Grín og gaman

Fréttamynd

Fólk tjáir sig um skaupið

Fólk hafði skiptar skoðanir á Áramótaskaupinu í gær eins og við mátti búast. Á samfélagsmiðlum kepptist fólk við að lýsa yfir ánægju sinn eða útnefna skaupið það versta til þessa.

Lífið
Fréttamynd

Sagði barni að halda kjafti

Í fyrsta þættinum af Draumahöllinni fór Steindi mikinn í einu atriði þegar hans karakter, Guðmar, fékk aldrei að komast að við matarboðið.

Lífið
Fréttamynd

Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk

Þættirnir Draumahöllin hófu göngu sína á Stöð 2 þann 27. desember. Um er að ræða sex þátta seríu úr smiðju Sögu Garðarsdóttur, Steinþórs Hróars Steinþórssonar, Steinda Jr. og Magnúsar Leifssonar, sem jafnframt leikstýrir þáttunum.

Lífið
Fréttamynd

Límdi fyrir munninn á öllum við borðið

Í síðasta þætti af Bannað að hlæja mættu heldur betur skemmtilegir gestir. Þeir fimm sem fengu að spreyta sig í þættinum voru, Ása Ninna, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson, Pétur Jóhann og Katla Þorgeirsdóttir.

Lífið
Fréttamynd

Sóli mátti bara tala í eftir­hermum

Í síðasta þætti af Bannað að hlæja á Stöð 2 mættu þau Sandra Barilli, Dóri DNA, Sóli Hólm, Salka Sól og Gísli Örn í matarboð hjá Auðunni Blöndal.

Lífið
Fréttamynd

„Ekki gera mér þetta“

Í Kappræðum sem sýndar voru á Stöð 2 í gærkvöldi voru formenn flokkana teknir í starfsviðtal en flest þeirra hafa raunar aldrei farið í starfsviðtal á ævinni.

Lífið
Fréttamynd

Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór

Fjörlegar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu í þættinum Kappleikar. Frambjóðendum gekk aftur á móti illa í að svara spurningum sem tendgdust raunum ungs fólks. 

Lífið
Fréttamynd

52 ár á milli þeirra og þrjár bækur

Embla Bachmann er átján ára og gaf út sína fyrstu bók í fyrra, Stelpur stranglega bannaðar. Hún var í kjölfarið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, sú yngsta í sögunni til að hljóta tilnefningu. Bók númer tvö kom út fyrir nokkrum vikum og um svipað leyti kom út frumraun annars höfunds. Sá er 52 árum eldri en Embla og er engin önnur en amma hennar.

Menning
Fréttamynd

Bannað að hlæja: Stressið alls­ráðandi í upp­hafi kvöldsins

Stressið verður allsráðandi hjá fyrstu gestum Audda Blö í kvöldverðarboði hans í fyrsta þætti af Bannað að hlæja sem er sýndur í kvöld. Þar er eina reglan sú líkt og nafnið gefur til kynna að það er stranglega bannað að hlæja og kvöldverðargestir fá stig fyrir að láta aðra hlæja.

Lífið
Fréttamynd

„Þau hlæja að þessum fífla­gangi en mér er dauðans al­vara“

Græna jólatertan frá Myllunni kann að virðast ósköp venjuleg brún lagkaka með hvítu kremi en fyrir stórum hópi Íslendinga er hún svo miklu meira en það. Stærsti aðdáandi jólatertunnar frystir hana í tugatali til að geta borðað hana árið um kring og hefur jafnvel ferðast með hana til útlanda.

Lífið
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum

Auðunn Blöndal ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í nýrri þáttaröð þar sem hann býður 25 fyndnustu Íslendingunum í fimm ólík matarboð. Þar er eina reglan sú að það er bannað að hlæja og kemst einn áfram í hverjum þætti í síðasta matarboðið. Eðli málsins samkvæmt geta brandararnir orðið ansi svartir og er því alls ekki um fjölskylduþátt að ræða.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Big sexy og Jói Fel tókust á í bjórþambi

Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson, betur þekktur sem Big Sexy og bakarinn Jói Fel tókust á í æsispennandi bjórþambskeppni í Brennslunni á FM957 í morgun, allt fyrir klukkan níu. Þar lýsti útvarpsmaðurinn Rikki G öllu saman í beinni útsendingu.

Lífið
Fréttamynd

Gátu ekki talað saman fyrir syngjandi þjónum

Í fyrsta þættinum af 1 stjarna skelltu þeir Dóri DNA og Steindi Jr. sér til Amsterdam til að prófa hluti sem fá skelfilega einkunn á vefnum. Ein heimsókn á veitingastað byrjaði vel en svo fóru hlutirnir að gerast.

Lífið