Sér eftir að hafa klínt sniglinum á Spán Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2022 13:42 Ekki skal tala um spánarsnigil heldur vargsnigil héðan í frá. Vísir/Getty Erling Ólafsson skordýrafræðingur segist ósáttur með sjálfan sig fyrir að hafa tengt Spán við tegund snigla sem eru Spáni óviðkomandi. Spánarsnigilinn skal nú kalla vargsnigil. Erling ræðir þessa nafngift sína á Facebook-síðunni Heimur smádýranna. Hann segir að tengsl snigilsins við Spán og Íberíuskaga hafi orðið til vegna misskilnings sem leiðréttur var fyrir alllöngu. „Gekk hann undir fræðiheitinu Arion lusitanicus og var kenndur við Íberíuskaga. Fékk snigillinn alþýðuheiti á ýmsum þjóðtungum í samræmi við meintan uppruna, sbr. Spanish slug og spansk skogssnigel. Síðar komu mistök í ljós. Tegundin reyndist önnur en fyrst var talið og var þá fræðiheiti réttrar tegundar tekið upp, Arion vulgaris (vulgaris merkir hinn algengi),“ skrifar Erling. Hann segir snigilinn jú finnast á Spáni, en einnig víðar um Suður-Evrópu. Því sé ósanngjarnt að kenna „alræmda kvikindið“ eingöngu við Spán. Þegar Erling frétti af misskilningnum varð hann afar ósáttur með að hafa á sínum tíma hermt eftir nágrannaþjóðum og kennt snigilinn við Spán. Þá fór hann að huga að nýju heiti en það að úrelta heitið hafi fest sig í sessi í málinu aftraði hann frá því að viðra tillöguna. „Læt ég nú slag standa, framvegis mun ég nota heitið vargsnigill í umfjöllunum mínum. Hvernig því verður tekið er undir hverjum og einum komið. Vargsnigill þykir mér hæfa lífsháttunum,“ skrifar Erling. Vargsnigillinn, áður spánarsnigillinn, er alæta sem étur nánast allt sem verður á vegi hans, svo sem plöntur, hundaskít og aðra snigla. Vargsnigillinn skemmir gróður og sóðar út með slímslóð sinni en útrýmir einnig öðrum sniglum þar sem hann nær fótfestu. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur gengið svo langt að kalla vargsnigilinn óboðinn gráðugan gest. Dýr Skordýr Tengdar fréttir Best að drepa hann með því að skera af honum hausinn Mikilvægt að sporna gegn útbreiðslu Spánarsnigils. 8. júlí 2016 10:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Erling ræðir þessa nafngift sína á Facebook-síðunni Heimur smádýranna. Hann segir að tengsl snigilsins við Spán og Íberíuskaga hafi orðið til vegna misskilnings sem leiðréttur var fyrir alllöngu. „Gekk hann undir fræðiheitinu Arion lusitanicus og var kenndur við Íberíuskaga. Fékk snigillinn alþýðuheiti á ýmsum þjóðtungum í samræmi við meintan uppruna, sbr. Spanish slug og spansk skogssnigel. Síðar komu mistök í ljós. Tegundin reyndist önnur en fyrst var talið og var þá fræðiheiti réttrar tegundar tekið upp, Arion vulgaris (vulgaris merkir hinn algengi),“ skrifar Erling. Hann segir snigilinn jú finnast á Spáni, en einnig víðar um Suður-Evrópu. Því sé ósanngjarnt að kenna „alræmda kvikindið“ eingöngu við Spán. Þegar Erling frétti af misskilningnum varð hann afar ósáttur með að hafa á sínum tíma hermt eftir nágrannaþjóðum og kennt snigilinn við Spán. Þá fór hann að huga að nýju heiti en það að úrelta heitið hafi fest sig í sessi í málinu aftraði hann frá því að viðra tillöguna. „Læt ég nú slag standa, framvegis mun ég nota heitið vargsnigill í umfjöllunum mínum. Hvernig því verður tekið er undir hverjum og einum komið. Vargsnigill þykir mér hæfa lífsháttunum,“ skrifar Erling. Vargsnigillinn, áður spánarsnigillinn, er alæta sem étur nánast allt sem verður á vegi hans, svo sem plöntur, hundaskít og aðra snigla. Vargsnigillinn skemmir gróður og sóðar út með slímslóð sinni en útrýmir einnig öðrum sniglum þar sem hann nær fótfestu. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur gengið svo langt að kalla vargsnigilinn óboðinn gráðugan gest.
Dýr Skordýr Tengdar fréttir Best að drepa hann með því að skera af honum hausinn Mikilvægt að sporna gegn útbreiðslu Spánarsnigils. 8. júlí 2016 10:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Best að drepa hann með því að skera af honum hausinn Mikilvægt að sporna gegn útbreiðslu Spánarsnigils. 8. júlí 2016 10:15