Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2022 16:56 Svona leit einn hestanna út fyrir nokkrum mánuðum síðan. Steinunn Árnadóttir Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. Í dag var viðburðurinn „Björgum dýrunum í Bæjarsveit“ búinn til á Facebook. Ingiveig Gunnarsdóttir stendur fyrir honum og segja hún tilganginn vera að koma búfénaði á Nýjabæ til hjálpar. „Ástand dýranna fer versnandi með hverjum degi sem líður en um langt skeið hafa þau hvorki haft aðgang að fóðri né vatni. Enginn sinnir þörfum dýranna, hvorki eigendur né yfirvöld. Því er brýnt að dýravinir taki nú höndum saman til að koma í veg fyrir frekari þjáningu og vosbúð dýranna,“ segir í lýsingu viðburðarins. Tæplega 140 manns hafa sagst hafa áhuga á því að mæta en Matvælastofnun (MAST) biður fólk um að mæta ekki. Stofnunin sé með málið í vinnslu. „Fyrir liggur að Matvælastofnun og lögreglan á Vesturlandi verða á staðnum á morgun að vinna að velferð dýranna á bænum. Við biðlum til allra hluteigandi að veita Matvælastofnun og lögreglu rými og vinnufrið því sameiginlegt markmið okkar allra er að tryggja velferð dýranna,“ segir í tilkynningu á vef MAST. Fyrr í dag sendi MAST frá sér aðra tilkynningu um málið í Borgarfirði. Þar segir að stofnunin vilji árétta að málið sé þar til meðferðar. Meðan á vinnslu málsins standi mun stofnunin sjá til þess að allir gripir búsins hafi aðgang að nægu heyi og vatni. Í tilkynningunni segir einnig að vegna stjórnsýslu- og persónuverndarlaga geti stofnunin ekki tjáð sig um þær aðgerðir sem unnið er að. Af þeim sökum sé fréttaflutningur og umfjöllun á samfélagsmiðlum einhliða. „Í einhverjum tilfellum hafa rangar ályktanir komið fram sem gerir það að verkum að almenningur fær ekki rétta mynd af stöðu mála og þeim afskiptum sem stofnunin hefur haft af búrekstrinum,“ segir í tilkynningunni. Dýraheilbrigði Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Hestar Tengdar fréttir Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32 Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í dag var viðburðurinn „Björgum dýrunum í Bæjarsveit“ búinn til á Facebook. Ingiveig Gunnarsdóttir stendur fyrir honum og segja hún tilganginn vera að koma búfénaði á Nýjabæ til hjálpar. „Ástand dýranna fer versnandi með hverjum degi sem líður en um langt skeið hafa þau hvorki haft aðgang að fóðri né vatni. Enginn sinnir þörfum dýranna, hvorki eigendur né yfirvöld. Því er brýnt að dýravinir taki nú höndum saman til að koma í veg fyrir frekari þjáningu og vosbúð dýranna,“ segir í lýsingu viðburðarins. Tæplega 140 manns hafa sagst hafa áhuga á því að mæta en Matvælastofnun (MAST) biður fólk um að mæta ekki. Stofnunin sé með málið í vinnslu. „Fyrir liggur að Matvælastofnun og lögreglan á Vesturlandi verða á staðnum á morgun að vinna að velferð dýranna á bænum. Við biðlum til allra hluteigandi að veita Matvælastofnun og lögreglu rými og vinnufrið því sameiginlegt markmið okkar allra er að tryggja velferð dýranna,“ segir í tilkynningu á vef MAST. Fyrr í dag sendi MAST frá sér aðra tilkynningu um málið í Borgarfirði. Þar segir að stofnunin vilji árétta að málið sé þar til meðferðar. Meðan á vinnslu málsins standi mun stofnunin sjá til þess að allir gripir búsins hafi aðgang að nægu heyi og vatni. Í tilkynningunni segir einnig að vegna stjórnsýslu- og persónuverndarlaga geti stofnunin ekki tjáð sig um þær aðgerðir sem unnið er að. Af þeim sökum sé fréttaflutningur og umfjöllun á samfélagsmiðlum einhliða. „Í einhverjum tilfellum hafa rangar ályktanir komið fram sem gerir það að verkum að almenningur fær ekki rétta mynd af stöðu mála og þeim afskiptum sem stofnunin hefur haft af búrekstrinum,“ segir í tilkynningunni.
Dýraheilbrigði Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Hestar Tengdar fréttir Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32 Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20
Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32
Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13
Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33