Innlent

Hagi Hafnarfjarðar meinuð þátttaka í fundi

Íbúakosningar vegna álversins eru fyrirhugaðar þann 31. mars næstkomandi.
Íbúakosningar vegna álversins eru fyrirhugaðar þann 31. mars næstkomandi. MYND/Anton Brink

Samtökunum Hagur Hafnarfjarðar, sem fylgjandi eru stækkun álversins í Straumsvík, hefur verið meinuð þátttaka á almennum fundi um íbúakosningar vegna álversins. Fundurinn fer fram 28. mars og hafði samtökunum upphaflega verið boðin þátttaka, en boðið hefur nú verið dregið til baka, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum.

Ástæðan mun vera mótmæli annarra þátttakenda.

Samtökin telja þetta bæði ólýðræðisleg og ósanngjörn vinnubrögð í ljósi þess að fulltrúi Sólar í Straumi er boðinn velkominn, auk fulltrúa stjórnmálaflokka og Alcan.

Hagur Hafnarfjarðar veltir því upp í tilkynningunni hvort lýðræði sé bara fyrir suma í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×