Dýr

Fréttamynd

Fugla­flensu­smit við­varandi í villtum fuglum

Matvælastofnun (MAST) segir fuglaflensusmit enn vera viðvarandi í villtum fuglum og enn sé hætta á að smit berist yfir í alifugla. Dregið hefur úr tilkynningum um smit síðustu mánuði sem er þó ekki merki um að fuglaflensan sé að hverfa.

Innlent
Fréttamynd

Eldri kona drepin af krókódíl

Lík 88 ára gamallar konu fannst í tjörn í Suður-Karólínu í gær en talið er að hún hafi verið drepin af krókódíl (flatmunna) er hún var í garði sínum. Konan er sögð hafa búið í íbúðakjarna fyrir eldra fólk í Hilton Head Island.

Erlent
Fréttamynd

Gælu­dýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi

Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs.

Innlent
Fréttamynd

Nota geitur og kindur til að sporna við skógar­eldum

Slökkviliðsmenn í Barselóna fengu nýja starfsmenn, eða kannski nýtt starfsfé, til liðs við sig á dögunum til þess að reyna að koma í veg fyrir skógarelda. Alls hafa 290 kindur og geitur verið sendar í stærsta almenningsgarð borgarinnar með eitt markmið. Að éta eins mikið gras og hægt er.

Erlent
Fréttamynd

Freyja aflífuð vegna ágangs ferðamanna

Rostungurinn Freyja var aflífaður í morgun. Sú ákvörðun var tekin að aflífa dýrið eftir að komist var að þeirri niðurstöðu að ágengni almennings og ferðamanna væri of mikil og það skapaði hættuástand. Þrátt fyrir ítrekuð áköll hafi ferðamenn og aðrir áhugasamir ekki haldið nægilegri fjarlægð frá Freyju.

Erlent
Fréttamynd

Skyndilegur dauði mörg þúsund fiska vekur furðu

Skyndilegur dauði mörg þúsund fiska í Oder-á í Póllandi hefur vakið mikla furðu. Vísindamenn hafa útilokað kvikasilfurseitrun sem mögulega skýringu en segja að selta í ánni hafi mælst óvenjuhá. Forsætisráðherra Póllands telur mikið magn efnaúrgangs valda fiskadauðunum.

Erlent
Fréttamynd

Lífríki í ám og sjó ógnað

Loftslagbreytingar, mengun og innrásartegundir í dýraríkinu valda því að dýraríkið í vötnum og sjó hefur tekið miklum breytingum á Spáni á síðustu árum.

Erlent
Fréttamynd

Dagur fetar ekki í fót­spor Garð­bæinga

Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Minkur skýtur Hafnfirðingum skelk í bringu

Íbúa nokkrum sem búsettur er á Norðurbakka í Hafnarfirði brá í brún þegar hann fór í bílakjallara sinn fyrir tæpri viku. Hann segir í samtali við Vísi að minkarnir séu farnir að sækja mikið inn í byggðina.

Innlent
Fréttamynd

17,7 kíló af skilyrðislausri ást og gleði

Úr stórum hvolpahópi þótti okkur einn bera af og við völdum hann. Það var ekki þú. Fórum heim og efuðumst um valið. Hafði ekki einn hvolpanna haft sig sérlega mikið í frammi? Þessi sem reyndi ítrekað að hoppa upp í fangið á mér? Var hann ekki krúttlega i ágengur og dólgslegur? Við endurskoðuðum valið og völdum ágenga dólginn.

Skoðun
Fréttamynd

Skoða það að taka Freyju af lífi

Yfirvöld í Noregi eru nú með það til skoðunar hvort það eigi að taka rostunginn Freyju af lífi. Freyja hefur upp á síðkastið tekið sér lúr í bátum í höfnum Noregs og sökkt einhverjum þeirra í leiðinni.

Erlent
Fréttamynd

Á­rásar­gjarn höfrungur nartar í Japani

Höfrungur hefur bitið að minnsta kosti sex strandgesti í Japan en í gær þurfti að flytja eitt fórnarlamba hans á spítala vegna sára sinna. Yfirvöld hafa sett upp tæki og tól til að reyna að komast hjá árásunum.

Erlent
Fréttamynd

Sýna villt dýr í skemmtilegu ljósi

Forsvarsmenn dýralífsljósmyndakeppninnar Comedy Wildlife Photography Awards birtu nýverið fimmtán uppáhaldsmyndir dómnefndarinnar hingað til. Hinar kostulegu myndir voru teknar víðsvegar um heiminn og sýna villt dýr í skemmtilegu ljósi.

Lífið
Fréttamynd

Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur

Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi.

Erlent
Fréttamynd

Dauðir fuglar eins og hráviði á vegum úti

Þeir sem fara um þjóðvegi landsins komast ekki hjá því að taka eftir fuglum sem liggja steindauðir víðsvegar við vegi landsins. Árlega drepst óhemju mikið af fuglum eftir að á þá hefur verið keyrt, ekki síst á þessum tíma ársins.

Innlent