Lífið

Fyndn­ust­u dýr­a­lífs­mynd­ir árs­ins

Samúel Karl Ólason skrifar
Þetta er í áttunda sinn sem dýralífsmyndakeppnin er haldin.
Þetta er í áttunda sinn sem dýralífsmyndakeppnin er haldin. Comedy Wildlife Photography Awards 2022

Forsvarsmenn hinnar árlegu ljósmyndakeppni Comedy Wildlife Photography Awards birtu nýverið þær myndir sem keppa til úrslita í ár. Myndirnar sýna villt dýr við skondnar og oft undarlegar aðstæður.

Comedy Wildlife Photography Awards eru haldin árlega og er þeim ætlað að ýta undir dýravernd á heimsvísu og er verðlaunakeppnin haldin af sömu aðilum og halda Comedy Pet Photography Awards en henni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi.

Sjá einnig: Fyndn­ust­u gæl­u­dýr­a­mynd­ir árs­ins

Þetta er í áttunda sinn sem CWPA er haldin en frekari upplýsingar um keppnina og markmið hennar má finna hér.

Sigurvegarinn verður svo opinberaður í desember, eftir að dómnefnd hefur farið yfir þær og valið þær bestu úr.

Er þetta fugl, er þetta flugvél eða er þetta Súperman? Nei, þetta er einhvers konar ofur-íkorni.Alex Pansier/Comedy Wildlife Photography Awards

„Talaðu við vænginn!“Jennifer Hadley/Comedy Wildlife Photography Awards

Kengúrur hafa lengi boxað en nú virðast þær byrjaðar að stunda bandaríska fjölbragðaglímu fyrir áhorfendur.Michael Eastwell/Comedy Wildlife Photography Awards

Þessi api á Borneó var mikið hissa á því að sjá menn í fyrsta sinn eftir að landamæri ríkisins opnuðu aftur fyrr á árinu, enda erum við furðuleg kvikindi.Andy Evans/Comedy Wildlife Photography Awards

Stundum er maður bara ekki í skapi fyrir myndatöku.Alison Buttigieg/Comedy Wildlife Photography Awards

Þessi rauðrefur virtist gefa ljósmyndaranum undir fótinn.Kevin Lohman/Comedy Wildlife Photography Awards

Þessi þvottabjörn í Flórída þakkaði vel fyrir rækjuna sem ljósmyndarinn gaf honum.Miroslav Srb/Comedy Wildlife Photography Awards

Þessir virðast lifa fyrir myndatökuna. Þvílíkur uggaburður!Arthur Telle Thiemann/Comedy Wildlife Photography Awards

Einhverskonar apaatlot í Kambódíu. Eða einhver skrítinn hlutverkaleikur.Federica Vinci/Comedy Wildlife Photography Awards

Maður hefur heyrt sögur um vængjaða hesta en vængjaða antílópu?Jagdeep Rajput/Comedy Wildlife Photography Awards

Þessi ljónaungi var í smá basli með að komast niður úr trénu. Slökkviliðsmenn eru líklega ekki mikið fyrir það að sækja föst ljón í tré.Jennifer Hadley/Comedy Wildlife Photography Awards

Hann ber það ekki á sér en ljósmyndarinn segir þennan vera alræmdan matarþjóf.Ahmed Alahmed/Comedy Wildlife Photography Awards

Þessi sebrahestur virðist hafa rekið svo hrottalega fast við að hann missti jafnvægið.Vince Burton/Comedy Wildlife Photography Awards

Þessi unga keisaramörgæs er klár í fyrstu veiðiferðina.Thomas Vijayan/Comedy Wildlife Photography Awards

Átti Tímon sér kannski skuggahlið eins og þessi jarðköttur?Emmanuel Do Linh San/Comedy Wildlife Photography Awards

Forvitinn finnskur brúnbjörn.Valtteri Mulkahainen/Comedy Wildlife Photography Awards

Tveir óhefðbundnir flassarar.Saverio Gatto/Comedy Wildlife Photography Awards

„Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið.“Ryan Sims/Comedy Wildlife Photography Awards

Það er hægt að hafa það of náðugt.Andrew Peacock/Comedy Wildlife Photography Awards

Þessi indverska ugla hefur komið sér vel fyrir í þægilegu röri.Arshdeep Singh/Comedy Wildlife Photography Awards

Þetta er merkilega fyrirferðamikil álft.Bojan Bencic/Comedy Wildlife Photography Awards

„Ég vil líka sjá manninn!“Mark Schocken/Comedy Wildlife Photography Awards

Þessi ógnvænlegi þríhöfða björn verndar mögulega bakdyrnar að undirheimum grískrar goðafræði.Paolo Mignosa/Comedy Wildlife Photography Awards

Þessi fugl lagði undir sig lautaferð saklausrar fjölskyldu í Ástralíu og átt allan matinn þeirra. Þið mynduð eflaust ekki trúa því af sakleysislegu útliti hans en þessir fuglar eru sagðir stórhættulegir.Lincoln Macgregor/Comedy Wildlife Photography Awards

Leggjalöng ugla að leik.Shuli Greenstein/Comedy Wildlife Photography Awards

Myndinni fylgja ekki upplýsingar um það hvernig þessi augljóslega illi og andsetni elgur myrti ljósmyndarann.Jorn Vangoidtsenhoven/Comedy Wildlife Photography Awards

Þessi hegri hefur augljóslega stáltaugar og skert lyktarskyn.Jean-Jacques Alcalay-Marcon/(Comedy Wildlife Photography Awards

Til hvers að fljúga þegar þú getur hoppað.Tímea Ambrus/Comedy Wildlife Photography Awards

Mávar mætast á förnum vegi.Alex Cooper/Comedy Wildlife Photography Awards

Foreldrahlutverkið getur bugað öll dýr. Þetta ungviði virðist líka frekar uppáþrengjandi.Sophie Hart/Comedy Wildlife Photography Awards

„Hæ! Sjáðu spýtuna mína.“Dave Shaffer/Comedy Wildlife Photography Awards

Þessi íkorni er sagður hafa staðið kyrr og horft hugsi á sjóndeildarhringinn. Hvernig íkorni getur litið út fyrir að vera hugsi er ekki útskýrt nánar.Lee Zhengxing/Comedy Wildlife Photography Awards

Uuuu, ég vil segja sem minnst um þessa. Hún gæti verið að fylgjast með mér.Lukas Zeman/Comedy Wildlife Photography Awards

Sumir kunna bara að njóta lífsins í núinu. Þessi húnn er einn af þeim.Valtteri Mulkahainen/Comedy Wildlife Photography Awards

Þessir fuglar lifa eftir lífsreglunni „þröngt mega sáttir sitja“.Corinne Kozok/Comedy Wildlife Photography Awards

Þarna hefur líklega eitthvað hræðilegt slys átt sér stað. Hvernig þessi mörgæs er á lífi er óskiljanlegt.Martin Grace/Comedy Wildlife Photography Awards

Þessi api hló grimmt að öðrum sem voru þarna.Ahmed Alahmed/Comedy Wildlife Photography Awards

Þessi lax var nokkuð djarfur og í stað þess að enda í bjarnarkjafti, gaf hann birni á kjaftinn.John Chaney/Comedy Wildlife Photography Awards

Bjarnarhúnn veltir vöngum yfir því hvað næsta bók hans mun fjalla um.Torie Hilley/Comedy Wildlife Photography Awards

Matvandur fiskur.Paul Eijkemans/Comedy Wildlife Photography Awards

Tengdar fréttir

Þjáning apans fyndnasta dýralífsmynd ársins

Sigurvegari Comedy Wildlife Photography Awards 2021 hefur verið valinn. Meðfylgjandi mynd af, að virðist, sárþjáðum apa í Kína hefur verið valin fyndnasta dýralífsmynd ársins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×