Innlent

Aflaverðmæti minnkar milli ára

Heildarafli íslenskra skipa á föstu verðlagi í febrúarmánuði var 5,3 prósent minni miðað við febrúar árið 2006. Aukning er á því magni sem veitt er, en verðmæti aflans minnkar milli ára. Sé aflinn metinn á föstu verði er hann óbreyttur á árinu miðað við sama tímabil í fyrra, en aukning á magni aflans nemur tæplega 90 þúsundum tonna.

Í nýliðnum febrúarmánuði nam aflinn alls tæplega 300 þúsund tonnum miðað við rúmlega 210 þúsund tonn í febrúar 2006. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. 

Botnfiskaflinn dróst saman um rúmlega 4.600 tonn frá febrúamánuði 2006 og nam tæpum 44.500 tonnum. Þorskafli og ufsaafli dróst saman, en ýsuaflinn jókst um 900 tonn.

Þá dróst flatfiskaflinn einnig saman og var rúm 2.100 tonn og nam tæpum 183 þúsund tonnum sem var allur loðna. Aukning uppsjávarafla nemur tæpum 21 þúsund tonnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×