Fréttir Segir lögreglu hafa hundsað gögn um sýknu Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu telur að lögreglan hafi ekki lagt sig fram um að skoða gögn og kalla til vitni, sem sýnt hefðu getað fram á sakleysi sakborninga í Baugsmálinu. Fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildarinnar segir hins vegar að það hafi verið gert. Innlent 15.3.2007 18:10 Þekktur geðlæknir dælir út rítalíni til fíkils Þekktur geðlæknir ávísaði fyrir skömmu á þriðja hundrað rítalíntaflna til stórfíkils. Móður fíkilsins blöskrar að læknir viðhaldi fíkn eiturlyfjaneytanda með þessum hætti. Hún krefst þess að landlæknisembættið hafi betra eftirlit með ávísunum lækna. Innlent 15.3.2007 18:28 Hætt við breytingu á auðlindaákvæði Formenn flokkanna á alþingi hittast klukkan sjö í kvöld til að ræða samkomulag um þinglok eftir að meirihluti nefndar um breytingar á stjórnarskrá ákvað að falla frá frumvarpi um breytingar á auðlindaákvæði í stjórnarskrá og vísa málinu til stjórnarskrárnefndar. Þingfundum var óvænt frestað klukkan fimm og kallað saman til fundar í nefndinni. Honum lauk laust fyrir hálf sjö með þessari niðurstöðu. Innlent 15.3.2007 18:15 Pólskum kennurum bannað að tala um samkynhneigð Pólskir kennarar, sem kynna og stuðla að samkynhneigð, verða reknir samkvæmt nýju frumvarpi sem áætlað er að verði að lögum eftir rúman mánuð. Aðstoðarmenntamálaráðherra Póllands skýrði frá þessu í dag, mannréttindahópum í landinu til mikillar mæðu. Engu að síður segja stjórnvöld í Póllandi að lögin séu ekki ætluð gegn samkynhneigðum kennurum í landinu. Erlent 15.3.2007 18:09 Fengu 15 milljónir afhentar í dag Barnaspítali Hringsins fékk á síðasta ári að gjöf alls 300 milljónir króna til styrktar reksturs hágæslueiningar fyrir inniliggjandi börn. Gefendur eru Jóhannes Jónsson kaupmaður og börn hans, þau Kristín Jóhannesdóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson. Í dag fékk Barnaspítalinn afhentar 15 milljónir af upphæðinni. Innlent 15.3.2007 17:38 Putin eykur við eftirlit með fjölmiðlum Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur fyrirskipað að stofnuð verði ný eftirlitsstofnun sem á að fylgjast með og gefa leyfi til fjölmiðla. Hin nýja ofur-stofnun mun fylgjast með sjónvarpsstöðvum, útvarpsstöðvum, dagblöðum og vefsíðum. Rússneskir fréttmenn óttast að stofnunin verði notuð til þess að herða enn að málfrelsi í Rússlandi en vefsíður eru nær eini miðillinn sem enn nýtur þokkalegs frelsis. Erlent 15.3.2007 17:20 Chirac verður yfirheyrður Háttsettir menn í franska dómsmálaráðuneytinu fullyrða að Jacques Chirac verði yfirheyrður þegar hann lætur af embætti sem forseti Frakklands vegna hugsanlegra tengsla hans við spillingu á þeim tíma sem hann var borgarstjóri Parísar. Erlent 15.3.2007 17:12 Handtekinn með maríjúana Karlmaður um tvítugt var handtekinn í Reykjavík í gær grunaður um fíkniefnamisferli. Ábending barst frá íbúa sem upplýsti um hugsanlega fíkniefnasölu í einu hverfa borgarinnar. Lögreglan kannaði málið strax og stöðvaði hinn meinta fíkniefnasala. Í fórum hans fannst talsvert magn af ætluðu maríjúana. Málið þykir gott dæmi um góðan árangur sem samvinna lögreglu og borgara getur leitt af sér. Innlent 15.3.2007 16:56 Fimm handtekin vegna fíkniefna Fjórir karlmenn og ein kona voru handtekin í austuborginni í gær eftir að meint fíkniefni fundust við húsleit í vistarverum þeirra. Talið er að um sé að ræða kókaín, neysluskammta af MDMA og maríjúana. Fólkið er allt á þrítugsaldri og hefur verið sleppt úr haldi á meðan rannsókn málsins heldur áfram. Innlent 15.3.2007 16:44 Fitch staðfestir lánshæfismat Landsbankans Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest óbreyttar lánshæfismatseinkunnir Landsbankans sem A / F1 ( B/C með stöðugum horfum. Staðfestingin kemur í kjölfar lækkunar á lánshæfi íslenska ríkisins, að því er segir í tilkynningu frá Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 15.3.2007 16:13 Háskólarekstur á Keflavíkurflugvelli Stefnt er að eflingu alþjóðlegs háskólanáms hérlendis með stofnun félags um háskólarekstur á Keflavíkurflugvelli. Í dag var viljayfirlýsing þess efnis undirrituð á flugvallasvæðinu. Meðal Samstarfsaðila að verkefninu eru Bláa Lónið, Geysir Green Energy ehf, Hitaveita Suðurnesja og Icelandair Group. Innlent 15.3.2007 16:02 Fitch lækkar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunni ríkissjóðs í erlendri og innlendri mynt úr AA- og AAA í A+ og AA+. Horfur eru stöðugar fyrir báðar einkunnir. Gengi hlutabréfa tók að lækka hratt í Kauphöll Íslands í kjölfar birtingar matsins. Viðskipti innlent 15.3.2007 15:40 Aldrei fleiri konur hjá Sorphirðunni Alls starfa nú átta konur hjá Sorphirðu Reykjavíkur, en það er mesti fjöldi kvenna við sorphirðu að vetri til hjá fyrirtækinu. Mikil ásókn er í afleysingavinnu á sumrin og hlutur kvenna hefur verið allt að 12 konur af 60 manna starfsliði. Innlent 15.3.2007 15:39 Tilkynnt um eld í Þjóðleikhúsinu Tilkynnt var um eld í Þjóðleikhúsinu nú á þriðja tímanum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var sett í fulla viðbragðsstöðu þegar brunaboðin kviknuðu í stjórnstöð. Slökkviliðsmenn komu að töluverðri brunalykt, en fundu ekki eld. Í ljós kom að iðnaðamenn sem voru að störfum í húsinu orsökuðu brunalyktina. Innlent 15.3.2007 14:40 Refresco kaupir í Bretlandi Drykkjarvörufyrirtækið Refresco, sem er í meirihlutaeigu FL Group, Vífilfells og Kaupþings og með starfsemi á 13 stöðum í Evrópu, hefur fest kaup á breska drykkjarvöruframleiðandanum Histogram. Þetta eru fyrstu kaup Refresco í Bretlandi. Viðskipti innlent 15.3.2007 14:22 Farsæld til framtíðar á Iðnþingi Helstu niðurstöður kannana um ástand og horfur í iðnaði og Evrópumálum verða kynntar á Iðnþingi á morgun. Þingið verður haldið í kjölfar aðalfundar Samtaka Iðnaðarins á Grand Hótel í Reykjavík og er yfirskrift þess að þessu sinni "Farsæld til framtíðar." Innlent 15.3.2007 14:14 Heildargreiðslur til ESB yrðu 12 milljarðar Heildargreiðslur íslenska ríkisins til Evrópusambandsins gætu orðið allt að tólf komma einn milljarður króna á ári ef gengið yrði í sambandið. Þetta er niðurstaða Evrópunefndar forsætisráðherra sem skilaði skýrslu sinni í vikunni. Samkvæmt útreikningum nefndarinnar yrðu heildargreiðslur ríkissjóðs við aðild tíu og hálfur milljarður króna á ári en að hámarki tólf komma einn milljarður. Erlent 15.3.2007 12:27 Lækkun veitingahúsa ætti að vera meiri Lækkun virðisaukaskatts ætti að stuðla að allt að 13 prósenta verðlækkun á mat á veitingahúsum segir í vefriti fjármálaráðuneytisins. Áætlun Hagstofunnar um 8,6 prósenta lækkun á veitingum er meðaltalsprósenta. Í henni er tekin saman í eina tölu lækkun á seldum veitingum úr 24,5 prósentum, og lækkun á útleigu hótel- og gistiherbergja um 14 prósent. Innlent 15.3.2007 13:40 Samkomulag um viðskiptaþvinganir gegn Írönum Samkomulag mun hafa tekist meðal vesturveldanna, Kína og Rússlands, um frekari viðskiptaþvinganir á hendur Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Samkvæmt heimildum Breska ríkisútvarpsins, BBC, hefur verið samið um grundvallaratriði í nýjum ályktunum og uppkast verður lagt fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á fundi í New York í kvöld. Erlent 15.3.2007 12:19 Ökuníðingur verður kærður fyrir hegningarlagabrot Ökuníðingur sem lögreglumenn á Austfjörðum eltu á ofsahraða á milli byggðarlaga í tvær klukkustundir í gær, verður kærður fyrir brot á hegningarlögum auk ótal umferðarlagabrota gærdagsins. Lögreglumenn frá Egilsstöðum og Eskifirði eltu hann á ofsahraða fram og aftur á milli þéttbýlisstaða á Austfjörðum, meðal annars um Egilsstaði, Reyðarfjörð og Eskifjörð. Innlent 15.3.2007 12:16 Einn gámanna fundinn Þyrla Landhelgisgæslunnar fann fyrir stundu einn af gámunum sem féllu fyrir borð af flutningaskipi við Reykjanes í gærkvöldi, og skipum stafar hætta af. Varðskip á að reyna að draga gáminn til lands. Samtals féllu fimm 40 feta langir gámar af flutningaskipinu Kársnesi, þegar það fékk á sig brotsjó úti af Garðskaga á Reykjanesi um klukkan hálf sjö í gærkvöldi. Innlent 15.3.2007 12:04 Æ, litla krúttið Starfsfólk sjúkrahúss í Dortmund í Þýskalandi brá heldur betur í brún þegar það fann fullorðinn mann í neyðar-hitakassa fyrir óvelkomin ungabörn. Heinrich Mueller hafði klifrað inn um lúgu og rennt sér dauðadrukkinn niður sérstaka rennu ætlaða ungabörnum. Erlent 15.3.2007 12:13 Veitingahús og mötuneyti lækki verð Neytendasamtökin gera þá kröfu að veitingahús og mötuneyti sem ekki hafa lækkað verð geri það þegar í stað. Lækkun virðisaukaskatts á matvæli er ætluð neytendum og ber seljendum að skila henni til þeirra. Samtökin telja allt annað óásættanlegt, eins og segir í frétt á vef Neytendasamtakanna. Innlent 15.3.2007 11:21 Tilboð opnuð vegna Neðri Þjórsár Tilboð vegna ráðgjafaþjónustu vegna virkjana í Neðri Þjórsá; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, voru opnuð í Landsvirkjun í gær. Útboðsgögn voru dagsett í desember 2006 og buðu þrír í verkið. Lægsta tilboðið hljóðaði upp á tæpar 1400 milljónir króna og var frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf, VGK-Hönnun hf og Rafteikningu hf. Þeir fengu einnig bestu tæknilegu einkunn, eða 99,8 prósent. Innlent 15.3.2007 10:57 Aflaverðmæti minnkar milli ára Heildarafli íslenskra skipa á föstu verðlagi í febrúarmánuði var 5,3 prósent minni miðað við febrúar árið 2006. Aukning er á því magni sem veitt er, en verðmæti aflans minnkar milli ára. . Sé aflinn metinn á föstu verði er hann óbreyttur á árinu miðað við sama tímabil í fyrra, en aukning á magni aflans nemur tæplega 90 þúsundum tonna. Innlent 15.3.2007 10:40 Neytendaverðlaunin afhent í dag Neytendaverðlaunin verða afhent í annað sinn í dag, á alþjóðadegi neytendaréttar. Það eru Neytendasamtökin og Bylgjan sem standa fyrir vali á fyrirtæki ársins en kosning fór fram á netinu. Í forvali netkosningarinnar nefndu kjósendur eitt fyrirtæki sem þeir töldu verðskulda nafnbótina. Að því loknu völdu neytendur síðan eitt af 10 fyrirtækjum sem flest atkvæði hlutu í forvalinu. Innlent 15.3.2007 10:14 Stjórn Existu með heimild til hlutafjárútgáfu í evrum Samþykkt var á aðalfundi Existu í gær að veita stjórn félagsins heimild til að gefa út hlutafé í evrum í stað íslenskra króna telji stjórnin slíkt fýsilegt. Viðskipti innlent 15.3.2007 10:13 Markaðir jafna sig eftir dýfu Helstu fjármálamarkaðir á Vesturlöndum og í Asíu hafa verið á uppleið eftir dýfu síðastliðna tvo daga. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á mörkuðum í Bandaríkjunum í gær og í Japan í dag. Íslenski markaðurinn fór ekki varhluta af lækkanaferlinu en Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,13 prósent í gær. Viðskipti erlent 15.3.2007 10:01 Hagi Hafnarfjarðar meinuð þátttaka í fundi Samtökunum Hagur Hafnarfjarðar, sem fylgjandi eru stækkun álversins í Straumsvík, hefur verið meinuð þátttaka í almennum fundi um íbúakosningar vegna álversins. Fundurinn fer fram 28. mars og hafði samtökunum upphaflega verið boðin þátttaka, en boðið hefur nú verið dregið til baka, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum. Ástæðan mun vera mótmæli annarra þátttakenda. Innlent 15.3.2007 09:57 Tekjuafgangur hins opinbera 60,1 milljarður í fyrra Tekjuafgangur hins opinbera nam 20 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta er 1,4 milljörðum krónum betri afkoma en ári fyrr. Tekjuafgangur alls síðasta árs nam 60,7 milljörðum króna samanborið við 53,6 milljarða krónur árið á undan, að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofunnar í dag. Viðskipti innlent 15.3.2007 09:37 « ‹ 197 198 199 200 201 202 203 204 205 … 334 ›
Segir lögreglu hafa hundsað gögn um sýknu Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu telur að lögreglan hafi ekki lagt sig fram um að skoða gögn og kalla til vitni, sem sýnt hefðu getað fram á sakleysi sakborninga í Baugsmálinu. Fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildarinnar segir hins vegar að það hafi verið gert. Innlent 15.3.2007 18:10
Þekktur geðlæknir dælir út rítalíni til fíkils Þekktur geðlæknir ávísaði fyrir skömmu á þriðja hundrað rítalíntaflna til stórfíkils. Móður fíkilsins blöskrar að læknir viðhaldi fíkn eiturlyfjaneytanda með þessum hætti. Hún krefst þess að landlæknisembættið hafi betra eftirlit með ávísunum lækna. Innlent 15.3.2007 18:28
Hætt við breytingu á auðlindaákvæði Formenn flokkanna á alþingi hittast klukkan sjö í kvöld til að ræða samkomulag um þinglok eftir að meirihluti nefndar um breytingar á stjórnarskrá ákvað að falla frá frumvarpi um breytingar á auðlindaákvæði í stjórnarskrá og vísa málinu til stjórnarskrárnefndar. Þingfundum var óvænt frestað klukkan fimm og kallað saman til fundar í nefndinni. Honum lauk laust fyrir hálf sjö með þessari niðurstöðu. Innlent 15.3.2007 18:15
Pólskum kennurum bannað að tala um samkynhneigð Pólskir kennarar, sem kynna og stuðla að samkynhneigð, verða reknir samkvæmt nýju frumvarpi sem áætlað er að verði að lögum eftir rúman mánuð. Aðstoðarmenntamálaráðherra Póllands skýrði frá þessu í dag, mannréttindahópum í landinu til mikillar mæðu. Engu að síður segja stjórnvöld í Póllandi að lögin séu ekki ætluð gegn samkynhneigðum kennurum í landinu. Erlent 15.3.2007 18:09
Fengu 15 milljónir afhentar í dag Barnaspítali Hringsins fékk á síðasta ári að gjöf alls 300 milljónir króna til styrktar reksturs hágæslueiningar fyrir inniliggjandi börn. Gefendur eru Jóhannes Jónsson kaupmaður og börn hans, þau Kristín Jóhannesdóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson. Í dag fékk Barnaspítalinn afhentar 15 milljónir af upphæðinni. Innlent 15.3.2007 17:38
Putin eykur við eftirlit með fjölmiðlum Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur fyrirskipað að stofnuð verði ný eftirlitsstofnun sem á að fylgjast með og gefa leyfi til fjölmiðla. Hin nýja ofur-stofnun mun fylgjast með sjónvarpsstöðvum, útvarpsstöðvum, dagblöðum og vefsíðum. Rússneskir fréttmenn óttast að stofnunin verði notuð til þess að herða enn að málfrelsi í Rússlandi en vefsíður eru nær eini miðillinn sem enn nýtur þokkalegs frelsis. Erlent 15.3.2007 17:20
Chirac verður yfirheyrður Háttsettir menn í franska dómsmálaráðuneytinu fullyrða að Jacques Chirac verði yfirheyrður þegar hann lætur af embætti sem forseti Frakklands vegna hugsanlegra tengsla hans við spillingu á þeim tíma sem hann var borgarstjóri Parísar. Erlent 15.3.2007 17:12
Handtekinn með maríjúana Karlmaður um tvítugt var handtekinn í Reykjavík í gær grunaður um fíkniefnamisferli. Ábending barst frá íbúa sem upplýsti um hugsanlega fíkniefnasölu í einu hverfa borgarinnar. Lögreglan kannaði málið strax og stöðvaði hinn meinta fíkniefnasala. Í fórum hans fannst talsvert magn af ætluðu maríjúana. Málið þykir gott dæmi um góðan árangur sem samvinna lögreglu og borgara getur leitt af sér. Innlent 15.3.2007 16:56
Fimm handtekin vegna fíkniefna Fjórir karlmenn og ein kona voru handtekin í austuborginni í gær eftir að meint fíkniefni fundust við húsleit í vistarverum þeirra. Talið er að um sé að ræða kókaín, neysluskammta af MDMA og maríjúana. Fólkið er allt á þrítugsaldri og hefur verið sleppt úr haldi á meðan rannsókn málsins heldur áfram. Innlent 15.3.2007 16:44
Fitch staðfestir lánshæfismat Landsbankans Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest óbreyttar lánshæfismatseinkunnir Landsbankans sem A / F1 ( B/C með stöðugum horfum. Staðfestingin kemur í kjölfar lækkunar á lánshæfi íslenska ríkisins, að því er segir í tilkynningu frá Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 15.3.2007 16:13
Háskólarekstur á Keflavíkurflugvelli Stefnt er að eflingu alþjóðlegs háskólanáms hérlendis með stofnun félags um háskólarekstur á Keflavíkurflugvelli. Í dag var viljayfirlýsing þess efnis undirrituð á flugvallasvæðinu. Meðal Samstarfsaðila að verkefninu eru Bláa Lónið, Geysir Green Energy ehf, Hitaveita Suðurnesja og Icelandair Group. Innlent 15.3.2007 16:02
Fitch lækkar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunni ríkissjóðs í erlendri og innlendri mynt úr AA- og AAA í A+ og AA+. Horfur eru stöðugar fyrir báðar einkunnir. Gengi hlutabréfa tók að lækka hratt í Kauphöll Íslands í kjölfar birtingar matsins. Viðskipti innlent 15.3.2007 15:40
Aldrei fleiri konur hjá Sorphirðunni Alls starfa nú átta konur hjá Sorphirðu Reykjavíkur, en það er mesti fjöldi kvenna við sorphirðu að vetri til hjá fyrirtækinu. Mikil ásókn er í afleysingavinnu á sumrin og hlutur kvenna hefur verið allt að 12 konur af 60 manna starfsliði. Innlent 15.3.2007 15:39
Tilkynnt um eld í Þjóðleikhúsinu Tilkynnt var um eld í Þjóðleikhúsinu nú á þriðja tímanum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var sett í fulla viðbragðsstöðu þegar brunaboðin kviknuðu í stjórnstöð. Slökkviliðsmenn komu að töluverðri brunalykt, en fundu ekki eld. Í ljós kom að iðnaðamenn sem voru að störfum í húsinu orsökuðu brunalyktina. Innlent 15.3.2007 14:40
Refresco kaupir í Bretlandi Drykkjarvörufyrirtækið Refresco, sem er í meirihlutaeigu FL Group, Vífilfells og Kaupþings og með starfsemi á 13 stöðum í Evrópu, hefur fest kaup á breska drykkjarvöruframleiðandanum Histogram. Þetta eru fyrstu kaup Refresco í Bretlandi. Viðskipti innlent 15.3.2007 14:22
Farsæld til framtíðar á Iðnþingi Helstu niðurstöður kannana um ástand og horfur í iðnaði og Evrópumálum verða kynntar á Iðnþingi á morgun. Þingið verður haldið í kjölfar aðalfundar Samtaka Iðnaðarins á Grand Hótel í Reykjavík og er yfirskrift þess að þessu sinni "Farsæld til framtíðar." Innlent 15.3.2007 14:14
Heildargreiðslur til ESB yrðu 12 milljarðar Heildargreiðslur íslenska ríkisins til Evrópusambandsins gætu orðið allt að tólf komma einn milljarður króna á ári ef gengið yrði í sambandið. Þetta er niðurstaða Evrópunefndar forsætisráðherra sem skilaði skýrslu sinni í vikunni. Samkvæmt útreikningum nefndarinnar yrðu heildargreiðslur ríkissjóðs við aðild tíu og hálfur milljarður króna á ári en að hámarki tólf komma einn milljarður. Erlent 15.3.2007 12:27
Lækkun veitingahúsa ætti að vera meiri Lækkun virðisaukaskatts ætti að stuðla að allt að 13 prósenta verðlækkun á mat á veitingahúsum segir í vefriti fjármálaráðuneytisins. Áætlun Hagstofunnar um 8,6 prósenta lækkun á veitingum er meðaltalsprósenta. Í henni er tekin saman í eina tölu lækkun á seldum veitingum úr 24,5 prósentum, og lækkun á útleigu hótel- og gistiherbergja um 14 prósent. Innlent 15.3.2007 13:40
Samkomulag um viðskiptaþvinganir gegn Írönum Samkomulag mun hafa tekist meðal vesturveldanna, Kína og Rússlands, um frekari viðskiptaþvinganir á hendur Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Samkvæmt heimildum Breska ríkisútvarpsins, BBC, hefur verið samið um grundvallaratriði í nýjum ályktunum og uppkast verður lagt fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á fundi í New York í kvöld. Erlent 15.3.2007 12:19
Ökuníðingur verður kærður fyrir hegningarlagabrot Ökuníðingur sem lögreglumenn á Austfjörðum eltu á ofsahraða á milli byggðarlaga í tvær klukkustundir í gær, verður kærður fyrir brot á hegningarlögum auk ótal umferðarlagabrota gærdagsins. Lögreglumenn frá Egilsstöðum og Eskifirði eltu hann á ofsahraða fram og aftur á milli þéttbýlisstaða á Austfjörðum, meðal annars um Egilsstaði, Reyðarfjörð og Eskifjörð. Innlent 15.3.2007 12:16
Einn gámanna fundinn Þyrla Landhelgisgæslunnar fann fyrir stundu einn af gámunum sem féllu fyrir borð af flutningaskipi við Reykjanes í gærkvöldi, og skipum stafar hætta af. Varðskip á að reyna að draga gáminn til lands. Samtals féllu fimm 40 feta langir gámar af flutningaskipinu Kársnesi, þegar það fékk á sig brotsjó úti af Garðskaga á Reykjanesi um klukkan hálf sjö í gærkvöldi. Innlent 15.3.2007 12:04
Æ, litla krúttið Starfsfólk sjúkrahúss í Dortmund í Þýskalandi brá heldur betur í brún þegar það fann fullorðinn mann í neyðar-hitakassa fyrir óvelkomin ungabörn. Heinrich Mueller hafði klifrað inn um lúgu og rennt sér dauðadrukkinn niður sérstaka rennu ætlaða ungabörnum. Erlent 15.3.2007 12:13
Veitingahús og mötuneyti lækki verð Neytendasamtökin gera þá kröfu að veitingahús og mötuneyti sem ekki hafa lækkað verð geri það þegar í stað. Lækkun virðisaukaskatts á matvæli er ætluð neytendum og ber seljendum að skila henni til þeirra. Samtökin telja allt annað óásættanlegt, eins og segir í frétt á vef Neytendasamtakanna. Innlent 15.3.2007 11:21
Tilboð opnuð vegna Neðri Þjórsár Tilboð vegna ráðgjafaþjónustu vegna virkjana í Neðri Þjórsá; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, voru opnuð í Landsvirkjun í gær. Útboðsgögn voru dagsett í desember 2006 og buðu þrír í verkið. Lægsta tilboðið hljóðaði upp á tæpar 1400 milljónir króna og var frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf, VGK-Hönnun hf og Rafteikningu hf. Þeir fengu einnig bestu tæknilegu einkunn, eða 99,8 prósent. Innlent 15.3.2007 10:57
Aflaverðmæti minnkar milli ára Heildarafli íslenskra skipa á föstu verðlagi í febrúarmánuði var 5,3 prósent minni miðað við febrúar árið 2006. Aukning er á því magni sem veitt er, en verðmæti aflans minnkar milli ára. . Sé aflinn metinn á föstu verði er hann óbreyttur á árinu miðað við sama tímabil í fyrra, en aukning á magni aflans nemur tæplega 90 þúsundum tonna. Innlent 15.3.2007 10:40
Neytendaverðlaunin afhent í dag Neytendaverðlaunin verða afhent í annað sinn í dag, á alþjóðadegi neytendaréttar. Það eru Neytendasamtökin og Bylgjan sem standa fyrir vali á fyrirtæki ársins en kosning fór fram á netinu. Í forvali netkosningarinnar nefndu kjósendur eitt fyrirtæki sem þeir töldu verðskulda nafnbótina. Að því loknu völdu neytendur síðan eitt af 10 fyrirtækjum sem flest atkvæði hlutu í forvalinu. Innlent 15.3.2007 10:14
Stjórn Existu með heimild til hlutafjárútgáfu í evrum Samþykkt var á aðalfundi Existu í gær að veita stjórn félagsins heimild til að gefa út hlutafé í evrum í stað íslenskra króna telji stjórnin slíkt fýsilegt. Viðskipti innlent 15.3.2007 10:13
Markaðir jafna sig eftir dýfu Helstu fjármálamarkaðir á Vesturlöndum og í Asíu hafa verið á uppleið eftir dýfu síðastliðna tvo daga. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á mörkuðum í Bandaríkjunum í gær og í Japan í dag. Íslenski markaðurinn fór ekki varhluta af lækkanaferlinu en Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,13 prósent í gær. Viðskipti erlent 15.3.2007 10:01
Hagi Hafnarfjarðar meinuð þátttaka í fundi Samtökunum Hagur Hafnarfjarðar, sem fylgjandi eru stækkun álversins í Straumsvík, hefur verið meinuð þátttaka í almennum fundi um íbúakosningar vegna álversins. Fundurinn fer fram 28. mars og hafði samtökunum upphaflega verið boðin þátttaka, en boðið hefur nú verið dregið til baka, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum. Ástæðan mun vera mótmæli annarra þátttakenda. Innlent 15.3.2007 09:57
Tekjuafgangur hins opinbera 60,1 milljarður í fyrra Tekjuafgangur hins opinbera nam 20 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta er 1,4 milljörðum krónum betri afkoma en ári fyrr. Tekjuafgangur alls síðasta árs nam 60,7 milljörðum króna samanborið við 53,6 milljarða krónur árið á undan, að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofunnar í dag. Viðskipti innlent 15.3.2007 09:37