Innlent

Farsæld til framtíðar á Iðnþingi

Helstu niðurstöður kannana um ástand og horfur í iðnaði og Evrópumálum verða kynntar á Iðnþingi á morgun. Þingið verður haldið í kjölfar aðalfundar Samtaka Iðnaðarins á Grand Hótel í Reykjavík og er yfirskrift þess að þessu sinni "Farsæld til framtíðar."

Helgi Magnússon formaður Samtaka Iðnaðarins og Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra flytja erindi um framtíðarsýn. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans flytur tölu um atvinnulífið 2020 auk annarra erinda á fundinum.

Þórólfur Árnason forstjóri Skýrr hf verður fundarstjóri, en dagskráin hefst klukkan 13. Dagskrá fundarins er að finna hér.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×