Erlent

Biðja fólk um að hætta að sleikja körtur

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
„Vinsamlegast hættið að sleikja körturnar.“
„Vinsamlegast hættið að sleikja körturnar.“ Getty

Landverðir í Bandaríkjunum biðja almenning um að hætta að sleikja körtur. Fólk hefur í auknum mæli sleikt tiltekna tegund froskdýra til að komast í vímu en yfirvöld segja athæfið hættulegt.

Sonoran eyðimerkurkartan finnst einna helst í fylkinu Arizona. Dýrið verður allt að nítján sentimetra langt og gefur frá sér sérkennilegt hátíðnihljóð.

Kartan er eitruð og geta bæði menn og dýr veikst ef þau komast í snertingu við hana. Eitrið sem dýrið gefur frá sér hefur í auknum mæli verið nýtt til að komast í vímu.

CNN greinir frá því að áhrifin geti til að mynda verið ofskynjanir og sælutilfinning. Vinnsla og meðferð eitursins, bufotenin, er þar að auki ólögleg í Bandaríkjunum.

Skilaboð landvarða eru einföld: „Vinsamlegast hættið að sleikja körturnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×