Erlent

Æ, litla krúttið

MYND/Getty Images

Starfsfólk sjúkrahúss í Dortmund í Þýskalandi brá heldur betur í brún þegar það fann fullorðinn mann í neyðar-hitakassa fyrir óvelkomin ungabörn. Heinrich Mueller hafði klifrað inn um lúgu og rennt sér dauðadrukkinn niður sérstaka rennu ætlaða ungabörnum.

Viðvörunarbjöllur fóru af stað hjá starfsfólki sjúkrahússins þegar hann endaði í hitakassanum. Í staðinn fyrir að finna yfirgefið ungabarn í kassanum, fundu þau einungis Heinrich sem lá þar og reykti sígarettu.

Hann sofnaði svo á meðan starfsfólkið reyndi að finna leið til að koma honum út úr kassanum. Heinrich var handtekinn af lögreglu í kjölfarið.

Hundruð ungabarna hafa verið skilin eftir í þar tilgerðum boxum víðsvegar um Þýskaland og Austurríki. Byrjað var að bjóða upp á þetta úrræði fyrir fimm árum. Þá var farið að bera á fjölgun tilfella þar sem ungar mæður skildu börn sín eftir á götum, þar sem þær höfðu engin önnur úrræði.

Póstboxin bjóða öryggi fyrir ungabörnin og koma mæðrunum ekki í frekari vandræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×