Málverk Obama hjóna afhjúpuð Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 8. september 2022 00:00 Obama hjónin með myyndunum sínum. AP/Andrew Harnik Forsetamálverk Obama hjóna voru afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu í dag. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna líkti forsetastarfinu við boðhlaup. Myndirnar munu hanga í Hvíta húsinu við hlið eins mynda af öðrum forsetum og mökum þeirra. Heimsókn hjónanna í Hvíta húsið vegna afhjúpunarinnar er sú fyrsta sem þau fara í saman síðan forsetatíð Obama lauk. CNN greinir frá þessu. Myndin af Barack Obama var máluð af listamanninum Robert McCurdy og myndin af Michelle Obama máluð af Sharon Sprung. Við afhjúpunina leit forsetinn fyrrverandi yfir farinn veg, hrósaði Joe Biden fyrir verk sín eftir að hann tók við embætti og lýsti því hvernig hann hafi horft á forsetaembættið. „Ég hef alltaf lýst forsetastarfinu sem boðhlaupi, þú tekur sprotann af einhverjum og hleypur þína vegalengd eins vel og þú getur og réttir sprotann svo til þess næsta, vitandi að verkinu er ekki lokið. Myndirnar sem hanga í Hvíta húsinu skrá þetta boðhlaup, hver keppandi reynir að færa landið sem við elskum nær okkar þrá,“ sagði Obama. Hjónin sögðust vonast til þess að þegar næstu kynslóðir sjái myndirnar af þeim, sjái þau að allir geti komist þangað sem þau vilja. „Það er það sem þetta land snýst um, það snýst ekki um uppruna, ætt eða auðæfi, þetta er staður þar sem allir skulu eiga möguleika,“ sagði Michelle. Bandaríkin Myndlist Barack Obama Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Myndirnar munu hanga í Hvíta húsinu við hlið eins mynda af öðrum forsetum og mökum þeirra. Heimsókn hjónanna í Hvíta húsið vegna afhjúpunarinnar er sú fyrsta sem þau fara í saman síðan forsetatíð Obama lauk. CNN greinir frá þessu. Myndin af Barack Obama var máluð af listamanninum Robert McCurdy og myndin af Michelle Obama máluð af Sharon Sprung. Við afhjúpunina leit forsetinn fyrrverandi yfir farinn veg, hrósaði Joe Biden fyrir verk sín eftir að hann tók við embætti og lýsti því hvernig hann hafi horft á forsetaembættið. „Ég hef alltaf lýst forsetastarfinu sem boðhlaupi, þú tekur sprotann af einhverjum og hleypur þína vegalengd eins vel og þú getur og réttir sprotann svo til þess næsta, vitandi að verkinu er ekki lokið. Myndirnar sem hanga í Hvíta húsinu skrá þetta boðhlaup, hver keppandi reynir að færa landið sem við elskum nær okkar þrá,“ sagði Obama. Hjónin sögðust vonast til þess að þegar næstu kynslóðir sjái myndirnar af þeim, sjái þau að allir geti komist þangað sem þau vilja. „Það er það sem þetta land snýst um, það snýst ekki um uppruna, ætt eða auðæfi, þetta er staður þar sem allir skulu eiga möguleika,“ sagði Michelle.
Bandaríkin Myndlist Barack Obama Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira