„Ég veit það hljómar fáránlega en mér finnst betra að vera í Kyiv en á Íslandi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2022 07:12 Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði er kominn aftur til Úkraínu eftir fjögurra vikna dvöl á Íslandi. Bylgjan Listamaðurinn Óskar Hallgrímsson er kominn aftur heim til Kænugarðs í Úkraínu eftir að hafa verið á Íslandi í nokkrar vikur. Hann segir ferðalagið hafa verið langt en hann sé feginn að vera kominn aftur heim, þrátt fyrir stríð í landinu. Óskar er búsettur ásamt eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði en þau komu til Íslands í júlí í fyrsta sinn eftir að stríð hófst í Úkraínu í febrúar. Á meðan þau dvöldu hér á landi héldu þau myndlistarsýningu í Gallerí Port en þau skapa veflistaverk saman. List þeirra hefur vakið mikla athygli enda má sjá augljós merki áhrifa stríðsins í listinni. Óskar segir að blessunarlega hafi þau selt öll verkin á sýningunni og biðraðir séu farnar að myndast eftir verkum eftir þau hjónin. „Sýningin okkar fjallaði að stórum hluta um okkar upplifun af stríðinu og það var tilgangurinn með sýningunni að við vorum að búa til einhvern heim, þægilegan heim, þar sem við klæddum okkar raunveruleika inn í þann heim sem við vorum búin að skapa okkur,“ segir Óskar. Gaf honum byr undir báða vængi að geta upplýst fólk um stríðið Hann segir myndlistargerðina hafa verið ákveðna hugleiðingu og leið til að sýna hvað þau höfðu gengið í gegnum undanfarna mánuði. View this post on Instagram A post shared by Comfortable universe (@comfortable_universe) „Þetta var einhver leið til að koma þessu frá mér með því að fjalla um stríðið í gegnum þessa myndlist. Ég var endalaust að tala við fólk og segja sama hlutinn og á sama tíma að spegla sjálfan mig í þessum verkum,“ segir Óskar. Listsköpunin og vinnan í kring um sýninguna hafi verið mjög hreinsandi. Það gaf mér byr undir báða vængi að sjá að fólk var ekki alveg upplýst um stríðið og maður þyrfti bara að halda áfram með lífið. Ég fékk tilfinningu að það væri mitt hlutverk að gera þetta og ég fylltist metnaði að halda áfram að fjalla um þetta. Að gera mitt besta að láta [umfjöllun um stríðið] ekki detta niður. Hann segist hafa tekið vel eftir því hvað umfjöllun um stríðið hafi minnkað hér á Íslandi, sem sé honum erfitt. „Mér fannst mjög erfitt að fara héðan. Kontrastinn var það sem truflaði mig mest. Fólk [á Íslandi] var upp til hópa frekar illa upplýst um hvað er í gangi í Úkraínu. Það hafði aðeins heyrt um þetta í fréttunum en upp til hópa var fólk ekkert að fylgjast með,“ segir Óskar. „Það er ekki það að fólki sé sama, alls ekki, en þetta sjokkeraði mig mest. Ég hélt að fólk væri meira með puttann á púlsinum hvað væri að gerast í Úkraínu og mér fannst mjög erfitt að upplifa það.“ Stríðið dottið úr hugum Íslendinga Margir haldi að umfang stríðsins hafi minnkað vegna minni umfjöllunar. „Það er engan veginn þannig. Það er enn hart stríð í gangi og ekkert minna en var í maí. Það er enginn munur þannig séð á stríðinu núna frá því að Rússar fóru hérna, frá þessum hluta Úkraínu, en fyrir utan þetta er enginn munur á stríðinu síðastliðna þrjá mánuði,“ segir Óskar. View this post on Instagram A post shared by Comfortable universe (@comfortable_universe) Víglínan hafi færst fram og til baka eins og í flestum stríðum en við víglínuna sé hart barist, fjöldi fólks deyi dag hvern og mikil spenna ríki. Farið sé þó að halla á Rússa en þrátt fyrir það hafi Úkraína orðið fyrir stórum árásum undanfarið. Ein stærsta árás frá byrjun stríðs var gerð á Kharkíf fyrir nokkrum dögum. Risastórt vopnabúr var sprengt upp í gær og Wagner herstöðin í fyrradag. Fólk er að deyja, særast og tapa eignum sínum. Af því að umfjöllunin er orðin miklu minni þá fékk ég á tilfinninguna að fólk vissi minna: Er þetta enn í gangi? Er ennþá stríð? Og svarið við því er já. Hann segist Íslendingum ekki reiður vegna þessarar vanþekkingar, lífið gangi sinn vanagang. „Það er bara eðlilegt af því að Rússland er ekki í stríði við Ísland. Það er alveg eðlilegt að áhugi, sérstaklega hjá almennum borgurum, falli niður og það að halda einbeitingu við eitthvað í sex mánuði stanslaust, það er ekki hægt að ætlast til þess,“ segir Óskar. En þetta er samt erfitt af því að hjá mér hefur stríðið verið númer eitt, tvö og þrjú í sex mánuði. Þetta er það sem ég hef hugsað mest um en hjá mörgum Íslendingum og kannski Evrópu yfirleitt er stríðið eitthvað sem gerðist í febrúar, svo féll það, mjög eðlilega, í aftari sæti. „Úkraínska útgáfan af því að hrútskýra“ Þrátt fyrir að hann skilji að lífið haldi áfram og fólk fari að hugsa um nærtækari hluti sé það erfitt fyrir fólk sem hafi tengsl til Úkraínu. „Mér fannst erfitt að upplifa þennan kontrast, þó hann sé ekki óeðlilegur. Flestir eru mjög skilningsríkir, flestir vildu tala við mann og fá að heyra hvernig ástandið er hérna. Lang flestir sem töluðu við mig [á sýningunni] voru áhugasamir, skilningsríkir og höfðu samúð,“ segir Óskar. „Mér finnst allt í lagi að fólk sé illa upplýst, það er í lagi þegar fólk hefur áhuga á að upplýsa sig. Ég vil miklu frekar að fólk sé illa upplýst og spyrji frekar en að það sé illa upplýst og fari að rífast við mig um það,“ segir Óskar. View this post on Instagram A post shared by Comfortable universe (@comfortable_universe) Það hafi gerst örfáum sinnum. „Þú á Íslandi hefur enga hugmynd um hvað er að gerast hérna og það að þú sért að segja mér hvernig stríðið hefur gengið og sért ósammála mér um það sem ég upplifði, það er úkraínska útgáfan af því að hrútskýra,“ segir Óskar og hlær. Hann segir það frekar súrrealískt og fáránlegt að upplifa slíkt. „Ég fattaði það, reyndar erfiðu leiðina, að það þýðir ekkert að rífast við fólk sem er búið að bíta eitthvað í sig. Þetta er örugglega svipað og þegar læknar og hjúkrunarfræðingar hittu lið sem hafði ekki læknisfræðimenntun og var að reyna að fræða þá um hvernig bóluefni virkuðu,“ segir Óskar. Myndlistin eins og sálfræðitími eftir erfiða upplifun Mikil eftirsókn hafi skapast eftir list þeirra hjóna í kjölfar sýningarinnar. Bæði sé kominn biðlisti eftir verkum hjá galleríinu sem þau sýndu hjá í sumar og svo fylgist fólk með instagramsíðu þeirra þar sem hægt er að kaupa verk. Sömuleiðis sé fólk farið að panta sérútbúin verk eftir hjónin. Auk þess hafi skapast mikill áhugi á húðflúrlist Mariiku, sem hafi varla gert annað á meðan á Íslandsdvöl þeirra stóð en að flúra. „Hún var eiginlega ekkert á sýningunni, hún var að flúra allan daginn. Þannig að það er nóg að gera hjá okkur,“ segir Óskar og hlær. View this post on Instagram A post shared by Mariika (@ma.rii.ka) Þau séu fegin því að sýningunni sé lokið. Henni hafi fylgt það álag að þau hafi þurft að skapa verk til að fylla sýninguna en nú geti þau snúið sér að fleiri verkefnum. „Við vissum af [sýningunni] allan tímann í gegnum stríðið, að við værum að fara að vera með sýningu í júlí og við þyrftum að vera með nóg af verkum. Það var alltaf hangandi yfir okkur, þessi dagsetning að í júlí þyrfti að vera tilbúin sýning. Núna er það miklu þægilegra þannig að ef ég vil fara í einhver verkefni get ég gert það. Þá er ég ekki bundinn við þessa sýningu,“ segir Óskar. Myndlistin, sama í hvaða formi hún komi, hjálpi honum að vinna úr því sem hann sjái á átakasvæðum. Þegar ég var að koma af þessum erfiðu svæðum og var búinn að sjá ljóta hluti var mjög gott að geta farið og unnið og búið til verk sem voru andstaðan við það sem við vorum að upplifa, í staðin fyrir að vera með það í hausnum heima „Það er það sem verkin voru, að ef við tökum hryðjuverkin alveg út úr myndinni, hvað erum við að sjá hérna í kring um okkur. Við sjáum samstöðuna og allt það. Þannig að einblína á þetta þvingaði mig til að halda haus í gegnum þetta allt saman. Sem ég hef verið en ég hefði getað brotnað saman á mjög mörgum tímapunktum á þessu ferðalagi.“ Vígbúnir hermenn minntu hann á að hann væri kominn heim Óskar er eins og áður segir kominn aftur til Kænugarðs en þegar blaðamaður náði af honum tali hafði hann verið heima í rúman sólarhring. Ferðalagið til Kænugarðs frá Póllandi tók fimmtán klukkutíma en hann þurfti að fara með lest frá Póllandi. „Ég var fjóra tíma að fara á milli Kraká og Przemysl, sem er í Póllandi en er næsta borg við Lvív. Maður fer um borð í lestina til Úkraínu þar og um leið og maður er kominn yfir landamærin fer lestin í gegnum þorp. Þar er hellingur af hermönnum sem kemur um borð í lestina með sprengjuleitarhunda, vopnaðir hríðskotabyssum og meðæ svaka viðbúnað. Þetta er þeirra útgáfa af landamæravörðum, Úkraínumegin,“ segir Óskar. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari) Þrjátíu hermenn í það minnsta haf gengið um borð í lestina til að sinna landamæraeftirliti. „Maður var til að byrja með orðinn vanur því að vera í þessu umhverfi og að það væri fullt af hermönnum út um allt. Þeir eru ekki að gera neitt, þeir eru bara í bakgrunni hérna af því að maður er orðinn svo vanur að sjá þá. Svo kemur maður heim, þar sem stríðið er bara eitthvað sem gerist bara í febrúar og flestir heima eru lítið að pæla í og umfjöllunin er ekki í neinni líkingu við það sem er að gerast hér,“ segir maður. Það hafi verið áminning um veruleika stríðs að sjá hermennina um borð í lestinni. „Þá hugsaði maður: Vá, já, alveg rétt maður er kominn aftur. Það var ekki beint sjokk en þetta er rosalegur kontrast. Miklu meiri kontrast en ég gerði mér grein fyrir að væri þegar ég var hér frá stríðsbyrjun.“ Stefnir beint á átakasvæðin Hann segir að þrátt fyrir að enn sé hart barist í suður- og austurhluta landsins sé lífið farið að færast í fyrra horf, eins mikið og það er hægt, í norðvesturhluta landsins, sérstaklega í Kænugarði. „Núna er Kyiv tæknilega fullgangandi, miðað við að við séum í stríði. Það er allt í gangi hérna: Byggingaframkvæmdir hérna við hliðiná, þú getur pantað þér pizzu og hafralatte og það er allt í gangi. En það er enn viðvera. Það eru sandpokar út um allt og skriðdrekagildrur hér og þar um borgina. Það þarf ekki mikið að geraste til að borgin vígbúist um leið. Það er rosalegur munur á deginum í dag og fyrsta mánuðinum í stríðinu. Manni fannst allt farið í venjulegt horf en það er ekki þannig,“ segir hann. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari) Hann ætli þó ekki að stoppa lengi í Kænugarði. Óskar er einn á ferð, eiginkona hans Mariika er í heimsókn hjá úkraínskri vinkonu sinni í Berlín, og hann ætlar að nýta tímann til að ferðast til átakasvæðanna til að ljósmynda stríðið. Þetta er aðallega fyrir mig, að ég skjalfesti það sem er að gerast hérna. Það þarf ekki að nota núna, í einhverja umfjöllun, það er aðallega bara að eiga heimildir af því sem er í gangi „Blaðamennirnir hérna eru mikið að fjalla um stríðið og svo var fyrstu tvo, þrjá mánuðina mjög mikið af erlendum blaðamönnum en núna er það ekki. Núna er lítið af erlendum blaðamönnum í landinu þannig að þetta er búið að detta svolítið niður. Ég er farinn að þekkja meirihlutann af erlendu blaðamönnunum sem eru hérna og það er eiginlega allt fólk sem bjó hérna fyrir,“ segir hann. „Það kemur eitt og eitt teymi inn en svo fer það bara eftir eina eða tvær vikur. Þannig að ég ætla að fara og vinna eins mikið og ég mögulega get á næstunni og svo gera myndlist inn á milli.“ Hann sjálfan langi helst að fjalla um fólk á verstu átakasvæðunum og sýna hvernig það hafi lifað af þetta hálfa ár í stöðugu stríði. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari) „Mér fannst það mjög áhugavert þegar ég heimsótti Bucha til dæmis, mér fannst erfiðast að fara inn á heimili fólks og þá var þetta allt nýtt en núna eftir sex mánuði í stríði er fólk sums staðar búið að búa án þess að hafa vatn eða rafmagn í sex mánuði. Hvernig fólk sé búið að búa til einhver kerfi og læra nýja hluti til að lifa af á þessum svæðum.“ Úkraínumenn vongóðir þó stríðið verði líklega marga mánuði áfram Hann segir stríðið hafa snúið Úkraínumönnum algjörlega í vil, þó enn sé hart barist og langt í land. „Staðan á stríðinu er búin að snúast Úkraínu algjörlega í vil, það er bara þannig. Það að stríðið sé búið að snúast þýðir samt ekki að stríðið sé unnið, það er langt eftir, mjög líklega allt þetta ár og inn í næsta. Þegar ég segi að stríðið sé búið að snúast Úkraínu í vil þá er það eiginlega meira þannig að áður voru það Rússar sem stjórnuðu framgangi stríðsins. Rússar gerðu árásir og Úkraína brást við,“ segir Óskar. „Nú er Úkraína eiginlega alveg farin að stjórna því nema í Donbas, sem er eiginlega eini staðurinn sem Rússar halda enn í við.“ Úkraínumenn séu vongóðir. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari) „Já og það hefur eiginlega verið alveg í gegnum stríðið en það er alltaf að verða bjartara og bjartara yfir fólki. Fólk hefur tröllatrú á hernum hérna og það er alveg ljóst að fólk hefur tröllatrú á hernum og á leiðtogunum. Zelensky og Klitschko í Kyiv eru báðir mjög vinsælir líka herforinginn og varnarmálaráðherrann það hefur ekkert dottið niður og maður heyrir það út um allt land að fólk er held ég líka mjög raunsætt á að þetta er ekki að fara að verða búið,“ segir hann. Þrátt fyrir allar hörmungarnar finnist honum best að vera í Úkraínu. Mér finnst betra að vera hér en á Íslandi. Og ég veit að þetta hljómar fáránlega en hérna í Kyiv er betra að vera, vegna þess að ég veit að ég er öruggur, það er 100 prósent. Stríðið er ekki hérna í Kyiv en hérna eru allir með þetta í huga sér en heima á Íslandi er það engan vegin tilfellið „Hérna er ég bara búinn að mynda mitt eigið líf með mínum vinum sem eru allir að hugsa um það sama og ef ég vil tala um stríðið þá eru allir með það nokkurn vegin á hreinu hvað er að gerast. Heima á Íslandi þá er það ekki þannig. Aftur, það er ekkert að því, það er alveg eðlilegt en það er líka alveg eðlilegt að hausinn minn sé við stríðið.“ Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Úkraína Myndlist Tengdar fréttir Kænugarður vígður við rússneska sendiráðið Torgið Kænugarður á horni Garðastrætis og Túngötu var formlega vígt við fjölmenna athöfn í morgun. Torgið nærri rússneska sendiráðinu. 10. ágúst 2022 12:05 Vildi vera krúttlegur teppalistamaður en endaði sem stríðsljósmyndari Óskar Hallgrímsson segist lifa tvöföldu lífi, annars vegar búi hann til krúttleg teppalistaverk ásamt eiginkonu sinni og hins vegar sé hann ljósmyndari á stríðshrjáðu svæði. 11. júlí 2022 14:31 „Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun“ Einn lét lífið eftir að Rússar vörpuðu í morgun sprengjum á að minnsta kosti tvær íbúðablokkir í Kænugarði höfuðborg Úkraínu. Íslendingur sem býr í borginni segir óþægilegt að vakna upp við sprengingar á ný. Hann er orðinn langþreyttur á stríðinu sem hann segir verða blóðugra með hverjum deginum. 26. júní 2022 15:29 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Óskar er búsettur ásamt eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði en þau komu til Íslands í júlí í fyrsta sinn eftir að stríð hófst í Úkraínu í febrúar. Á meðan þau dvöldu hér á landi héldu þau myndlistarsýningu í Gallerí Port en þau skapa veflistaverk saman. List þeirra hefur vakið mikla athygli enda má sjá augljós merki áhrifa stríðsins í listinni. Óskar segir að blessunarlega hafi þau selt öll verkin á sýningunni og biðraðir séu farnar að myndast eftir verkum eftir þau hjónin. „Sýningin okkar fjallaði að stórum hluta um okkar upplifun af stríðinu og það var tilgangurinn með sýningunni að við vorum að búa til einhvern heim, þægilegan heim, þar sem við klæddum okkar raunveruleika inn í þann heim sem við vorum búin að skapa okkur,“ segir Óskar. Gaf honum byr undir báða vængi að geta upplýst fólk um stríðið Hann segir myndlistargerðina hafa verið ákveðna hugleiðingu og leið til að sýna hvað þau höfðu gengið í gegnum undanfarna mánuði. View this post on Instagram A post shared by Comfortable universe (@comfortable_universe) „Þetta var einhver leið til að koma þessu frá mér með því að fjalla um stríðið í gegnum þessa myndlist. Ég var endalaust að tala við fólk og segja sama hlutinn og á sama tíma að spegla sjálfan mig í þessum verkum,“ segir Óskar. Listsköpunin og vinnan í kring um sýninguna hafi verið mjög hreinsandi. Það gaf mér byr undir báða vængi að sjá að fólk var ekki alveg upplýst um stríðið og maður þyrfti bara að halda áfram með lífið. Ég fékk tilfinningu að það væri mitt hlutverk að gera þetta og ég fylltist metnaði að halda áfram að fjalla um þetta. Að gera mitt besta að láta [umfjöllun um stríðið] ekki detta niður. Hann segist hafa tekið vel eftir því hvað umfjöllun um stríðið hafi minnkað hér á Íslandi, sem sé honum erfitt. „Mér fannst mjög erfitt að fara héðan. Kontrastinn var það sem truflaði mig mest. Fólk [á Íslandi] var upp til hópa frekar illa upplýst um hvað er í gangi í Úkraínu. Það hafði aðeins heyrt um þetta í fréttunum en upp til hópa var fólk ekkert að fylgjast með,“ segir Óskar. „Það er ekki það að fólki sé sama, alls ekki, en þetta sjokkeraði mig mest. Ég hélt að fólk væri meira með puttann á púlsinum hvað væri að gerast í Úkraínu og mér fannst mjög erfitt að upplifa það.“ Stríðið dottið úr hugum Íslendinga Margir haldi að umfang stríðsins hafi minnkað vegna minni umfjöllunar. „Það er engan veginn þannig. Það er enn hart stríð í gangi og ekkert minna en var í maí. Það er enginn munur þannig séð á stríðinu núna frá því að Rússar fóru hérna, frá þessum hluta Úkraínu, en fyrir utan þetta er enginn munur á stríðinu síðastliðna þrjá mánuði,“ segir Óskar. View this post on Instagram A post shared by Comfortable universe (@comfortable_universe) Víglínan hafi færst fram og til baka eins og í flestum stríðum en við víglínuna sé hart barist, fjöldi fólks deyi dag hvern og mikil spenna ríki. Farið sé þó að halla á Rússa en þrátt fyrir það hafi Úkraína orðið fyrir stórum árásum undanfarið. Ein stærsta árás frá byrjun stríðs var gerð á Kharkíf fyrir nokkrum dögum. Risastórt vopnabúr var sprengt upp í gær og Wagner herstöðin í fyrradag. Fólk er að deyja, særast og tapa eignum sínum. Af því að umfjöllunin er orðin miklu minni þá fékk ég á tilfinninguna að fólk vissi minna: Er þetta enn í gangi? Er ennþá stríð? Og svarið við því er já. Hann segist Íslendingum ekki reiður vegna þessarar vanþekkingar, lífið gangi sinn vanagang. „Það er bara eðlilegt af því að Rússland er ekki í stríði við Ísland. Það er alveg eðlilegt að áhugi, sérstaklega hjá almennum borgurum, falli niður og það að halda einbeitingu við eitthvað í sex mánuði stanslaust, það er ekki hægt að ætlast til þess,“ segir Óskar. En þetta er samt erfitt af því að hjá mér hefur stríðið verið númer eitt, tvö og þrjú í sex mánuði. Þetta er það sem ég hef hugsað mest um en hjá mörgum Íslendingum og kannski Evrópu yfirleitt er stríðið eitthvað sem gerðist í febrúar, svo féll það, mjög eðlilega, í aftari sæti. „Úkraínska útgáfan af því að hrútskýra“ Þrátt fyrir að hann skilji að lífið haldi áfram og fólk fari að hugsa um nærtækari hluti sé það erfitt fyrir fólk sem hafi tengsl til Úkraínu. „Mér fannst erfitt að upplifa þennan kontrast, þó hann sé ekki óeðlilegur. Flestir eru mjög skilningsríkir, flestir vildu tala við mann og fá að heyra hvernig ástandið er hérna. Lang flestir sem töluðu við mig [á sýningunni] voru áhugasamir, skilningsríkir og höfðu samúð,“ segir Óskar. „Mér finnst allt í lagi að fólk sé illa upplýst, það er í lagi þegar fólk hefur áhuga á að upplýsa sig. Ég vil miklu frekar að fólk sé illa upplýst og spyrji frekar en að það sé illa upplýst og fari að rífast við mig um það,“ segir Óskar. View this post on Instagram A post shared by Comfortable universe (@comfortable_universe) Það hafi gerst örfáum sinnum. „Þú á Íslandi hefur enga hugmynd um hvað er að gerast hérna og það að þú sért að segja mér hvernig stríðið hefur gengið og sért ósammála mér um það sem ég upplifði, það er úkraínska útgáfan af því að hrútskýra,“ segir Óskar og hlær. Hann segir það frekar súrrealískt og fáránlegt að upplifa slíkt. „Ég fattaði það, reyndar erfiðu leiðina, að það þýðir ekkert að rífast við fólk sem er búið að bíta eitthvað í sig. Þetta er örugglega svipað og þegar læknar og hjúkrunarfræðingar hittu lið sem hafði ekki læknisfræðimenntun og var að reyna að fræða þá um hvernig bóluefni virkuðu,“ segir Óskar. Myndlistin eins og sálfræðitími eftir erfiða upplifun Mikil eftirsókn hafi skapast eftir list þeirra hjóna í kjölfar sýningarinnar. Bæði sé kominn biðlisti eftir verkum hjá galleríinu sem þau sýndu hjá í sumar og svo fylgist fólk með instagramsíðu þeirra þar sem hægt er að kaupa verk. Sömuleiðis sé fólk farið að panta sérútbúin verk eftir hjónin. Auk þess hafi skapast mikill áhugi á húðflúrlist Mariiku, sem hafi varla gert annað á meðan á Íslandsdvöl þeirra stóð en að flúra. „Hún var eiginlega ekkert á sýningunni, hún var að flúra allan daginn. Þannig að það er nóg að gera hjá okkur,“ segir Óskar og hlær. View this post on Instagram A post shared by Mariika (@ma.rii.ka) Þau séu fegin því að sýningunni sé lokið. Henni hafi fylgt það álag að þau hafi þurft að skapa verk til að fylla sýninguna en nú geti þau snúið sér að fleiri verkefnum. „Við vissum af [sýningunni] allan tímann í gegnum stríðið, að við værum að fara að vera með sýningu í júlí og við þyrftum að vera með nóg af verkum. Það var alltaf hangandi yfir okkur, þessi dagsetning að í júlí þyrfti að vera tilbúin sýning. Núna er það miklu þægilegra þannig að ef ég vil fara í einhver verkefni get ég gert það. Þá er ég ekki bundinn við þessa sýningu,“ segir Óskar. Myndlistin, sama í hvaða formi hún komi, hjálpi honum að vinna úr því sem hann sjái á átakasvæðum. Þegar ég var að koma af þessum erfiðu svæðum og var búinn að sjá ljóta hluti var mjög gott að geta farið og unnið og búið til verk sem voru andstaðan við það sem við vorum að upplifa, í staðin fyrir að vera með það í hausnum heima „Það er það sem verkin voru, að ef við tökum hryðjuverkin alveg út úr myndinni, hvað erum við að sjá hérna í kring um okkur. Við sjáum samstöðuna og allt það. Þannig að einblína á þetta þvingaði mig til að halda haus í gegnum þetta allt saman. Sem ég hef verið en ég hefði getað brotnað saman á mjög mörgum tímapunktum á þessu ferðalagi.“ Vígbúnir hermenn minntu hann á að hann væri kominn heim Óskar er eins og áður segir kominn aftur til Kænugarðs en þegar blaðamaður náði af honum tali hafði hann verið heima í rúman sólarhring. Ferðalagið til Kænugarðs frá Póllandi tók fimmtán klukkutíma en hann þurfti að fara með lest frá Póllandi. „Ég var fjóra tíma að fara á milli Kraká og Przemysl, sem er í Póllandi en er næsta borg við Lvív. Maður fer um borð í lestina til Úkraínu þar og um leið og maður er kominn yfir landamærin fer lestin í gegnum þorp. Þar er hellingur af hermönnum sem kemur um borð í lestina með sprengjuleitarhunda, vopnaðir hríðskotabyssum og meðæ svaka viðbúnað. Þetta er þeirra útgáfa af landamæravörðum, Úkraínumegin,“ segir Óskar. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari) Þrjátíu hermenn í það minnsta haf gengið um borð í lestina til að sinna landamæraeftirliti. „Maður var til að byrja með orðinn vanur því að vera í þessu umhverfi og að það væri fullt af hermönnum út um allt. Þeir eru ekki að gera neitt, þeir eru bara í bakgrunni hérna af því að maður er orðinn svo vanur að sjá þá. Svo kemur maður heim, þar sem stríðið er bara eitthvað sem gerist bara í febrúar og flestir heima eru lítið að pæla í og umfjöllunin er ekki í neinni líkingu við það sem er að gerast hér,“ segir maður. Það hafi verið áminning um veruleika stríðs að sjá hermennina um borð í lestinni. „Þá hugsaði maður: Vá, já, alveg rétt maður er kominn aftur. Það var ekki beint sjokk en þetta er rosalegur kontrast. Miklu meiri kontrast en ég gerði mér grein fyrir að væri þegar ég var hér frá stríðsbyrjun.“ Stefnir beint á átakasvæðin Hann segir að þrátt fyrir að enn sé hart barist í suður- og austurhluta landsins sé lífið farið að færast í fyrra horf, eins mikið og það er hægt, í norðvesturhluta landsins, sérstaklega í Kænugarði. „Núna er Kyiv tæknilega fullgangandi, miðað við að við séum í stríði. Það er allt í gangi hérna: Byggingaframkvæmdir hérna við hliðiná, þú getur pantað þér pizzu og hafralatte og það er allt í gangi. En það er enn viðvera. Það eru sandpokar út um allt og skriðdrekagildrur hér og þar um borgina. Það þarf ekki mikið að geraste til að borgin vígbúist um leið. Það er rosalegur munur á deginum í dag og fyrsta mánuðinum í stríðinu. Manni fannst allt farið í venjulegt horf en það er ekki þannig,“ segir hann. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari) Hann ætli þó ekki að stoppa lengi í Kænugarði. Óskar er einn á ferð, eiginkona hans Mariika er í heimsókn hjá úkraínskri vinkonu sinni í Berlín, og hann ætlar að nýta tímann til að ferðast til átakasvæðanna til að ljósmynda stríðið. Þetta er aðallega fyrir mig, að ég skjalfesti það sem er að gerast hérna. Það þarf ekki að nota núna, í einhverja umfjöllun, það er aðallega bara að eiga heimildir af því sem er í gangi „Blaðamennirnir hérna eru mikið að fjalla um stríðið og svo var fyrstu tvo, þrjá mánuðina mjög mikið af erlendum blaðamönnum en núna er það ekki. Núna er lítið af erlendum blaðamönnum í landinu þannig að þetta er búið að detta svolítið niður. Ég er farinn að þekkja meirihlutann af erlendu blaðamönnunum sem eru hérna og það er eiginlega allt fólk sem bjó hérna fyrir,“ segir hann. „Það kemur eitt og eitt teymi inn en svo fer það bara eftir eina eða tvær vikur. Þannig að ég ætla að fara og vinna eins mikið og ég mögulega get á næstunni og svo gera myndlist inn á milli.“ Hann sjálfan langi helst að fjalla um fólk á verstu átakasvæðunum og sýna hvernig það hafi lifað af þetta hálfa ár í stöðugu stríði. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari) „Mér fannst það mjög áhugavert þegar ég heimsótti Bucha til dæmis, mér fannst erfiðast að fara inn á heimili fólks og þá var þetta allt nýtt en núna eftir sex mánuði í stríði er fólk sums staðar búið að búa án þess að hafa vatn eða rafmagn í sex mánuði. Hvernig fólk sé búið að búa til einhver kerfi og læra nýja hluti til að lifa af á þessum svæðum.“ Úkraínumenn vongóðir þó stríðið verði líklega marga mánuði áfram Hann segir stríðið hafa snúið Úkraínumönnum algjörlega í vil, þó enn sé hart barist og langt í land. „Staðan á stríðinu er búin að snúast Úkraínu algjörlega í vil, það er bara þannig. Það að stríðið sé búið að snúast þýðir samt ekki að stríðið sé unnið, það er langt eftir, mjög líklega allt þetta ár og inn í næsta. Þegar ég segi að stríðið sé búið að snúast Úkraínu í vil þá er það eiginlega meira þannig að áður voru það Rússar sem stjórnuðu framgangi stríðsins. Rússar gerðu árásir og Úkraína brást við,“ segir Óskar. „Nú er Úkraína eiginlega alveg farin að stjórna því nema í Donbas, sem er eiginlega eini staðurinn sem Rússar halda enn í við.“ Úkraínumenn séu vongóðir. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari) „Já og það hefur eiginlega verið alveg í gegnum stríðið en það er alltaf að verða bjartara og bjartara yfir fólki. Fólk hefur tröllatrú á hernum hérna og það er alveg ljóst að fólk hefur tröllatrú á hernum og á leiðtogunum. Zelensky og Klitschko í Kyiv eru báðir mjög vinsælir líka herforinginn og varnarmálaráðherrann það hefur ekkert dottið niður og maður heyrir það út um allt land að fólk er held ég líka mjög raunsætt á að þetta er ekki að fara að verða búið,“ segir hann. Þrátt fyrir allar hörmungarnar finnist honum best að vera í Úkraínu. Mér finnst betra að vera hér en á Íslandi. Og ég veit að þetta hljómar fáránlega en hérna í Kyiv er betra að vera, vegna þess að ég veit að ég er öruggur, það er 100 prósent. Stríðið er ekki hérna í Kyiv en hérna eru allir með þetta í huga sér en heima á Íslandi er það engan vegin tilfellið „Hérna er ég bara búinn að mynda mitt eigið líf með mínum vinum sem eru allir að hugsa um það sama og ef ég vil tala um stríðið þá eru allir með það nokkurn vegin á hreinu hvað er að gerast. Heima á Íslandi þá er það ekki þannig. Aftur, það er ekkert að því, það er alveg eðlilegt en það er líka alveg eðlilegt að hausinn minn sé við stríðið.“
Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Úkraína Myndlist Tengdar fréttir Kænugarður vígður við rússneska sendiráðið Torgið Kænugarður á horni Garðastrætis og Túngötu var formlega vígt við fjölmenna athöfn í morgun. Torgið nærri rússneska sendiráðinu. 10. ágúst 2022 12:05 Vildi vera krúttlegur teppalistamaður en endaði sem stríðsljósmyndari Óskar Hallgrímsson segist lifa tvöföldu lífi, annars vegar búi hann til krúttleg teppalistaverk ásamt eiginkonu sinni og hins vegar sé hann ljósmyndari á stríðshrjáðu svæði. 11. júlí 2022 14:31 „Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun“ Einn lét lífið eftir að Rússar vörpuðu í morgun sprengjum á að minnsta kosti tvær íbúðablokkir í Kænugarði höfuðborg Úkraínu. Íslendingur sem býr í borginni segir óþægilegt að vakna upp við sprengingar á ný. Hann er orðinn langþreyttur á stríðinu sem hann segir verða blóðugra með hverjum deginum. 26. júní 2022 15:29 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Kænugarður vígður við rússneska sendiráðið Torgið Kænugarður á horni Garðastrætis og Túngötu var formlega vígt við fjölmenna athöfn í morgun. Torgið nærri rússneska sendiráðinu. 10. ágúst 2022 12:05
Vildi vera krúttlegur teppalistamaður en endaði sem stríðsljósmyndari Óskar Hallgrímsson segist lifa tvöföldu lífi, annars vegar búi hann til krúttleg teppalistaverk ásamt eiginkonu sinni og hins vegar sé hann ljósmyndari á stríðshrjáðu svæði. 11. júlí 2022 14:31
„Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun“ Einn lét lífið eftir að Rússar vörpuðu í morgun sprengjum á að minnsta kosti tvær íbúðablokkir í Kænugarði höfuðborg Úkraínu. Íslendingur sem býr í borginni segir óþægilegt að vakna upp við sprengingar á ný. Hann er orðinn langþreyttur á stríðinu sem hann segir verða blóðugra með hverjum deginum. 26. júní 2022 15:29