðmælandi í þriðja þætti vefseríunnar KÚNST. 5. febrúar 2022 11:30
Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00
Saga Sig og Villi: „Listin flæðir yfir allt sem við gerum“ Kærustuparið Saga Sig og Vilhelm Anton, betur þekktur sem Villi Naglbítur, bjóða fólki að koma á opna vinnustofu sína í dag frá kl. 14 til 16 þar sem fólk getur bæði skoðað og keypt verk þeirra. 23. maí 2020 10:59