Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. mars 2025 13:44 David Walliams segist ekki hafa átt von á að arfleifð þeirra myndi lifa jafn lengi, hvað þá tveimur áratugum síðar. Getty David Walliams, breski grínistinn og rithöfundurinn, segir það áhugavert að frasi úr bresku gamanþáttunum Little Britain sé notaður í daglegu tali á Íslandi, tveimur áratugum eftir að hann var fyrst kynntur til leiks. Þetta kom fram í nýlegu hlaðvarpi Robs Brydon. Þar ræddi Walliams frasann „computer says no“ eða „tölvan segir nei.“ Hann segist hafa verið yfir sig hissa þegar hann heimsótti Ísland og komist að því að frasinn væri mikið notaður í daglegu tali hér á landi. Walliams hefur slegið rækilega í gegn sem barnabókahöfundur, einnig á Íslandi, auk samstarfs síns við Matt Lucas í gamanþáttunum Little Britain. Hlaðvarpsstjórnandinn Brydon er sjálfur kunnuglegt andlit úr bresku gamanþáttasenunni, meðal annars fyrir hlutverk sitt í Gavin & Stacey og The Trip. „Það er ótrúlegt að tuttugu árum síðar sé fólk enn að grípa til þessa frasa. Ég hefði aldrei búist við því!“ sagði hann. Uppruna sketsins rakti hann til eigin reynslu af bankaþjónustu, þar sem starfsmaður vék sér undan svörum með því að vísa í niðurstöður tölvukerfis. Hann notaði þessa upplifun sem innblástur fyrir karakterinn og þjónustufulltrúa að nafni Carol Beer í Little Britain, sem varð fræg fyrir að svara viðskiptavinum með kaldhömruðu „Computer says no.“ Þættirnir Little Britain hófu göngu sína árið 2003 til ársins 2006. Walliams segist ekki hafa átt von á að arfleifð þeirra myndi lifa jafn lengi en segist þó ánægður með að húmorinn eigi enn erindi og að Íslendingar hafi gert frasann að sínum eigin – jafnvel tveimur áratugum síðar. Hér að neðan má sjá umrætt atriði þar sem Walliams fer með hlutverk Carol Beer. Menning Grín og gaman Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Halda tíu tíma maraþontónleika Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Fleiri fréttir Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Sjá meira
Þar ræddi Walliams frasann „computer says no“ eða „tölvan segir nei.“ Hann segist hafa verið yfir sig hissa þegar hann heimsótti Ísland og komist að því að frasinn væri mikið notaður í daglegu tali hér á landi. Walliams hefur slegið rækilega í gegn sem barnabókahöfundur, einnig á Íslandi, auk samstarfs síns við Matt Lucas í gamanþáttunum Little Britain. Hlaðvarpsstjórnandinn Brydon er sjálfur kunnuglegt andlit úr bresku gamanþáttasenunni, meðal annars fyrir hlutverk sitt í Gavin & Stacey og The Trip. „Það er ótrúlegt að tuttugu árum síðar sé fólk enn að grípa til þessa frasa. Ég hefði aldrei búist við því!“ sagði hann. Uppruna sketsins rakti hann til eigin reynslu af bankaþjónustu, þar sem starfsmaður vék sér undan svörum með því að vísa í niðurstöður tölvukerfis. Hann notaði þessa upplifun sem innblástur fyrir karakterinn og þjónustufulltrúa að nafni Carol Beer í Little Britain, sem varð fræg fyrir að svara viðskiptavinum með kaldhömruðu „Computer says no.“ Þættirnir Little Britain hófu göngu sína árið 2003 til ársins 2006. Walliams segist ekki hafa átt von á að arfleifð þeirra myndi lifa jafn lengi en segist þó ánægður með að húmorinn eigi enn erindi og að Íslendingar hafi gert frasann að sínum eigin – jafnvel tveimur áratugum síðar. Hér að neðan má sjá umrætt atriði þar sem Walliams fer með hlutverk Carol Beer.
Menning Grín og gaman Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Halda tíu tíma maraþontónleika Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Fleiri fréttir Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Sjá meira